Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 10. desember 2024 07:31 Jólamánuðurinn desember er annasamur tími og undirbúningur hefst snemma með ýmsum skemmtunum, tilboðum og jólaboðum. Umferð er erilsöm á þessum árstíma og oft örtröð á bílastæðum borgar og bæja. Um 20% allra umferðaróhappa verða á bílastæðum og er hlutfallið hér á landi svipað og annars staðar. Þessir árekstrar með tilheyrandi tjónum færast í aukana yfir hátíðarnar. Því er full ástæða til að hafa varann á og huga auk þess að góðum dekkjabúnaði en því miður er allt of mikið um að bílar séu vanbúnir fyrir aðstæður á þessum árstíma. Förum varlega Árlega á sér stað fjöldi árekstra á bílastæðum landsins þar sem ýmist er ekið á kyrrstæða bíla í bílastæði, bakkað á kyrrstæðar bifreiðar í bílastæði eða sem verra er, ekið á gangandi vegfarendur. Sem betur fer verða sjaldan slys á fólki í þessum tilfellum en það kemur þó fyrir og hvert slíkt líkamstjón er einu of mikið. Tjón án meiðsla hafa líka í för með sér leiðindi sem flest myndu eflaust vilja vera laus við. Ökumenn og gangandi vegfarendur finna oft fyrir fölsku öryggi á bílastæðum og eru mögulega ekki eins varkár og úti í umferðinni. Til dæmis eru ökumenn stundum að hringja eða fikta í símanum þegar ekið er um bílastæði en það er ekki síður ólöglegt og hættulegt en úti í umferðinni. Hugurinn þarf að vera við aksturinn alla leið. Bökkum í stæði Bakktjón eru ein algengustu ökutækjatjónin hjá Sjóvá og án efa er sömu sögu að segja hjá öðrum tryggingafélögum. Algengt er að bakktjón verði á fjölförnum bílastæðum. Með því að bakka í stæði má minnka líkur á því að lenda í slíku tjóni til muna. Ökumaður hefur þá mun betri yfirsýn þegar ekið er úr stæðinu og er síður líklegur til að lenda í óhappi. Að bakka í stæði er einfalt en áhrifaríkt forvarnaráð og því gott að venja sig á það. Höfum dekkin í lagi Til að gæta fyllsta öryggis er nauðsynlegt að hafa bíldekkin í lagi og í takt við árstíðirnar. Á Íslandi getur verið allra veðra von, ekki hvað síst í desembermánuði, líkt og við höfum upplifað undanfarna daga. Því miður hafa allt of mörg umferðarslys átt sér stað á þessu ári og nauðsynlegt er að hafa varann á sér í umferðinni og gera allt sem hægt er til að tryggja öryggi sitt og annarra. Nýlega var fjallað um að mikið hafi mætt á starfsfólki árekstur.is en margir harðir árekstrar urðu í hálkunni innanbæjar sem utan síðastliðna viku. Bílastæðin hafa upp á síðkastið verið einn klaki og þegar rignir ofan í hann verður flughált þannig að fólk og ökutæki skauta oft stjórnlaust um svellið. Því miður hefur borið á því að margir bílar séu vanbúnir og allt of margir aka enn um á sumardekkjum sem er stórhættulegt í færð sem þessari. Einnig þarf að huga að lofti í dekkjum og sjá til þess að þau séu í góðu standi. Að lokum er vert að brýna fyrir fólki að taka mið af aðstæðum og halda hraðanum í skefjum. Hálkan er lúmsk og oft áttar fólk sig ekki á aðstæðum fyrr en um seinan. Í viðjum vanans Fyrir flest okkar er umferðin hversdagslegt atferli. Öll þurfum við að komast ferða okkar á degi hverjum og akstur og annar ferðamáti kemst upp í vana. Við megum þó ekki gleyma því að umferðin er oft og tíðum flókið samstarfsverkefni þar sem nauðsynlegt er að halda vakandi athygli, ekki hvað síst undir stýri. Mikilvægt er að vera í jafnvægi og halda ró sinni og einn góður meðvitaður andardráttur getur gert mikið jafnt á vegum landsins sem og annars staðar á lífsleiðinni. Einnig þarf að gera viðeigandi ráðstafanir til að stuðla að öryggi sínu og annarra. Verum því skynsöm, sinnum okkar ábyrgðarhluta og sýnum tillitssemi í umferðinni. Þá eru allar líkur á að allt gangi vel. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Slysavarnir Bílastæði Jól Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Jólamánuðurinn desember er annasamur tími og undirbúningur hefst snemma með ýmsum skemmtunum, tilboðum og jólaboðum. Umferð er erilsöm á þessum árstíma og oft örtröð á bílastæðum borgar og bæja. Um 20% allra umferðaróhappa verða á bílastæðum og er hlutfallið hér á landi svipað og annars staðar. Þessir árekstrar með tilheyrandi tjónum færast í aukana yfir hátíðarnar. Því er full ástæða til að hafa varann á og huga auk þess að góðum dekkjabúnaði en því miður er allt of mikið um að bílar séu vanbúnir fyrir aðstæður á þessum árstíma. Förum varlega Árlega á sér stað fjöldi árekstra á bílastæðum landsins þar sem ýmist er ekið á kyrrstæða bíla í bílastæði, bakkað á kyrrstæðar bifreiðar í bílastæði eða sem verra er, ekið á gangandi vegfarendur. Sem betur fer verða sjaldan slys á fólki í þessum tilfellum en það kemur þó fyrir og hvert slíkt líkamstjón er einu of mikið. Tjón án meiðsla hafa líka í för með sér leiðindi sem flest myndu eflaust vilja vera laus við. Ökumenn og gangandi vegfarendur finna oft fyrir fölsku öryggi á bílastæðum og eru mögulega ekki eins varkár og úti í umferðinni. Til dæmis eru ökumenn stundum að hringja eða fikta í símanum þegar ekið er um bílastæði en það er ekki síður ólöglegt og hættulegt en úti í umferðinni. Hugurinn þarf að vera við aksturinn alla leið. Bökkum í stæði Bakktjón eru ein algengustu ökutækjatjónin hjá Sjóvá og án efa er sömu sögu að segja hjá öðrum tryggingafélögum. Algengt er að bakktjón verði á fjölförnum bílastæðum. Með því að bakka í stæði má minnka líkur á því að lenda í slíku tjóni til muna. Ökumaður hefur þá mun betri yfirsýn þegar ekið er úr stæðinu og er síður líklegur til að lenda í óhappi. Að bakka í stæði er einfalt en áhrifaríkt forvarnaráð og því gott að venja sig á það. Höfum dekkin í lagi Til að gæta fyllsta öryggis er nauðsynlegt að hafa bíldekkin í lagi og í takt við árstíðirnar. Á Íslandi getur verið allra veðra von, ekki hvað síst í desembermánuði, líkt og við höfum upplifað undanfarna daga. Því miður hafa allt of mörg umferðarslys átt sér stað á þessu ári og nauðsynlegt er að hafa varann á sér í umferðinni og gera allt sem hægt er til að tryggja öryggi sitt og annarra. Nýlega var fjallað um að mikið hafi mætt á starfsfólki árekstur.is en margir harðir árekstrar urðu í hálkunni innanbæjar sem utan síðastliðna viku. Bílastæðin hafa upp á síðkastið verið einn klaki og þegar rignir ofan í hann verður flughált þannig að fólk og ökutæki skauta oft stjórnlaust um svellið. Því miður hefur borið á því að margir bílar séu vanbúnir og allt of margir aka enn um á sumardekkjum sem er stórhættulegt í færð sem þessari. Einnig þarf að huga að lofti í dekkjum og sjá til þess að þau séu í góðu standi. Að lokum er vert að brýna fyrir fólki að taka mið af aðstæðum og halda hraðanum í skefjum. Hálkan er lúmsk og oft áttar fólk sig ekki á aðstæðum fyrr en um seinan. Í viðjum vanans Fyrir flest okkar er umferðin hversdagslegt atferli. Öll þurfum við að komast ferða okkar á degi hverjum og akstur og annar ferðamáti kemst upp í vana. Við megum þó ekki gleyma því að umferðin er oft og tíðum flókið samstarfsverkefni þar sem nauðsynlegt er að halda vakandi athygli, ekki hvað síst undir stýri. Mikilvægt er að vera í jafnvægi og halda ró sinni og einn góður meðvitaður andardráttur getur gert mikið jafnt á vegum landsins sem og annars staðar á lífsleiðinni. Einnig þarf að gera viðeigandi ráðstafanir til að stuðla að öryggi sínu og annarra. Verum því skynsöm, sinnum okkar ábyrgðarhluta og sýnum tillitssemi í umferðinni. Þá eru allar líkur á að allt gangi vel. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun