Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Valur Páll Eiríksson skrifar 11. desember 2024 11:50 Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ Vísir/Anton Brink Þorvaldur Örlygsson segir leit KSÍ að nýjum landsliðsþjálfara karla í fótbolta miða vel. Enn hafi engir fundir átt sér stað með mögulegum arftaka Åge Hareide en óformleg samtöl hafi átt sér stað. Hann lofar ekki nýjum þjálfara fyrir jól. „Þetta gengur ljómandi fínt bara. Menn hafa unnið í okkar málum og skoðað stöðuna. Eins og gengur þá koma upp nöfn, menn sækja um. Það hafa þónokkrir sótt um og mörg áhugaverð nöfn komið upp,“ segir Þorvaldur í samtali við íþróttadeild. „Við höfum ákveðið það að gefa okkur tíma en viljum samt vinna þetta eins hratt og við getum. Við höfum sett okkur í samband við hina og þessa og reynt að ræða málin. Þetta gengur fínt, þetta er mjög áhugavert allavega,“ bætir hann við. Þó þessar viðræður og púlsmælingar hafi átt sér stað varðandi áhuga ákveðinna aðila hafa stjórnendur KSÍ enn ekki fundað með neinum aðilanna. Þorvaldur vill lítið gefa uppi um nöfn þeirra sem koma til greina. „Við erum ekki búnir að funda með neinum en höfum heyra í fullt af fólki og tekið púlsinn. Ég ætla ekkert að fara í hverja eða hvernig. Við höfum bara verið að skoða okkar mál,“ segir Þorvaldur. Gera megi ráð fyrir að einhverjir aðilanna sem sótt hafa um hjá KSÍ hafi einnig komið nafni sínu á framfæri við knattspyrnusambönd Færeyja og Finnlands. „Við erum heldur ekki eina sambandið, Finnland er líka að leita að landsliðsþjálfara og Færeyingar líka. Svo það eru miklar breytingar í Skandinavíu.“ Þorvaldur segir fjölda umsókna hafa borist á borð KSÍ en gefur lítið uppi um nákvæman fjölda. „Það hafa komið nokkuð margar umsóknir en ég ætla svo sem ekki að nefna neinar tölur um það, en það eru mörg áhugaverð nöfn. Við stefnum á að ræða við fleiri en einn aðila til að sjá hvaða möguleikar eru fyrir hendi og hvað hentar okkur,“ segir Þorvaldur. KSÍ sé hægt og rólega að sigta í gegnum nöfnin og stytta lista mögulegra þjálfara. Enginn tímarammi er kominn á hvenær fundarhöld með líklegum aðilum eigi sér stað. „Það er ekki kominn tímarammi á það. En við reynum að vinna þetta eins hratt og mögulegt er. Því fyrr því betra fyrir þann aðila að fara að einbeita sér að því verkefni sem sá aðili tekur við. Fyrsti leikur er strax í mars og á föstudaginn er dregið í undankeppni HM svo það er margt til að horfa fram á veginn. Þetta eru áhugaverðir tímar og aðilinn þarf að vel inn í starfið í dag,“ segir Þorvaldur. Verður KSÍ búið að ráða þjálfara fyrir jól? „Ég nú ekki að lofa neinni jólagjöf í því eins og er. Ég vildi óska þess að ég gæti sagt já. Það væri frábær jólagjöf,“ segir Þorvaldur að endingu. Landslið karla í fótbolta KSÍ Tengdar fréttir Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari og yfirmaður fótboltamála hjá KR, sagði sína á skoðun á landsliðsþjálfaraleit KSÍ þegar hann var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu í gær. 1. desember 2024 10:03 Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, vill sjá Íslending taka við A-landsliði karla eftir að Åge Hareide að stíga frá borði. 25. nóvember 2024 23:31 Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjá meira
„Þetta gengur ljómandi fínt bara. Menn hafa unnið í okkar málum og skoðað stöðuna. Eins og gengur þá koma upp nöfn, menn sækja um. Það hafa þónokkrir sótt um og mörg áhugaverð nöfn komið upp,“ segir Þorvaldur í samtali við íþróttadeild. „Við höfum ákveðið það að gefa okkur tíma en viljum samt vinna þetta eins hratt og við getum. Við höfum sett okkur í samband við hina og þessa og reynt að ræða málin. Þetta gengur fínt, þetta er mjög áhugavert allavega,“ bætir hann við. Þó þessar viðræður og púlsmælingar hafi átt sér stað varðandi áhuga ákveðinna aðila hafa stjórnendur KSÍ enn ekki fundað með neinum aðilanna. Þorvaldur vill lítið gefa uppi um nöfn þeirra sem koma til greina. „Við erum ekki búnir að funda með neinum en höfum heyra í fullt af fólki og tekið púlsinn. Ég ætla ekkert að fara í hverja eða hvernig. Við höfum bara verið að skoða okkar mál,“ segir Þorvaldur. Gera megi ráð fyrir að einhverjir aðilanna sem sótt hafa um hjá KSÍ hafi einnig komið nafni sínu á framfæri við knattspyrnusambönd Færeyja og Finnlands. „Við erum heldur ekki eina sambandið, Finnland er líka að leita að landsliðsþjálfara og Færeyingar líka. Svo það eru miklar breytingar í Skandinavíu.“ Þorvaldur segir fjölda umsókna hafa borist á borð KSÍ en gefur lítið uppi um nákvæman fjölda. „Það hafa komið nokkuð margar umsóknir en ég ætla svo sem ekki að nefna neinar tölur um það, en það eru mörg áhugaverð nöfn. Við stefnum á að ræða við fleiri en einn aðila til að sjá hvaða möguleikar eru fyrir hendi og hvað hentar okkur,“ segir Þorvaldur. KSÍ sé hægt og rólega að sigta í gegnum nöfnin og stytta lista mögulegra þjálfara. Enginn tímarammi er kominn á hvenær fundarhöld með líklegum aðilum eigi sér stað. „Það er ekki kominn tímarammi á það. En við reynum að vinna þetta eins hratt og mögulegt er. Því fyrr því betra fyrir þann aðila að fara að einbeita sér að því verkefni sem sá aðili tekur við. Fyrsti leikur er strax í mars og á föstudaginn er dregið í undankeppni HM svo það er margt til að horfa fram á veginn. Þetta eru áhugaverðir tímar og aðilinn þarf að vel inn í starfið í dag,“ segir Þorvaldur. Verður KSÍ búið að ráða þjálfara fyrir jól? „Ég nú ekki að lofa neinni jólagjöf í því eins og er. Ég vildi óska þess að ég gæti sagt já. Það væri frábær jólagjöf,“ segir Þorvaldur að endingu.
Landslið karla í fótbolta KSÍ Tengdar fréttir Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari og yfirmaður fótboltamála hjá KR, sagði sína á skoðun á landsliðsþjálfaraleit KSÍ þegar hann var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu í gær. 1. desember 2024 10:03 Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, vill sjá Íslending taka við A-landsliði karla eftir að Åge Hareide að stíga frá borði. 25. nóvember 2024 23:31 Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjá meira
Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari og yfirmaður fótboltamála hjá KR, sagði sína á skoðun á landsliðsþjálfaraleit KSÍ þegar hann var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu í gær. 1. desember 2024 10:03
Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, vill sjá Íslending taka við A-landsliði karla eftir að Åge Hareide að stíga frá borði. 25. nóvember 2024 23:31