Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni Lovísa Arnardóttir skrifar 10. desember 2024 13:46 Sólveig Anna segir Virðingu svikamyllu og gervistéttarfélag. Samiðn segir félagið svokallað „gult stéttarfélag“. Slík félög séu stofnuð af atvinnurekendum, stýrt af þeim og starfsmenn þvingaðir til að ganga í þau Vísir/Einar Efling stéttarfélag hefur sent erindi á forsvarsfólk 108 veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu, sem eru aðilar að SVEIT, samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði. Þar er þeim tilkynnt um ýmsar aðgerðir sem Efling mun standa fyrir vegna aðkomu samtakanna að stofnun stéttarfélagsins Virðingar. Efling mun samkvæmt þessum aðgerðum til dæmis birta opinberlega nöfn og vörumerki aðildarfyrirtækja SVEIT sem og fara í sérstaka auglýsingaherferð. Þá mun starfsfólk Eflingar einnig fara í heimsóknir á vettvang þar sem þau ætla að upplýsa starfsfólk aðildarfyrirtækja um launakjör og réttindi. Þá segir að þau muni einnig veita stuðning við mótmæli og aðstoða launafólk, sama hvort það er í Eflingu eða ekki, við að gera launakröfu þar sem þau geta krafist greiðslu í samræmi við löglegan samning Eflingar við Samtök atvinnulífsins. „Slíkum kröfum verður fylgt eftir fyrir dómstólum og mun Efling birta opinberlega nöfn þeirra fyrirtækja sem svíkja starfsfólk um laun með þessum hætti,“ segir í bréfinu sem forsvarsfólk fékk sent. Fyrirtækin beðin að láta vita Í tilkynningu frá Eflingu segir að forsvarsmenn fyrirtækjanna hafi verið beðnir að láta þau vita séu þau ekki lengur aðilar að SVEIT. Þá segir „Svo sem áður hefur verið greint skilmerkilega frá er Virðing gervistéttarfélag, stýrt af atvinnurekendum úr röðum SVEIT og nánum fjölskyldumeðlimum þeirra, en ekki verkafólki. Svokallaður kjarasamningur milli Virðingar og SVEIT er, fyrir utan að samrýmast ekki ákvæðum íslenskra laga, til þess gerður að skerða réttindi starfsfólks til hagsbóta fyrir atvinnurekendur,“ segir í tilkynningunni. Samanburður réttindum félagsfólks í Virðingu og Einingu-iðju. Samanburðurinn er tekinn saman af starfsmönnum Einingar-Iðju.Eining-Iðja Efling sendi frá sér tilkynningu fyrir helgi þar sem stéttarfélagið sagði kjarasamning sem Virðing hefur gert við SVEIT ganga gegn ákvæðum fjölda laga og skerða rétt launþega til muna. Formaður félagsins, Sólveig Anna Jónsdóttir, sagði Virðingu gervistéttarfélag og svikamyllu sem væri rekin af atvinnurekendum í því skyni að skerða laun og réttindi starfsfólks. Fleiri stéttarfélög og samtök launþega hafa síðan tekið undir gagnrýni Eflingar. Í dag sendu BSRB og BHM frá sér sameiginlega yfirlýsingu og síðar Samiðn, samband iðnfélaga, þar sem þau fordæmdu aðför að réttindum launafólks. Gult stéttarfélag „Virðing fellur undir skilgreiningu um „gult stéttarfélag“ en slík félög eru stofnuð af atvinnurekendum, stýrt af þeim og starfsmenn þvingaðir til að ganga í þau. Atvinnurekendur gera þannig kjarasamninga við sjálfa sig og ákveða kjör starfsfólks síns einhliða,“ segir í tilkynningu Samiðnar. Þar er svo lýst yfir fullum stuðningi við baráttu Eflingar. Kjaramál Stéttarfélög Veitingastaðir Vinnumarkaður Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Tengdar fréttir Bauna á SVEIT og kjarasamninga sem standist ekki lög Í tilkynningu stéttarfélagsins Eflingar er því haldið fram að kjarasamningur sem stéttarfélagið Virðing hefur við SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, gangi gegn ákvæðum fjölda laga og skerði rétt launþega til muna. 7. desember 2024 13:13 Segjast ekkert tengjast meintu gervistéttarfélagi Efling hefur sakað atvinnurekendafélagið SVEIT um að reka „gervistéttarfélag“. Formaður Eflingar segir að ráðist sé að öllum mikilvægustu réttindum fólks á vinnumarkaði. SVEIT vísar ásökunum Eflingar á bug. 5. desember 2024 12:08 Vara við „gervistéttarfélagi“ og „svikamyllu“ Stéttarfélagið Efling hefur sent frá sér tilkynningu þar sem varað er við félaginu Virðingu, sem sagt er „gervistéttarfélag“. Félagið sé raunar svikamylla, rekin af atvinnurekendum í því skyni að skerða laun og réttindi starfsfólks. 5. desember 2024 08:57 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Efling mun samkvæmt þessum aðgerðum til dæmis birta opinberlega nöfn og vörumerki aðildarfyrirtækja SVEIT sem og fara í sérstaka auglýsingaherferð. Þá mun starfsfólk Eflingar einnig fara í heimsóknir á vettvang þar sem þau ætla að upplýsa starfsfólk aðildarfyrirtækja um launakjör og réttindi. Þá segir að þau muni einnig veita stuðning við mótmæli og aðstoða launafólk, sama hvort það er í Eflingu eða ekki, við að gera launakröfu þar sem þau geta krafist greiðslu í samræmi við löglegan samning Eflingar við Samtök atvinnulífsins. „Slíkum kröfum verður fylgt eftir fyrir dómstólum og mun Efling birta opinberlega nöfn þeirra fyrirtækja sem svíkja starfsfólk um laun með þessum hætti,“ segir í bréfinu sem forsvarsfólk fékk sent. Fyrirtækin beðin að láta vita Í tilkynningu frá Eflingu segir að forsvarsmenn fyrirtækjanna hafi verið beðnir að láta þau vita séu þau ekki lengur aðilar að SVEIT. Þá segir „Svo sem áður hefur verið greint skilmerkilega frá er Virðing gervistéttarfélag, stýrt af atvinnurekendum úr röðum SVEIT og nánum fjölskyldumeðlimum þeirra, en ekki verkafólki. Svokallaður kjarasamningur milli Virðingar og SVEIT er, fyrir utan að samrýmast ekki ákvæðum íslenskra laga, til þess gerður að skerða réttindi starfsfólks til hagsbóta fyrir atvinnurekendur,“ segir í tilkynningunni. Samanburður réttindum félagsfólks í Virðingu og Einingu-iðju. Samanburðurinn er tekinn saman af starfsmönnum Einingar-Iðju.Eining-Iðja Efling sendi frá sér tilkynningu fyrir helgi þar sem stéttarfélagið sagði kjarasamning sem Virðing hefur gert við SVEIT ganga gegn ákvæðum fjölda laga og skerða rétt launþega til muna. Formaður félagsins, Sólveig Anna Jónsdóttir, sagði Virðingu gervistéttarfélag og svikamyllu sem væri rekin af atvinnurekendum í því skyni að skerða laun og réttindi starfsfólks. Fleiri stéttarfélög og samtök launþega hafa síðan tekið undir gagnrýni Eflingar. Í dag sendu BSRB og BHM frá sér sameiginlega yfirlýsingu og síðar Samiðn, samband iðnfélaga, þar sem þau fordæmdu aðför að réttindum launafólks. Gult stéttarfélag „Virðing fellur undir skilgreiningu um „gult stéttarfélag“ en slík félög eru stofnuð af atvinnurekendum, stýrt af þeim og starfsmenn þvingaðir til að ganga í þau. Atvinnurekendur gera þannig kjarasamninga við sjálfa sig og ákveða kjör starfsfólks síns einhliða,“ segir í tilkynningu Samiðnar. Þar er svo lýst yfir fullum stuðningi við baráttu Eflingar.
Kjaramál Stéttarfélög Veitingastaðir Vinnumarkaður Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Tengdar fréttir Bauna á SVEIT og kjarasamninga sem standist ekki lög Í tilkynningu stéttarfélagsins Eflingar er því haldið fram að kjarasamningur sem stéttarfélagið Virðing hefur við SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, gangi gegn ákvæðum fjölda laga og skerði rétt launþega til muna. 7. desember 2024 13:13 Segjast ekkert tengjast meintu gervistéttarfélagi Efling hefur sakað atvinnurekendafélagið SVEIT um að reka „gervistéttarfélag“. Formaður Eflingar segir að ráðist sé að öllum mikilvægustu réttindum fólks á vinnumarkaði. SVEIT vísar ásökunum Eflingar á bug. 5. desember 2024 12:08 Vara við „gervistéttarfélagi“ og „svikamyllu“ Stéttarfélagið Efling hefur sent frá sér tilkynningu þar sem varað er við félaginu Virðingu, sem sagt er „gervistéttarfélag“. Félagið sé raunar svikamylla, rekin af atvinnurekendum í því skyni að skerða laun og réttindi starfsfólks. 5. desember 2024 08:57 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Bauna á SVEIT og kjarasamninga sem standist ekki lög Í tilkynningu stéttarfélagsins Eflingar er því haldið fram að kjarasamningur sem stéttarfélagið Virðing hefur við SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, gangi gegn ákvæðum fjölda laga og skerði rétt launþega til muna. 7. desember 2024 13:13
Segjast ekkert tengjast meintu gervistéttarfélagi Efling hefur sakað atvinnurekendafélagið SVEIT um að reka „gervistéttarfélag“. Formaður Eflingar segir að ráðist sé að öllum mikilvægustu réttindum fólks á vinnumarkaði. SVEIT vísar ásökunum Eflingar á bug. 5. desember 2024 12:08
Vara við „gervistéttarfélagi“ og „svikamyllu“ Stéttarfélagið Efling hefur sent frá sér tilkynningu þar sem varað er við félaginu Virðingu, sem sagt er „gervistéttarfélag“. Félagið sé raunar svikamylla, rekin af atvinnurekendum í því skyni að skerða laun og réttindi starfsfólks. 5. desember 2024 08:57