Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Jón Þór Stefánsson skrifar 10. desember 2024 18:45 Bruninn varð í sumarhúsi við Hvaleyrarvatn árið 2020. Myndin sýnir frá gróðureldum sem voru skammt frá vatninu ári seinna. Vísir/Vilhelm Ungur maður hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að kveikja í sumarhúsi í Hafnarfirði, skammt frá Hvaleyrarvatni í febrúar 2020. Hann þarf jafnframt að greiða tryggingarfélagi 15,6 milljónir króna vegna athæfisins. Manninum var gefið a sök að brjóta útiljós við sumarhúsið aðfaranótt þriðjudagsins 11. febrúar 2020, en þá var hann táningur. Því næst hafi hann farið inn um glugga sumarhússins, og þar hafi hann kveikt eld með þeim afleiðingum að húsið brann til grunna. Vísir fjallaði ítarlega um aðalmeðferð málsins. Þar mætti maðurinn fyrir dóm og sagði að hann sjálfur og annar ungur maður hafi verið á rúntinum skammt frá bústaðnum umrædda nótt. Hann sagðist hafa verið búinn að drekka nokkra bjóra og hann hefði klesst bílinn. Það hafi verið skítakuldi úti og piltarnir farið inn í bústaðinn, og þar hafið þar farið að brjóta og bramla. Inni í bústaðnum hafi maðurinn kveikt í pappír, sett inn í skáp og lokað. Hann tók fram að einungis hann hefði verið að kveikja í pappírnum. Gengu frá bústaðnum á meðan hann brann Síðan hafi piltarnir gengið á brott á meðan bústaðurinn brann til kaldra kola. Hann sagði að þeir hafi verið að ganga við Hvaleyrarvatn þegar honum var litið til baka og hann sá reyk leggja frá bústaðnum. „Ég var átján ára á þessum tíma. Ég þorði ekkert að hringja á lögregluna. Kannski hefði ég átt að gera það.“ Hann var handtekinn samdægurs og játaði sök. Fyrir dómi sagði hann að markmiðið hafi ekki verið að brenna bústaðinn til grunna. Ekki húsbrenna heldur eignaspjöll Í dómi héraðsdóms er fallist á lýsingu mannsins af atburðunum. Að því sögðu segir í dómnum að honum hafi átt að vera ljóst að það að setja logandi eldhúspappír inn í skáp í timburhúsi gæti leitt til þess að kvikna myndi í húsinu öllu. Þá þótti dómnum ásetningur mannsins liggja fyrir þar sem hann hefði farið af vettvangi og ekki gert neitt til að hindra að ekki myndi kvikna í. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Maðurinn var ákærður fyrir brot á fyrstu og annarri málsgrein 164 greinar almennra hegningarlaga, en þau varða húsbruna. Dómnum þótti skilyrði þeirrar lagagreinar ekki uppfyllt og sakfelldi manninn fyrir eignaspjöll, brot á fyrstu og annarri málsgrein 257 greinar sömu laga. Á síðustu árum hefur þessi ungi maður hlotið nokkra dóma fyrir ýmis brot. Honum var því dæmdur hegningarauki, en líkt og áður segir hlaut hann sex mánaða fangelsisdóm Refsing skal þó ekki vera lægri en 2 ára fangelsi, hafi sá, er verkið vann, séð fram á, að mönnum mundi vera af því bersýnilegur lífsháski búinn eða eldsvoðinn mundi hafa í för með sér augljósa hættu á yfirgripsmikilli eyðingu á eignum annarra manna. Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Sjá meira
Manninum var gefið a sök að brjóta útiljós við sumarhúsið aðfaranótt þriðjudagsins 11. febrúar 2020, en þá var hann táningur. Því næst hafi hann farið inn um glugga sumarhússins, og þar hafi hann kveikt eld með þeim afleiðingum að húsið brann til grunna. Vísir fjallaði ítarlega um aðalmeðferð málsins. Þar mætti maðurinn fyrir dóm og sagði að hann sjálfur og annar ungur maður hafi verið á rúntinum skammt frá bústaðnum umrædda nótt. Hann sagðist hafa verið búinn að drekka nokkra bjóra og hann hefði klesst bílinn. Það hafi verið skítakuldi úti og piltarnir farið inn í bústaðinn, og þar hafið þar farið að brjóta og bramla. Inni í bústaðnum hafi maðurinn kveikt í pappír, sett inn í skáp og lokað. Hann tók fram að einungis hann hefði verið að kveikja í pappírnum. Gengu frá bústaðnum á meðan hann brann Síðan hafi piltarnir gengið á brott á meðan bústaðurinn brann til kaldra kola. Hann sagði að þeir hafi verið að ganga við Hvaleyrarvatn þegar honum var litið til baka og hann sá reyk leggja frá bústaðnum. „Ég var átján ára á þessum tíma. Ég þorði ekkert að hringja á lögregluna. Kannski hefði ég átt að gera það.“ Hann var handtekinn samdægurs og játaði sök. Fyrir dómi sagði hann að markmiðið hafi ekki verið að brenna bústaðinn til grunna. Ekki húsbrenna heldur eignaspjöll Í dómi héraðsdóms er fallist á lýsingu mannsins af atburðunum. Að því sögðu segir í dómnum að honum hafi átt að vera ljóst að það að setja logandi eldhúspappír inn í skáp í timburhúsi gæti leitt til þess að kvikna myndi í húsinu öllu. Þá þótti dómnum ásetningur mannsins liggja fyrir þar sem hann hefði farið af vettvangi og ekki gert neitt til að hindra að ekki myndi kvikna í. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Maðurinn var ákærður fyrir brot á fyrstu og annarri málsgrein 164 greinar almennra hegningarlaga, en þau varða húsbruna. Dómnum þótti skilyrði þeirrar lagagreinar ekki uppfyllt og sakfelldi manninn fyrir eignaspjöll, brot á fyrstu og annarri málsgrein 257 greinar sömu laga. Á síðustu árum hefur þessi ungi maður hlotið nokkra dóma fyrir ýmis brot. Honum var því dæmdur hegningarauki, en líkt og áður segir hlaut hann sex mánaða fangelsisdóm Refsing skal þó ekki vera lægri en 2 ára fangelsi, hafi sá, er verkið vann, séð fram á, að mönnum mundi vera af því bersýnilegur lífsháski búinn eða eldsvoðinn mundi hafa í för með sér augljósa hættu á yfirgripsmikilli eyðingu á eignum annarra manna.
Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Sjá meira