Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. desember 2024 12:01 Ikea er stærsti einstaki eigandi skóglendis í Rúmeníu en sérfræðingar sem rætt er við í nýrri heimildarmynd DR segja fyrirtækið stunda ósjálfbæra nýtingu skóga í landinu. Getty/Matthias Balk Á hverri sekúndu er fellt tré í þeim tilgangi gera timbrið að ódýru Ikea-húsgagni. Fyrirtækið heldur því fram að húsgangaframleiðsla þess sé með öllu sjálfbær. „En er það svo?“ spyrja þáttargerðamenn Danska ríkisútvarpsins, DR, í nýrri heimildarmynd þar sem skógar í eigu Ikea í Rúmeníu eru heimsóttir. Svæðið hefur að geyma einhverja elstu skóga á meginlandi Evrópu sem óháðir sérfræðingar, að sögn framleiðanda þáttarins, segja að Ikea gangi of nærri. „Slökkvið á myndavélunum,“ heyrist óþekktur maður segja við tökumenn DR við upphaf heimildarmyndarinnar við skóg í eigu Ikea í Rúmeníu. Ikea er stærsti einkaeigandi skóglendis í Rúmeníu en landið hefur að geyma einhverja elstu skóga sem eftir eru í Evrópu. Heimildarmyndin ber nafnið „Ikea elskar tré“ með vísan til slagorðs úr auglýsingum fyrirtækisins. Í sömu andrá í auglýsingum er talað um sjálfbærni, ábyrga nýtingu skóga, og áhersla lögð á sem minnst umhverfisáhrif af starfseminni. Sænski húsgagnarisinn notar óhemju mikið magn af timbri í framleiðslu sinni. Myndin er úr safni.Getty/Sebastian Kahnert Þetta segja sérfræðingar sem rætt er við í heimildarmyndinni hins vegar ekki standast skoðun. Fram kemur í umfjöllun DR að Ikea hafi löngum markaðsett sig og sínar vörur sem sjálfbærar og framleiddar á grunni ábyrgrar skógarnýtingar, en sérfræðingar sem rætt er við saka fyrirtækið hins vegar um grænþvott. „Ef Ikea getur ekki sýnt fram á með gögnum að þetta sé sjálfbært, og það er nokkuð sem þeir virðast ekki geta, þá er það ólöglegt. Þá er það grænþvottur,“ segir Heidi Heidi Højmark Helveg, sem er lögfræðingur sem sérhæfir sig í markaðsrétti. Í svipaðan streng taka aðrir sérfræðingar sem voru til viðtals í heimildarmyndinni. Í Rúmeníu er að finna einhverja elstu skóga sem eftir eru í Evrópu.Getty/Giulio Andreini „Þetta er á engan hátt í líkingu við það sem við köllum sjálfbæra nýtingu skóga. Þetta er í hefðbundnum skilningi, þar sem öll tré eru felld án þess að skilja neitt eftir á svæðinu. Þetta er ekki nokkuð sem er almennt viðurkennt innan vottaðrar skógræktar,” segir Jacob Heilmann-Clausen um starfsemi Ikea í Rúmeníu, en hann er lektor í líffærðilegum fjölbreytileika við Kaupmannahafnarháskóla. Vísa gagnrýni á bug Í svari IKEA til DR segist fyrirtækið ósammála gagnrýni sérfræðinga um að markaðsefni og auglýsingar fyrirtækisins séu villandi. „Markaðsefnið okkar endurspeglar bæði sjálfbærnimarkmið okkar og ráðstafanir sem við gerum til að stunda ábyrga framleiðslu,“ segir í svari fyrirtækisins. Þá undirstrikar fyrirtækið að viðskiptavinir geti treyst því að sjálfbærni sé ekki aðeins metnaðarfullt markmið, heldur óaðskiljanlegur þáttur í rekstri fyrirtækisins. „Hjá Ikea eru strangar kröfur og eftirlitskerfi til að tryggja ábyrg innkaup á timbri. Ef við uppgötvum eitthvað misjafnt í virðiskeðjunni þá er málið rannsakað strax og við bregðumst við í samræmi við það. Timbur flutt með lest í Maramures í Rúmeníu. Myndin er úr safni. Getty Umhverfismál IKEA Rúmenía Danmörk Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira
„Slökkvið á myndavélunum,“ heyrist óþekktur maður segja við tökumenn DR við upphaf heimildarmyndarinnar við skóg í eigu Ikea í Rúmeníu. Ikea er stærsti einkaeigandi skóglendis í Rúmeníu en landið hefur að geyma einhverja elstu skóga sem eftir eru í Evrópu. Heimildarmyndin ber nafnið „Ikea elskar tré“ með vísan til slagorðs úr auglýsingum fyrirtækisins. Í sömu andrá í auglýsingum er talað um sjálfbærni, ábyrga nýtingu skóga, og áhersla lögð á sem minnst umhverfisáhrif af starfseminni. Sænski húsgagnarisinn notar óhemju mikið magn af timbri í framleiðslu sinni. Myndin er úr safni.Getty/Sebastian Kahnert Þetta segja sérfræðingar sem rætt er við í heimildarmyndinni hins vegar ekki standast skoðun. Fram kemur í umfjöllun DR að Ikea hafi löngum markaðsett sig og sínar vörur sem sjálfbærar og framleiddar á grunni ábyrgrar skógarnýtingar, en sérfræðingar sem rætt er við saka fyrirtækið hins vegar um grænþvott. „Ef Ikea getur ekki sýnt fram á með gögnum að þetta sé sjálfbært, og það er nokkuð sem þeir virðast ekki geta, þá er það ólöglegt. Þá er það grænþvottur,“ segir Heidi Heidi Højmark Helveg, sem er lögfræðingur sem sérhæfir sig í markaðsrétti. Í svipaðan streng taka aðrir sérfræðingar sem voru til viðtals í heimildarmyndinni. Í Rúmeníu er að finna einhverja elstu skóga sem eftir eru í Evrópu.Getty/Giulio Andreini „Þetta er á engan hátt í líkingu við það sem við köllum sjálfbæra nýtingu skóga. Þetta er í hefðbundnum skilningi, þar sem öll tré eru felld án þess að skilja neitt eftir á svæðinu. Þetta er ekki nokkuð sem er almennt viðurkennt innan vottaðrar skógræktar,” segir Jacob Heilmann-Clausen um starfsemi Ikea í Rúmeníu, en hann er lektor í líffærðilegum fjölbreytileika við Kaupmannahafnarháskóla. Vísa gagnrýni á bug Í svari IKEA til DR segist fyrirtækið ósammála gagnrýni sérfræðinga um að markaðsefni og auglýsingar fyrirtækisins séu villandi. „Markaðsefnið okkar endurspeglar bæði sjálfbærnimarkmið okkar og ráðstafanir sem við gerum til að stunda ábyrga framleiðslu,“ segir í svari fyrirtækisins. Þá undirstrikar fyrirtækið að viðskiptavinir geti treyst því að sjálfbærni sé ekki aðeins metnaðarfullt markmið, heldur óaðskiljanlegur þáttur í rekstri fyrirtækisins. „Hjá Ikea eru strangar kröfur og eftirlitskerfi til að tryggja ábyrg innkaup á timbri. Ef við uppgötvum eitthvað misjafnt í virðiskeðjunni þá er málið rannsakað strax og við bregðumst við í samræmi við það. Timbur flutt með lest í Maramures í Rúmeníu. Myndin er úr safni. Getty
Umhverfismál IKEA Rúmenía Danmörk Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira