Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Árni Sæberg skrifar 11. desember 2024 10:23 Hæstiréttur Íslands. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni Samskipa um áfrýjunarleyfi í máli þeirra á hendur Samkeppniseftirlitinu. Landsréttur taldi Samskip ekki geta skotið sátt sem Eimskip gerði við eftirlitið til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Sáttin gerir það að verkum að Eimskip og Samskip mega ekki eiga viðskipti við sömu fyrirtæki í flutningsþjónustu. Í ákvörðun Hæstaréttar um áfrýjunarleyfið segir að Samskip hafi leitað leyfisins í október vegna dóms Landsréttar sem kveðinn var upp í september. Samkeppniseftilitið hafi lagst gegn beiðninni. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að Samskip hafi ekki haft hagsmuna að gæta í sátt sem Eimskip gerði við Samkeppniseftirliti í samráðsmáli fyrirtækjanna tveggja. Landsréttur sneri við niðurstöðu héraðsdóms sem hafði fallist á kröfur Samskipa um að reyna að fá sáttinni hnekkt. Samkeppniseftirlitið lagði í fyrra 4,2 milljarða króna sekt á Samskip fyrir alvarleg brot á samkeppnislögum með ólöglegu samráði við Eimskip á árunum 2008 til 2013. Sektin var sú hæsta sinnar tegundar. Eimskip gerði sátt við eftirlitið vegna sömu brota árið 2021 og samþykkti að greiða 1,5 milljarða króna sekt. Hafi ekki sýnt fram á lögvarða hagsmuni Í ákvörðun Hæstaréttar segir að Landsréttur hafi talið að aðili að samráðsmáli sem ekki hefði viðurkennt samkeppnisbrot sem til rannsóknar hefði verið, eins og ætti við um Samskip, gæti ekki talist aðili að sátt annars aðila sem viðurkennt hefði slíkt brot. Ætti það bæði við um þau skilyrði sem viðkomandi aðili hefði undirgengist með sáttinni og greiðslu sektar. Aðild að stjórnsýslumáli sem varðaði ólögmætt samráð sem væri lokið gagnvart einum aðila gæti ekki sjálfkrafa leitt til aðildar annars málsaðila að þeirri úrlausn, enda beindust þau málalok að þeim sem gengist hefði undir sáttina. Landsréttur hafi vísað til þess að við rannsókn Samkeppniseftirlitsins á ætluðum brotum Samskipa hefðu þau átt kost á að koma sínum sjónarmiðum að, meðal annars varðandi skuldbindingar Eimskips samkvæmt sátt við Samkeppniseftirlitið og áhrif sáttarinnar á hagsmuni Samskipa . Samskip hafi því ekki verið talin hafa sýnt fram á lögvarða hagsmuni af úrlausn um hvaða skuldbindingu Eimskip gekkst undir gagnvart Samkeppniseftilitinu með sátt þeirra á milli. Samskip hafi ekki verið talin njóta kæruaðildar fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála vegna þeirrar ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins sem fólst í gerð sáttarinnar og eftilitið hafi því verið sýknað af kröfum Samskipa. Fyrsta mál sinnar tegundar Í ákvörðuninni segir að Samskip telji að niðurstaða Landsréttar hafi verulegt fordæmisgildi og varði mikilsverða hagsmuni sína. Ekki hafi áður gerst að Samkeppniseftirlitið hafi sett bindandi fyrirmæli í sátt sem beinist að fyrirtæki sem stendur utan sáttar. Samskip telji að sáttin brjóti gegn rétti félagsins til að teljast saklaust uns sekt er sönnuð og atvinnufrelsis þess. Skilyrðin í sáttarákvæðinu sem ógildingarkrafan beinist að hafi í för með sér að Samskipum og Eimskip sé eftirleiðis óheimilt að nota sömu þjónustuaðila eða eiga í viðskiptum við sömu fyrirtæki í flutningsþjónustu nema Eimskip sýni fram á að slík viðskipti séu ekki samkeppnishamlandi. Þetta geti haft þær afleiðingar að þjónustufyrirtæki í flutningastarfsemi sem Samskip hafi átt í viðskiptum við kjósi frekar að eiga viðskipti við Eimskip en Samskip, enda ljóst að hagsmunir þeirra af viðskiptum við Eimskip séu mun meiri. Eimskip sé stærra fyrirtæki en leyfisbeiðandi og með einokunarstöðu á sumum mörkuðum. Keppinautar Eimskips eigi af þessum sökum mikla hagsmuni af því að geta átt viðskipti við fyrirtækið. Með sáttinni séu möguleikar Samskipa til að eiga viðskipti við Eimskip takmarkaðir og samkeppnisstaða þeirra þannig skert. Samskip hafi því sérstaklega mikilvæga hagsmuni af því að fá dómi Landsréttar hnekkt. Fordæmisgildi um réttaráhrif sátta Niðurstaða Hæstaréttar var sú að að virtum gögnum málsins yrði talið að dómur í því gæti haft fordæmisgildi, einkum um réttaráhrif stjórnvaldssáttar á sviði samkeppnisréttar á þriðja aðila og möguleika hans á að bera gildi ákvæða í slíkri sátt, sem kunna að varða hagsmuni hans, undir áfrýjunarnefnd samkeppnismála. Beiðni um áfrýjunarleyfi væri því samþykkt. Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Samkeppnismál Dómsmál Eimskip Mest lesið Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Sjá meira
Í ákvörðun Hæstaréttar um áfrýjunarleyfið segir að Samskip hafi leitað leyfisins í október vegna dóms Landsréttar sem kveðinn var upp í september. Samkeppniseftilitið hafi lagst gegn beiðninni. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að Samskip hafi ekki haft hagsmuna að gæta í sátt sem Eimskip gerði við Samkeppniseftirliti í samráðsmáli fyrirtækjanna tveggja. Landsréttur sneri við niðurstöðu héraðsdóms sem hafði fallist á kröfur Samskipa um að reyna að fá sáttinni hnekkt. Samkeppniseftirlitið lagði í fyrra 4,2 milljarða króna sekt á Samskip fyrir alvarleg brot á samkeppnislögum með ólöglegu samráði við Eimskip á árunum 2008 til 2013. Sektin var sú hæsta sinnar tegundar. Eimskip gerði sátt við eftirlitið vegna sömu brota árið 2021 og samþykkti að greiða 1,5 milljarða króna sekt. Hafi ekki sýnt fram á lögvarða hagsmuni Í ákvörðun Hæstaréttar segir að Landsréttur hafi talið að aðili að samráðsmáli sem ekki hefði viðurkennt samkeppnisbrot sem til rannsóknar hefði verið, eins og ætti við um Samskip, gæti ekki talist aðili að sátt annars aðila sem viðurkennt hefði slíkt brot. Ætti það bæði við um þau skilyrði sem viðkomandi aðili hefði undirgengist með sáttinni og greiðslu sektar. Aðild að stjórnsýslumáli sem varðaði ólögmætt samráð sem væri lokið gagnvart einum aðila gæti ekki sjálfkrafa leitt til aðildar annars málsaðila að þeirri úrlausn, enda beindust þau málalok að þeim sem gengist hefði undir sáttina. Landsréttur hafi vísað til þess að við rannsókn Samkeppniseftirlitsins á ætluðum brotum Samskipa hefðu þau átt kost á að koma sínum sjónarmiðum að, meðal annars varðandi skuldbindingar Eimskips samkvæmt sátt við Samkeppniseftirlitið og áhrif sáttarinnar á hagsmuni Samskipa . Samskip hafi því ekki verið talin hafa sýnt fram á lögvarða hagsmuni af úrlausn um hvaða skuldbindingu Eimskip gekkst undir gagnvart Samkeppniseftilitinu með sátt þeirra á milli. Samskip hafi ekki verið talin njóta kæruaðildar fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála vegna þeirrar ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins sem fólst í gerð sáttarinnar og eftilitið hafi því verið sýknað af kröfum Samskipa. Fyrsta mál sinnar tegundar Í ákvörðuninni segir að Samskip telji að niðurstaða Landsréttar hafi verulegt fordæmisgildi og varði mikilsverða hagsmuni sína. Ekki hafi áður gerst að Samkeppniseftirlitið hafi sett bindandi fyrirmæli í sátt sem beinist að fyrirtæki sem stendur utan sáttar. Samskip telji að sáttin brjóti gegn rétti félagsins til að teljast saklaust uns sekt er sönnuð og atvinnufrelsis þess. Skilyrðin í sáttarákvæðinu sem ógildingarkrafan beinist að hafi í för með sér að Samskipum og Eimskip sé eftirleiðis óheimilt að nota sömu þjónustuaðila eða eiga í viðskiptum við sömu fyrirtæki í flutningsþjónustu nema Eimskip sýni fram á að slík viðskipti séu ekki samkeppnishamlandi. Þetta geti haft þær afleiðingar að þjónustufyrirtæki í flutningastarfsemi sem Samskip hafi átt í viðskiptum við kjósi frekar að eiga viðskipti við Eimskip en Samskip, enda ljóst að hagsmunir þeirra af viðskiptum við Eimskip séu mun meiri. Eimskip sé stærra fyrirtæki en leyfisbeiðandi og með einokunarstöðu á sumum mörkuðum. Keppinautar Eimskips eigi af þessum sökum mikla hagsmuni af því að geta átt viðskipti við fyrirtækið. Með sáttinni séu möguleikar Samskipa til að eiga viðskipti við Eimskip takmarkaðir og samkeppnisstaða þeirra þannig skert. Samskip hafi því sérstaklega mikilvæga hagsmuni af því að fá dómi Landsréttar hnekkt. Fordæmisgildi um réttaráhrif sátta Niðurstaða Hæstaréttar var sú að að virtum gögnum málsins yrði talið að dómur í því gæti haft fordæmisgildi, einkum um réttaráhrif stjórnvaldssáttar á sviði samkeppnisréttar á þriðja aðila og möguleika hans á að bera gildi ákvæða í slíkri sátt, sem kunna að varða hagsmuni hans, undir áfrýjunarnefnd samkeppnismála. Beiðni um áfrýjunarleyfi væri því samþykkt.
Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Samkeppnismál Dómsmál Eimskip Mest lesið Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Sjá meira