Þar kom meðal annars fram að slæður eins og forseti Íslands Halla Tómasdóttir er oft með og hafa slegið aftur í gegn.
Tískufrömuðurinn Elísabet Gunnarsdóttir sýndi Völu til að mynda hvernig hún notar slæður á skemmtilegan hátt.
Karlmenn geta einnig gengið um með klúta eins og stjörnuljósmyndarinn Kári Sverris bendir á.
Óhefðbundnar jólagjafir virðast vera í tísku fyrir þessi jól. Gjafakort fyrir samveru sem margir geta nýtt sér. Sálfræðingurinn Edda Björg Sigurðardóttir og frumkvöðullinn Kristín Ýr Pétursdóttir fara vel yfir gjafir í þeim dúr.
Og þar sem nú rennur brátt upp tími mikilla jóla og aðventukræsinga þá eru skoðaðar leiðir til að minnka bólgur í andliti eftir salt og sykurát. Læknirinn Lára G. Sigurðardóttir sýnir hvernig við getum gert heimagerðan andlitsmaska sem frískar upp á húðina.
Að lokum fengu áhorfendur Stöðvar 2 að sjá nýjustu hártískuna með Róbert Michael O´Neill.