Heimiliskötturinn drepinn við kjallaratröppurnar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. desember 2024 21:49 Grunur leikur á að um sömu hunda sé að ræða og þá sem komust í fréttirnar í sumar. vísir Fólk í Langholtshverfi er varað við því í íbúahópi, að hundar gangi nú lausir og drepi ketti. Fréttastofu hafa borist ábendingar um að hundar hafi gengið bersersksgang í kvöld. Íbúi í Efstasundi staðfestir í samtali við fréttastofu að köttur hans hafi orðið hundunum að bráð. „Lögreglan kom og bókaði málið en ég veit ekki hvaða hundar þetta voru. Þetta gerðist mjög hratt,“ segir Marjakaisa Matthíasson eigandi kattarins. Kötturinn var á leiðinni inn en hann var drepinn við tröppur kjallara hússins. „Ég heyrði í hundunum og kettinum og þess vegna fór ég í kjallarann til að hleypa honum inn. Ég þorði eiginlega ekki að opna hurðina vegna látanna í þeim.“ Í íbúahópnum „Langholtshverfi - 104“ á Facebook var fyrr í kvöld varað við því að „tveir lausir Weimaraner hundar“ væru „hlaupandi í Efstasundinu einmitt núna“. Einn íbúanna fullyrðir að um sömu hunda sé að ræða og komust í fréttirnar í sumar. Þá var greint frá því að Dýraþjónusta Reykjavíkur væri með til skoðunar mál þriggja veiðihunda, ungverskra viszla, sem grunaðir væru um að hafa drepið heimiliskött. Sömu hundar hefðu verið grunaðir um að hafa drepið tvo ketti áður. „Þeir fóru eitthvert lengst um leið, kötturinn náði að komast í burtu og við öll með lítil börn og 3 hunda í húsinu og lætin rosaleg þetta var svo mikið kaos,“ segir annar íbúi í hópnum. Fulltrúi Dýraþjónustu Reykjavíkur staðfestir að þjónustunni hafi borist sambærilegar ábendingar og vinni nú í því að fanga hundana. Það geti hins vegar reynst erfitt á meðan dimmt er. Því er beint til kattaeiganda að halda þeim innandyra. Reykjavík Hundar Lögreglumál Dýr Kettir Gæludýr Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Sjá meira
Fréttastofu hafa borist ábendingar um að hundar hafi gengið bersersksgang í kvöld. Íbúi í Efstasundi staðfestir í samtali við fréttastofu að köttur hans hafi orðið hundunum að bráð. „Lögreglan kom og bókaði málið en ég veit ekki hvaða hundar þetta voru. Þetta gerðist mjög hratt,“ segir Marjakaisa Matthíasson eigandi kattarins. Kötturinn var á leiðinni inn en hann var drepinn við tröppur kjallara hússins. „Ég heyrði í hundunum og kettinum og þess vegna fór ég í kjallarann til að hleypa honum inn. Ég þorði eiginlega ekki að opna hurðina vegna látanna í þeim.“ Í íbúahópnum „Langholtshverfi - 104“ á Facebook var fyrr í kvöld varað við því að „tveir lausir Weimaraner hundar“ væru „hlaupandi í Efstasundinu einmitt núna“. Einn íbúanna fullyrðir að um sömu hunda sé að ræða og komust í fréttirnar í sumar. Þá var greint frá því að Dýraþjónusta Reykjavíkur væri með til skoðunar mál þriggja veiðihunda, ungverskra viszla, sem grunaðir væru um að hafa drepið heimiliskött. Sömu hundar hefðu verið grunaðir um að hafa drepið tvo ketti áður. „Þeir fóru eitthvert lengst um leið, kötturinn náði að komast í burtu og við öll með lítil börn og 3 hunda í húsinu og lætin rosaleg þetta var svo mikið kaos,“ segir annar íbúi í hópnum. Fulltrúi Dýraþjónustu Reykjavíkur staðfestir að þjónustunni hafi borist sambærilegar ábendingar og vinni nú í því að fanga hundana. Það geti hins vegar reynst erfitt á meðan dimmt er. Því er beint til kattaeiganda að halda þeim innandyra.
Reykjavík Hundar Lögreglumál Dýr Kettir Gæludýr Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Sjá meira