Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. desember 2024 10:00 Strákarnir hans Rubens Amorim hafa tapað tveimur leikjum í röð. getty/Clive Brunskill Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að brotthvarf Dans Ashworth frá félaginu sé ekki ákjósanlegt. Ashworth var látinn fara sem íþróttastjóri United eftir tapið fyrir Nottingham Forest, 2-3, í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. United lagði mikið á sig til að tryggja sér starfskrafta Ashworths en félagið greiddi Newcastle United væna summu fyrir hann. En eftir aðeins fimm mánuði í starfi ákvað Sir Jim Ratcliffe, sem á rúman fjórðung í United, að reka Ashworth. Amorim var spurður út í brotthvarf hans á blaðamannafundi í gær. „Það fyrsta sem ég vil segja er að frá fyrsta degi hef ég fengið frábæran stuðning frá eigendunum. Dan var hluti af því og ég fann fyrir miklum stuðningi frá honum,“ sagði Amorim. „En þetta er fótbolti og stundum gerist svona lagað. Þetta gerist með leikmenn og þjálfara. Ég veit að þetta er ekki besta staðan en það mikilvægasta er að við höldum áfram. Leiðin er greið fyrir alla og ég held að þetta geti gerst í fótbolta.“ Amorim var einnig spurður hvort staðan hjá United væri óstöðugari en þegar hann kom til félagsins fyrir mánuði. „Ég held ekki. Allt frá fyrsta degi hef ég fundið fyrir stuðningi frá öllum svo fjarvera eins manns breytir engu. En auðvitað er þetta slæmt því við erum að tala um manneskju og fagmann sem styður okkur sem lið. Það mikilvægasta er að sýnin sé skýr og það breytist ekki með brotthvarfi eins manns,“ sagði Amorim. United mætir Viktoria Plzen á útivelli í Evrópudeildinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 17:45 og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Enski boltinn Tengdar fréttir Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Sir Jim Ratcliffe heldur áfram að skera niður hjá Manchester United og nú hefur hann ákveðið að gefa starfsfólki félagsins ódýrari jólagjöf en áður hefur tíðkast. 11. desember 2024 15:30 Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Rio Ferdinand var eins og fleiri mjög hissa á ákvörðuninni hjá eigendum Manchester United að reka yfirmann fótboltamála eftir aðeins nokkra mánaða í starfi. 11. desember 2024 07:30 Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Arsenal hefur bætt Dan Ashworth á lista yfir þá sem mögulega gætu tekið starfi yfirmanns íþróttamála hjá félaginu, eftir að hann yfirgaf skyndilega Manchester United. 10. desember 2024 15:00 Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Svo virðist sem Sir Jim Ratcliffe hafi látið reka Dan Ashworth úr starfi íþróttastjóra Manchester United. 8. desember 2024 12:02 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Sjá meira
Ashworth var látinn fara sem íþróttastjóri United eftir tapið fyrir Nottingham Forest, 2-3, í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. United lagði mikið á sig til að tryggja sér starfskrafta Ashworths en félagið greiddi Newcastle United væna summu fyrir hann. En eftir aðeins fimm mánuði í starfi ákvað Sir Jim Ratcliffe, sem á rúman fjórðung í United, að reka Ashworth. Amorim var spurður út í brotthvarf hans á blaðamannafundi í gær. „Það fyrsta sem ég vil segja er að frá fyrsta degi hef ég fengið frábæran stuðning frá eigendunum. Dan var hluti af því og ég fann fyrir miklum stuðningi frá honum,“ sagði Amorim. „En þetta er fótbolti og stundum gerist svona lagað. Þetta gerist með leikmenn og þjálfara. Ég veit að þetta er ekki besta staðan en það mikilvægasta er að við höldum áfram. Leiðin er greið fyrir alla og ég held að þetta geti gerst í fótbolta.“ Amorim var einnig spurður hvort staðan hjá United væri óstöðugari en þegar hann kom til félagsins fyrir mánuði. „Ég held ekki. Allt frá fyrsta degi hef ég fundið fyrir stuðningi frá öllum svo fjarvera eins manns breytir engu. En auðvitað er þetta slæmt því við erum að tala um manneskju og fagmann sem styður okkur sem lið. Það mikilvægasta er að sýnin sé skýr og það breytist ekki með brotthvarfi eins manns,“ sagði Amorim. United mætir Viktoria Plzen á útivelli í Evrópudeildinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 17:45 og verður sýndur beint á Vodafone Sport.
Enski boltinn Tengdar fréttir Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Sir Jim Ratcliffe heldur áfram að skera niður hjá Manchester United og nú hefur hann ákveðið að gefa starfsfólki félagsins ódýrari jólagjöf en áður hefur tíðkast. 11. desember 2024 15:30 Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Rio Ferdinand var eins og fleiri mjög hissa á ákvörðuninni hjá eigendum Manchester United að reka yfirmann fótboltamála eftir aðeins nokkra mánaða í starfi. 11. desember 2024 07:30 Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Arsenal hefur bætt Dan Ashworth á lista yfir þá sem mögulega gætu tekið starfi yfirmanns íþróttamála hjá félaginu, eftir að hann yfirgaf skyndilega Manchester United. 10. desember 2024 15:00 Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Svo virðist sem Sir Jim Ratcliffe hafi látið reka Dan Ashworth úr starfi íþróttastjóra Manchester United. 8. desember 2024 12:02 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Sjá meira
Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Sir Jim Ratcliffe heldur áfram að skera niður hjá Manchester United og nú hefur hann ákveðið að gefa starfsfólki félagsins ódýrari jólagjöf en áður hefur tíðkast. 11. desember 2024 15:30
Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Rio Ferdinand var eins og fleiri mjög hissa á ákvörðuninni hjá eigendum Manchester United að reka yfirmann fótboltamála eftir aðeins nokkra mánaða í starfi. 11. desember 2024 07:30
Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Arsenal hefur bætt Dan Ashworth á lista yfir þá sem mögulega gætu tekið starfi yfirmanns íþróttamála hjá félaginu, eftir að hann yfirgaf skyndilega Manchester United. 10. desember 2024 15:00
Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Svo virðist sem Sir Jim Ratcliffe hafi látið reka Dan Ashworth úr starfi íþróttastjóra Manchester United. 8. desember 2024 12:02