Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 10. desember 2024 15:01 Elon Musk og Donald Trump. Getty/Brandon Bell Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur varað þingmenn Repúblikanaflokksins við því að reyna að standa í vegi þeirra sem Donald Trump, verðandi forseti, tilnefnir í embætti. Annars muni hann beita auðæfum sínum og áhrifum gegn þeim. Musk stofnaði pólitíska aðgerðanefnd fyrir forsetakosningarnar í nóvember og varði um þrjátíu milljörðum króna í að hjálpa Trump að ná kjöri. Eftir kosningarnar hét Musk svo því að beita aðgerðanefnd sinni með umfangsmiklum hætti í forvali Repúblikanaflokksins fyrir næstu þingkosningar, sem haldnar verða eftir tvö ár. Síðar brást Musk við fréttum um að hann myndi mögulega styðja mótframbjóðendur gegn þingmönnum sem neita að styðja þá sem Trump tilnefnir til embætta og sagði auðjöfurinn þá að það væri eina leiðin til bregðast við slíku. AP fréttaveitan segir svo að Musk og auðjöfurinn Vivek Ramaswamy, sem eiga saman að leiða viðleitni Trumps til að draga úr regluverki og skera verulega niður í opinberum rekstri, hafi varað þingmenn sérstaklega við því að standa gegn þeirri vinnu. Marjorie Taylor Greene, umdeild þingkona Repúblikanaflokksins, sagði auðjöfrana hafa sagt frá því að þeir héldu út lista yfir „óþæga“ og „þæga“ þingmenn, hvernig þeir greiddu atkvæði og hvernig þeir vörðu almannafé. Erfitt að skera niður Musk og Ramaswamy eiga að leiða einskonar stofnun sem kallast Department of Government Efficiency, eða DOGE í höfuðið á grínrafmynd sem Musk hefur áhuga á, og veita ráðamönnum ráðleggingar um reglugerðir sem fella eigi úr gildi og hvernig spara eigi í rekstri ríkisins. Saman hafa þeir heitið umfangsmiklum niðurskurði og vilja segja upp fjölda opinbera starfsmanna í Bandaríkjunum. Hvernig þeir ætla að gera það liggur þó ekki fyrir enn. Þá heimsóttu þeir Musk og Ramaswamy þinghús Bandaríkjanna í síðustu viku, þar sem þeir ræddu við þingmenn Repúblikanaflokksins og munu þeir þá hafa varað þá við því að standa í vegi þeirra. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings heldur utan um fjárútlát ríkisins og óvíst er hversu mikinn áhuga þingmenn hafa á því að gefa það vald frá sér. Þá hefur ítrekað í gegnum árin reynst erfitt að skera niður þegar kemur að útgjöldum ríkisins og er þetta ekki í fyrsta sinn sem til stendur að reyna það. Þá fela opinber útgjöld oftar en ekki í sér myndun starfa í umdæmum þingmanna, sem þeim er oft illa við að skera niður af ótta við að kjósendur refsi þeim. Þurfa stuðning allra Þá er einnig útlit fyrir því að Musk og Ramaswamy muni þurfa stuðning allra þingmanna Repúblikanaflokksins til að skera niður en meirihluti Repúblikana í fulltrúadeildinni dróst saman í kosningunum. Útlit er fyrir að þingið muni skiptast 220-215 á milli flokka næstu tvö árin. Einhverjir sérfræðingar og innanbúðarmenn í Repúblikanaflokknum hafa áhyggjur af hótunum Musks. Einn þeirra sagði í samtali við AP að ef auðjöfurinn færi að grafa undan Repúblikönum væri það líklegt til að enda með því að Demókrati taki sæti þeirra tilteknu þingmanna. Betra væri að Musk færi á eftir þingmönnum Demókrataflokksins í kjördæmum þar sem Trump vann Joe Biden. Það væri líklegra til að reynast Repúblikanaflokknum vel. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Elon Musk Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Sjá meira
Musk stofnaði pólitíska aðgerðanefnd fyrir forsetakosningarnar í nóvember og varði um þrjátíu milljörðum króna í að hjálpa Trump að ná kjöri. Eftir kosningarnar hét Musk svo því að beita aðgerðanefnd sinni með umfangsmiklum hætti í forvali Repúblikanaflokksins fyrir næstu þingkosningar, sem haldnar verða eftir tvö ár. Síðar brást Musk við fréttum um að hann myndi mögulega styðja mótframbjóðendur gegn þingmönnum sem neita að styðja þá sem Trump tilnefnir til embætta og sagði auðjöfurinn þá að það væri eina leiðin til bregðast við slíku. AP fréttaveitan segir svo að Musk og auðjöfurinn Vivek Ramaswamy, sem eiga saman að leiða viðleitni Trumps til að draga úr regluverki og skera verulega niður í opinberum rekstri, hafi varað þingmenn sérstaklega við því að standa gegn þeirri vinnu. Marjorie Taylor Greene, umdeild þingkona Repúblikanaflokksins, sagði auðjöfrana hafa sagt frá því að þeir héldu út lista yfir „óþæga“ og „þæga“ þingmenn, hvernig þeir greiddu atkvæði og hvernig þeir vörðu almannafé. Erfitt að skera niður Musk og Ramaswamy eiga að leiða einskonar stofnun sem kallast Department of Government Efficiency, eða DOGE í höfuðið á grínrafmynd sem Musk hefur áhuga á, og veita ráðamönnum ráðleggingar um reglugerðir sem fella eigi úr gildi og hvernig spara eigi í rekstri ríkisins. Saman hafa þeir heitið umfangsmiklum niðurskurði og vilja segja upp fjölda opinbera starfsmanna í Bandaríkjunum. Hvernig þeir ætla að gera það liggur þó ekki fyrir enn. Þá heimsóttu þeir Musk og Ramaswamy þinghús Bandaríkjanna í síðustu viku, þar sem þeir ræddu við þingmenn Repúblikanaflokksins og munu þeir þá hafa varað þá við því að standa í vegi þeirra. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings heldur utan um fjárútlát ríkisins og óvíst er hversu mikinn áhuga þingmenn hafa á því að gefa það vald frá sér. Þá hefur ítrekað í gegnum árin reynst erfitt að skera niður þegar kemur að útgjöldum ríkisins og er þetta ekki í fyrsta sinn sem til stendur að reyna það. Þá fela opinber útgjöld oftar en ekki í sér myndun starfa í umdæmum þingmanna, sem þeim er oft illa við að skera niður af ótta við að kjósendur refsi þeim. Þurfa stuðning allra Þá er einnig útlit fyrir því að Musk og Ramaswamy muni þurfa stuðning allra þingmanna Repúblikanaflokksins til að skera niður en meirihluti Repúblikana í fulltrúadeildinni dróst saman í kosningunum. Útlit er fyrir að þingið muni skiptast 220-215 á milli flokka næstu tvö árin. Einhverjir sérfræðingar og innanbúðarmenn í Repúblikanaflokknum hafa áhyggjur af hótunum Musks. Einn þeirra sagði í samtali við AP að ef auðjöfurinn færi að grafa undan Repúblikönum væri það líklegt til að enda með því að Demókrati taki sæti þeirra tilteknu þingmanna. Betra væri að Musk færi á eftir þingmönnum Demókrataflokksins í kjördæmum þar sem Trump vann Joe Biden. Það væri líklegra til að reynast Repúblikanaflokknum vel.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Elon Musk Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Sjá meira