Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Jón Þór Stefánsson skrifar 9. desember 2024 21:04 Mangione er 26 ára gamall og frá Maryland í Bandaríkjunum. Maður sem er grunaður um launmorð á götum New York-borgar í síðustu viku heitir Luigi Mangione. Hann var handtekinn í borginni Altoona í Pennsylvaníuríki í dag vegna meintra vopnalagabrota. Hann sást á skyndibitastaðnum McDonalds þar sem hann var með handskrifaða stefnuyfirlýsingu í fórum sér þar sem sjúkratryggingafyrirtæki eru harðlega gagnrýnd. Í síðustu viku var Brian Thompson, einn forstjóri UnitedHealthcare eins stærsta sjúkratryggingafélags Bandaríkjanna, skotinn til bana úti á götu í New York. Drápið náðist á upptöku öryggismyndavéla og þótti það benda til þess að morðinginn hefði beðið sérstaklega eftir hinum látna. Morðinginn flúði af vettvangi, en talið var að hann hefði komið sér á brott með strætisvagni og síðan flúið New York-ríki. Við tók gríðarlega umfangsmikil leit að viðkomandi. Sagður hafa látið undarlega Greint var frá því á blaðamannafundi í dag að lögreglu hefði borist ábending frá starfsmanni McDonalds um Mangione. Lögreglan hafi komið á vettvang og tekið skýrslu af honum. Hann er sagður hafa látið undarlega og verið með mörg fölsuð skilríki og vegabréf undir höndum. Mangione er sagður hafa verið með byssu og hljóðdeyfi, en grunur er um byssan hafi verið þrívíddarprentuð. „Þar að auki lögðum við hald á handskrifað skjal þar sem hvatningu og hugarástandi hans er lýst,“ sagði Jessica Tisch, talskona lögregluyfirvalda. Lögreglumenn frá New York eru sagðir á leið til Pennsylvaníu til að taka frekari skýrslur af Mangione. „Hann er undir sterkum grun,“ sagði Eric Adams, borgarstjóri New York. „Hann passar við lýsinguna á þeim sem við höfðum verið að leita að. Þar að auki var hann með ýmsa muni sem við teljum að tengi hann við málið.“ Háskólamenntaður dúx Luigi Mangione er 26 ára gamall. Hann var frá Maryland-ríkinu í Bandaríkjunum, en talið er að síðasti búsetustaður hans hafi verið í Honolulu í Hawaii. Hann hafði aldrei áður verið handtekinn í New York, eða annars staðar í Bandaríkjunum svo vitað sé til. Forbes segir að miðað við samfélagsmiðla Mangione hafi hann útskrifast úr Háskólanum í Pennsylvaníu árið 2020 með bachelor- og meistaragráðu í tölvunar- og upplýsingafræðum. Þá var greint frá því árið 2016 í New York Times að Mangione hefði dúxað úr einkaskóla í Maryland. The Daily Pennsylvanian, stúdentablað Háskólans í Pennsylvaníu, greindi frá því að Mangione hefði stofnað klúbb í skólanum sem snerist um rannsóknir og framleiðslu tölvuleikja. Samkvæmt LinkedIn-síðu í nafni Mangione hafði hann farið í starfsnám hjá John Hopkins-háskólanum og hjá tölvuleikjaframleiðandanum Firaxis Games. Þá hafði hann síðastliðinn fjögur ár starfað hjá TrueCar, bílasöluvefsíðu í Kaliforníuríki. Umsögn um Unabomberinn Síða í nafni Mangione á síðunni GoodReads hefur vakið athygli í kjölfar þess að nafn hans var gert opinbert. Þar má meðal annars finna bókadóm um Industrial Society and Its Future, stefnuyfirlýsingu hryðjuverkamannsins Ted Kaczynski, sem er þekktur undir nafninu Unabomber. Kaczynski, sem lést á síðasta ári, myrti þrjá og slasaði 23 á árunum 1978 til 1995 með bréfasprengjum. Árásir hans beindust að fólki sem hann taldi standa að tækniþróun, sem hann taldi slæma og auka eyðileggingu náttúrunnar. Í stuttum bókadómi Mangione, sem er frá janúar á þessu ári, segir hann að spádómar Kaczynski hafi margir hverjir ræst. „Hann var ofbeldisfullur einstaklingur, sem var réttilega fangelsaður, og réðst að saklausu fólki. Gjörðir hans eru oft sagðar á ábyrgð brjálaðs afturhaldssinna, en réttara er að skoða þær sem gjörðir byltingarsinna með öfgakenndar pólitískar skoðanir,“ skrifaði Mangione. Jafnframt vísaði hann í aðra umsögn um skrif Kaczynski þar sem því er haldið fram að ofbeldi sé nauðsynlegt. Erlend sakamál Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Sjá meira
Í síðustu viku var Brian Thompson, einn forstjóri UnitedHealthcare eins stærsta sjúkratryggingafélags Bandaríkjanna, skotinn til bana úti á götu í New York. Drápið náðist á upptöku öryggismyndavéla og þótti það benda til þess að morðinginn hefði beðið sérstaklega eftir hinum látna. Morðinginn flúði af vettvangi, en talið var að hann hefði komið sér á brott með strætisvagni og síðan flúið New York-ríki. Við tók gríðarlega umfangsmikil leit að viðkomandi. Sagður hafa látið undarlega Greint var frá því á blaðamannafundi í dag að lögreglu hefði borist ábending frá starfsmanni McDonalds um Mangione. Lögreglan hafi komið á vettvang og tekið skýrslu af honum. Hann er sagður hafa látið undarlega og verið með mörg fölsuð skilríki og vegabréf undir höndum. Mangione er sagður hafa verið með byssu og hljóðdeyfi, en grunur er um byssan hafi verið þrívíddarprentuð. „Þar að auki lögðum við hald á handskrifað skjal þar sem hvatningu og hugarástandi hans er lýst,“ sagði Jessica Tisch, talskona lögregluyfirvalda. Lögreglumenn frá New York eru sagðir á leið til Pennsylvaníu til að taka frekari skýrslur af Mangione. „Hann er undir sterkum grun,“ sagði Eric Adams, borgarstjóri New York. „Hann passar við lýsinguna á þeim sem við höfðum verið að leita að. Þar að auki var hann með ýmsa muni sem við teljum að tengi hann við málið.“ Háskólamenntaður dúx Luigi Mangione er 26 ára gamall. Hann var frá Maryland-ríkinu í Bandaríkjunum, en talið er að síðasti búsetustaður hans hafi verið í Honolulu í Hawaii. Hann hafði aldrei áður verið handtekinn í New York, eða annars staðar í Bandaríkjunum svo vitað sé til. Forbes segir að miðað við samfélagsmiðla Mangione hafi hann útskrifast úr Háskólanum í Pennsylvaníu árið 2020 með bachelor- og meistaragráðu í tölvunar- og upplýsingafræðum. Þá var greint frá því árið 2016 í New York Times að Mangione hefði dúxað úr einkaskóla í Maryland. The Daily Pennsylvanian, stúdentablað Háskólans í Pennsylvaníu, greindi frá því að Mangione hefði stofnað klúbb í skólanum sem snerist um rannsóknir og framleiðslu tölvuleikja. Samkvæmt LinkedIn-síðu í nafni Mangione hafði hann farið í starfsnám hjá John Hopkins-háskólanum og hjá tölvuleikjaframleiðandanum Firaxis Games. Þá hafði hann síðastliðinn fjögur ár starfað hjá TrueCar, bílasöluvefsíðu í Kaliforníuríki. Umsögn um Unabomberinn Síða í nafni Mangione á síðunni GoodReads hefur vakið athygli í kjölfar þess að nafn hans var gert opinbert. Þar má meðal annars finna bókadóm um Industrial Society and Its Future, stefnuyfirlýsingu hryðjuverkamannsins Ted Kaczynski, sem er þekktur undir nafninu Unabomber. Kaczynski, sem lést á síðasta ári, myrti þrjá og slasaði 23 á árunum 1978 til 1995 með bréfasprengjum. Árásir hans beindust að fólki sem hann taldi standa að tækniþróun, sem hann taldi slæma og auka eyðileggingu náttúrunnar. Í stuttum bókadómi Mangione, sem er frá janúar á þessu ári, segir hann að spádómar Kaczynski hafi margir hverjir ræst. „Hann var ofbeldisfullur einstaklingur, sem var réttilega fangelsaður, og réðst að saklausu fólki. Gjörðir hans eru oft sagðar á ábyrgð brjálaðs afturhaldssinna, en réttara er að skoða þær sem gjörðir byltingarsinna með öfgakenndar pólitískar skoðanir,“ skrifaði Mangione. Jafnframt vísaði hann í aðra umsögn um skrif Kaczynski þar sem því er haldið fram að ofbeldi sé nauðsynlegt.
Erlend sakamál Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Sjá meira