„Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 9. desember 2024 21:58 Halldór Garðar Hermannsson, fyrirliði Keflavíkur, var ánægður eftir sigurinn í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Bikarmeistararnir í Keflavík verða í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit Vís bikarsins eftir flottan ellefu stiga sigur á Tindastól 81-70. Þetta var annar sigur liðsins gegn sterku liði Tindastóls á stuttum tíma. „Þetta var klárlega liðssigur og varnarsigur. Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi,“ sagði Halldór Garðar Hermannsson, fyrirliði Keflavíkur, eftir sigurinn í kvöld. Þetta var annar sigur Keflavíkur gegn Tindastól um helgina en Keflavík kjöldró Tindastól á föstudaginn. „Þetta var alveg skrítið að undirbúa sig aftur fyrir sama lið en það er bara geggjað og Tindastóll er náttúrulega bara frábært lið. Það er frábært að halda þeim í 70 stigum og við gerðum bara mjög vel og fráköstuðum mjög vel sem var fannst mér lykillinn af þessu,“ sagði Halldór. Halldór Garðar talaði um að fráköstin hefðu verið lykillinn af sigrinum í kvöld ásamt góðum varnarleik. „Það eru fráköstin klárlega. Við höldum þeim í 25 stigum í seinni hálfleik og þar af átta í fjórða leikhluta þannig varnarleikurinn eitt, tvö og þrjú. Það var bara þannig í dag,“ sagði Halldór. Keflavík voru ekki jafn skotglaðir í þessum leik eins og við sáum í fyrri leik liðana um helgina. „Það er kannski ekki eðlilegt að skjóta 60% í þriggja þó við eigum það alveg til. Ég veit það ekki, kannski bara tveir leikir á stuttum tíma og fæturnir aðeins þyngri. Menn voru að leggja meiri baráttu í vörnina.“ Flestir spekingar landsins hafa talað upp Tindastól og Stjörnuna sem bestu lið landsins um þessar mundir en það má þó alls ekki afskrifa Keflavík. „Þetta er bara mjög fljótt að breytast og það eru mörg lið að gera sig líklega. Við erum klárlega í mixinu þannig við höldum bara áfram,“ sagði Halldór. Aðspurður um hvort að Keflavík ætti einhvern óska mótherja vill Halldór Garðar bara sjá sitt lið fá heimaleik. „Ég vill bara fá heimaleik. Við fengum engan heimaleik í fyrra og við erum komnir með einn núna þannig ég væri til í annan heimaleik,“ sagði Halldór að lokum. VÍS-bikarinn Keflavík ÍF Tindastóll Tengdar fréttir Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur Bikarmeistarar Keflavíkur eru komnir áfram í átta liða úrslit VÍS bikars karla í körfubolta eftir ellefu stiga sigur á Tindastól, 81-70, í Keflavík í kvöld. Leikurinn var jafn og spennandi en Keflvíkingar héldu Stólunum í átta stigum í lokaleikhlutanum. Þetta var annar sigur Keflavíkur á Stólunum með nokkra daga millibili eftir stórsigur í deildarleik liðanna á dögunum. 9. desember 2024 22:06 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Sjá meira
„Þetta var klárlega liðssigur og varnarsigur. Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi,“ sagði Halldór Garðar Hermannsson, fyrirliði Keflavíkur, eftir sigurinn í kvöld. Þetta var annar sigur Keflavíkur gegn Tindastól um helgina en Keflavík kjöldró Tindastól á föstudaginn. „Þetta var alveg skrítið að undirbúa sig aftur fyrir sama lið en það er bara geggjað og Tindastóll er náttúrulega bara frábært lið. Það er frábært að halda þeim í 70 stigum og við gerðum bara mjög vel og fráköstuðum mjög vel sem var fannst mér lykillinn af þessu,“ sagði Halldór. Halldór Garðar talaði um að fráköstin hefðu verið lykillinn af sigrinum í kvöld ásamt góðum varnarleik. „Það eru fráköstin klárlega. Við höldum þeim í 25 stigum í seinni hálfleik og þar af átta í fjórða leikhluta þannig varnarleikurinn eitt, tvö og þrjú. Það var bara þannig í dag,“ sagði Halldór. Keflavík voru ekki jafn skotglaðir í þessum leik eins og við sáum í fyrri leik liðana um helgina. „Það er kannski ekki eðlilegt að skjóta 60% í þriggja þó við eigum það alveg til. Ég veit það ekki, kannski bara tveir leikir á stuttum tíma og fæturnir aðeins þyngri. Menn voru að leggja meiri baráttu í vörnina.“ Flestir spekingar landsins hafa talað upp Tindastól og Stjörnuna sem bestu lið landsins um þessar mundir en það má þó alls ekki afskrifa Keflavík. „Þetta er bara mjög fljótt að breytast og það eru mörg lið að gera sig líklega. Við erum klárlega í mixinu þannig við höldum bara áfram,“ sagði Halldór. Aðspurður um hvort að Keflavík ætti einhvern óska mótherja vill Halldór Garðar bara sjá sitt lið fá heimaleik. „Ég vill bara fá heimaleik. Við fengum engan heimaleik í fyrra og við erum komnir með einn núna þannig ég væri til í annan heimaleik,“ sagði Halldór að lokum.
VÍS-bikarinn Keflavík ÍF Tindastóll Tengdar fréttir Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur Bikarmeistarar Keflavíkur eru komnir áfram í átta liða úrslit VÍS bikars karla í körfubolta eftir ellefu stiga sigur á Tindastól, 81-70, í Keflavík í kvöld. Leikurinn var jafn og spennandi en Keflvíkingar héldu Stólunum í átta stigum í lokaleikhlutanum. Þetta var annar sigur Keflavíkur á Stólunum með nokkra daga millibili eftir stórsigur í deildarleik liðanna á dögunum. 9. desember 2024 22:06 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Sjá meira
Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur Bikarmeistarar Keflavíkur eru komnir áfram í átta liða úrslit VÍS bikars karla í körfubolta eftir ellefu stiga sigur á Tindastól, 81-70, í Keflavík í kvöld. Leikurinn var jafn og spennandi en Keflvíkingar héldu Stólunum í átta stigum í lokaleikhlutanum. Þetta var annar sigur Keflavíkur á Stólunum með nokkra daga millibili eftir stórsigur í deildarleik liðanna á dögunum. 9. desember 2024 22:06