Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. desember 2024 00:04 Mescal hefur um tíð verið bendlaður við hlutverk McCartney, en nú virðist nokkuð ljóst að hann fari með hlutverk í myndunum. EPA Margt bendir til þess að írski leikarinn Paul Mescal komi til með að leika söngvarann Paul McCartney í kvikmyndaröð Sam Mendes um Bítlana. Stefnt er að því að búa til eina kvikmynd um hvern Bítil fyrir sig. Mescal hefur um hríð verið bendlaður við hlutverk nafna síns en hann hefur vakið mikla athygli síðustu misseri fyrir hlutverk sitt í Gladiator II. Stefnt er að því að ein bíómynd verði gerð um hvern og einn Bítil í kvikmyndaröð Mendes. Nýlega greindi Ringo Starr trommuleikari Bítlanna að írski leikarinn Barry Keoghan muni leika hann í myndinni um sig. Í umfjöllun Hollywood Reporter segir að Ridley Scott, leikstjóri Gladiator II, hafi misst það út úr sér á pallborði með leikstjóranum Cristopher Nolan að hann gæti ekki unnið með Mescal í bráð „þökk sé Bítlunum“. Hann hafi ætlað að fá Mescal til að leika í sínu næsta verkefni, en hann gæti þurft að falla frá þeim áætlunum vegna þess að hann sé á leið í annað verkefni, sem tengist Bítlunum. Menningartímaritið Variety hefur eftir tveimur heimildum sem standa nærri framleiðslu myndanna að Mescal muni fara með hlutverk í myndunum, þó enn hafi ekki verið undirritaður samningur. Mescal sagði í viðtali við Entertainment Tonight að það yrði algjör draumur að fá að leika McCartney. Aðspurður hvort hann myndi fara með hlutverkið sagði hann: „Nei, nei, nei, ég ætla ekki að svara því.“ Tónlist Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Mescal hefur um hríð verið bendlaður við hlutverk nafna síns en hann hefur vakið mikla athygli síðustu misseri fyrir hlutverk sitt í Gladiator II. Stefnt er að því að ein bíómynd verði gerð um hvern og einn Bítil í kvikmyndaröð Mendes. Nýlega greindi Ringo Starr trommuleikari Bítlanna að írski leikarinn Barry Keoghan muni leika hann í myndinni um sig. Í umfjöllun Hollywood Reporter segir að Ridley Scott, leikstjóri Gladiator II, hafi misst það út úr sér á pallborði með leikstjóranum Cristopher Nolan að hann gæti ekki unnið með Mescal í bráð „þökk sé Bítlunum“. Hann hafi ætlað að fá Mescal til að leika í sínu næsta verkefni, en hann gæti þurft að falla frá þeim áætlunum vegna þess að hann sé á leið í annað verkefni, sem tengist Bítlunum. Menningartímaritið Variety hefur eftir tveimur heimildum sem standa nærri framleiðslu myndanna að Mescal muni fara með hlutverk í myndunum, þó enn hafi ekki verið undirritaður samningur. Mescal sagði í viðtali við Entertainment Tonight að það yrði algjör draumur að fá að leika McCartney. Aðspurður hvort hann myndi fara með hlutverkið sagði hann: „Nei, nei, nei, ég ætla ekki að svara því.“
Tónlist Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira