Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Kjartan Kjartansson skrifar 12. desember 2024 09:19 Álverið í Straumsvík. Óttarrstaðir eru vestan við Straumsvík. Vísir/Egill Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði kröfu eigenda jarðar í nágrenni álversins í Straumsvík um að breytingar á starfsleyfi þess yrðu felldar úr gildi. Starfsleyfið heimilaði álverinu að auka framleiðslu sína um allt að átján þúsund tonn. Hluti eigenda jaðarinnar Óttarsstaða, vestanmegin við Straumsvík, kærði ákvörðun Umhverfisstofnunar frá því í ágúst um breytingar á starfsleyfi Rio Tinto á Íslandi til aukningar á framleiðsluheimild álversins úr 212.000 tonnum af áli í 230.000 tonn á ári. Kærendurnir töldu ákvörðunina ólögmæta og kröfðust þess að hún yrði felld úr gildi. Byggðu þeir á því að ekki væri um efnislega sömu framkvæmdir að ræða og fjallað hefði verið um í umhverfismati fyrir álverið frá árinu 2002. Endurskoða hefði átt starfsleyfið í heild í stað þess að fara með umsóknina sem minniháttar breytingar á því. Þá hefðu stjórnsýslulög verið brotin þar sem þeir hefðu ekki fengið stöðu aðila máls við meðferð þess og þeim því ekki gefist kostur á að neyta andmælaréttar. Úrskurðarnefndin hafnaði kröfunni með úrskurði sem féll í vikunni. Hafnað í íbúakosningu 2007 Umhverfismatið sem landeigendurnir vísuðu til var gert samþykkt af Skipulagsstofnun árið 2002 í tengslum við fyrirhugaða stækkun álversins upp í allt að 460 þúsund tonna framleiðslu á ári. Umhverfisstofnun gaf út starfsleyfi á þeim grunni árið 2005. Ekkert varð af stækkuninni þar sem henni var hafnað í íbúakosningu í Hafnarfirði árið 2007. Álverið fékk nýtt starfsleyfi sem gerði enn ráð fyrir framleiðslu á allt að 460 þúsund tonnum af áli árið 2021. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi síðar hluta starfsleyfisins sem laut að framleiðsluheimildum umfram 212 þúsund tonn af áli úr gildi vegna þess að umhverfismat hefði ekki verið endurskoðað. Rio Tinto sótti um breytingu á starfsleyfinu þannig að heimiluð hámarksframleiðsla yrði aukin upp í 230 þúsund tonn síðasta sumar. Skipulagsstofnun taldi umhverfismatið frá 2002 nægilegan grundvöll til að leyfa framleiðsluaukninguna. Tillaga að starfsleyfinu var auglýst í ágúst og kærðu landeigendurnir í kjölfarið. Umhverfisstofnun hafnaði því að það væri ólögmætt að láta ekki endurskoða eða láta gera nýtt framkvæmdaleyfi fyrir breytingar á starfsleyfi álversins.Vísir/Vilhelm Átti að reisa tvo nýja kerskála Helstu rök kærendanna nú eru að fyrirhuguð framleiðsluaukning virðist ekki fela í sér sömu framkvæmdir og gert var ráð fyrir í umhverfismatinu frá því fyrir 22 árum. Í fyrsta áfanga þeirra hafi átt að reisa tvo nýja fimm hundruð metra langa kerskála og staðsetja á milli þeirra nýjar þurrhreinsistöðvar. Rætt hefði verið um stökkun spennistöðvar í þeim áfanga. Síðari áfangi hafi verið háður byggingu nýju kerskálanna. Í honum hefði verið rætt um að geymsla við höfnina yrði stækkuð og nýir súrálsgeymar reistir. Ekki hafi verið fjallað um áform um að hækka straum í núverandi kerskálum til þess að auka framleiðslu í umhverfismatinu og ekki heldur um fjárfestingu í súrflutningskerfi í kerskála 1 til þess að auka afköst. Framkvæmdir þegar farnar af stað Umhverfisstofnun sagði í málsrökum sínum að leyfið sem hún veitti hafi mælt fyrir um helmingi minna framleiðslumagni en gert var ráð fyrir í leyfinu frá 2021. Í umsókn Rio Tinto kæmi fram að hægt væri að framleiða 230.000 tonn innan núverandi bygginga og búnaðar álversins. Úrskurðarnefndin taldi ennfremur ljóst að framkvæmdir, sem var lýst í umhverfismatsskýrslu, hefðu átt sér stað við álverið þótt þær væru mun umfangsminni en ráðgert var. Forsenda heimildar fyrir endurskoðun umhverfismatsskýrslunnar var að framkvæmdir væru ekki hafnar innan tíu ára. Framleiðsluaukningin fæli fyrst og fremst í sér tæknibreytingar og aukna orku- og hráefnisnotknu en ekki fjölgun kerja eða stækkun kerskála. Aukin losun vegna þess væri langt innan þeirra áforma sem var lýst í umhverfismatinu. Þá fór nefndin yfir efnislegar breytingar sem voru gerðar á starfsleyfinu um lífríki og flokkun vatns í vatnshlot til þess að það samræmdist vatnaáætlun sem var gefin út eftir að starfsleyfið var gefið út árið 2021. Niðurstaða rannsókna og mælinga benti til þess að álverið hefði lítil áhrif á lífríki eða efnasamsetningu í vatnshlotum næst því. Þá hefði starfsemin lítil áhrif á magnstöðu grunnvatns við Straumsvík. Ekkert gæfi til kynna að hætta væri á að umhverfismarkmiðum fyrir vatnshlot yrði ekki náð. Hafnaði úrskurðarnefndin því kröfu landeigendanna. Áliðnaður Umhverfismál Stjórnsýsla Stóriðja Hafnarfjörður Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Sjá meira
Hluti eigenda jaðarinnar Óttarsstaða, vestanmegin við Straumsvík, kærði ákvörðun Umhverfisstofnunar frá því í ágúst um breytingar á starfsleyfi Rio Tinto á Íslandi til aukningar á framleiðsluheimild álversins úr 212.000 tonnum af áli í 230.000 tonn á ári. Kærendurnir töldu ákvörðunina ólögmæta og kröfðust þess að hún yrði felld úr gildi. Byggðu þeir á því að ekki væri um efnislega sömu framkvæmdir að ræða og fjallað hefði verið um í umhverfismati fyrir álverið frá árinu 2002. Endurskoða hefði átt starfsleyfið í heild í stað þess að fara með umsóknina sem minniháttar breytingar á því. Þá hefðu stjórnsýslulög verið brotin þar sem þeir hefðu ekki fengið stöðu aðila máls við meðferð þess og þeim því ekki gefist kostur á að neyta andmælaréttar. Úrskurðarnefndin hafnaði kröfunni með úrskurði sem féll í vikunni. Hafnað í íbúakosningu 2007 Umhverfismatið sem landeigendurnir vísuðu til var gert samþykkt af Skipulagsstofnun árið 2002 í tengslum við fyrirhugaða stækkun álversins upp í allt að 460 þúsund tonna framleiðslu á ári. Umhverfisstofnun gaf út starfsleyfi á þeim grunni árið 2005. Ekkert varð af stækkuninni þar sem henni var hafnað í íbúakosningu í Hafnarfirði árið 2007. Álverið fékk nýtt starfsleyfi sem gerði enn ráð fyrir framleiðslu á allt að 460 þúsund tonnum af áli árið 2021. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi síðar hluta starfsleyfisins sem laut að framleiðsluheimildum umfram 212 þúsund tonn af áli úr gildi vegna þess að umhverfismat hefði ekki verið endurskoðað. Rio Tinto sótti um breytingu á starfsleyfinu þannig að heimiluð hámarksframleiðsla yrði aukin upp í 230 þúsund tonn síðasta sumar. Skipulagsstofnun taldi umhverfismatið frá 2002 nægilegan grundvöll til að leyfa framleiðsluaukninguna. Tillaga að starfsleyfinu var auglýst í ágúst og kærðu landeigendurnir í kjölfarið. Umhverfisstofnun hafnaði því að það væri ólögmætt að láta ekki endurskoða eða láta gera nýtt framkvæmdaleyfi fyrir breytingar á starfsleyfi álversins.Vísir/Vilhelm Átti að reisa tvo nýja kerskála Helstu rök kærendanna nú eru að fyrirhuguð framleiðsluaukning virðist ekki fela í sér sömu framkvæmdir og gert var ráð fyrir í umhverfismatinu frá því fyrir 22 árum. Í fyrsta áfanga þeirra hafi átt að reisa tvo nýja fimm hundruð metra langa kerskála og staðsetja á milli þeirra nýjar þurrhreinsistöðvar. Rætt hefði verið um stökkun spennistöðvar í þeim áfanga. Síðari áfangi hafi verið háður byggingu nýju kerskálanna. Í honum hefði verið rætt um að geymsla við höfnina yrði stækkuð og nýir súrálsgeymar reistir. Ekki hafi verið fjallað um áform um að hækka straum í núverandi kerskálum til þess að auka framleiðslu í umhverfismatinu og ekki heldur um fjárfestingu í súrflutningskerfi í kerskála 1 til þess að auka afköst. Framkvæmdir þegar farnar af stað Umhverfisstofnun sagði í málsrökum sínum að leyfið sem hún veitti hafi mælt fyrir um helmingi minna framleiðslumagni en gert var ráð fyrir í leyfinu frá 2021. Í umsókn Rio Tinto kæmi fram að hægt væri að framleiða 230.000 tonn innan núverandi bygginga og búnaðar álversins. Úrskurðarnefndin taldi ennfremur ljóst að framkvæmdir, sem var lýst í umhverfismatsskýrslu, hefðu átt sér stað við álverið þótt þær væru mun umfangsminni en ráðgert var. Forsenda heimildar fyrir endurskoðun umhverfismatsskýrslunnar var að framkvæmdir væru ekki hafnar innan tíu ára. Framleiðsluaukningin fæli fyrst og fremst í sér tæknibreytingar og aukna orku- og hráefnisnotknu en ekki fjölgun kerja eða stækkun kerskála. Aukin losun vegna þess væri langt innan þeirra áforma sem var lýst í umhverfismatinu. Þá fór nefndin yfir efnislegar breytingar sem voru gerðar á starfsleyfinu um lífríki og flokkun vatns í vatnshlot til þess að það samræmdist vatnaáætlun sem var gefin út eftir að starfsleyfið var gefið út árið 2021. Niðurstaða rannsókna og mælinga benti til þess að álverið hefði lítil áhrif á lífríki eða efnasamsetningu í vatnshlotum næst því. Þá hefði starfsemin lítil áhrif á magnstöðu grunnvatns við Straumsvík. Ekkert gæfi til kynna að hætta væri á að umhverfismarkmiðum fyrir vatnshlot yrði ekki náð. Hafnaði úrskurðarnefndin því kröfu landeigendanna.
Áliðnaður Umhverfismál Stjórnsýsla Stóriðja Hafnarfjörður Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent