Tveir aðrir Bónus deildarslagir verða í átta liða úrslitum VÍS-bikars karla. KR mætir Njarðvík og grannliðin Álftanes og Stjarnan eigast við. Þá mætir Sindri, sem er í 2. sæti 1. deildar, Íslandsmeisturum Vals.
Kvennamegin eru þrír Bónus deildarslagir og þá mætir Ármann, topplið 1. deildar, Hamri/Þór. Ármann sló Bónus deildarlið Aþenu út í sextán liða úrslitunum.
Njarðvík og Tindastóll drógust saman, Grindavík og Stjarnan og Þór Ak. fær Hauka í heimsókn. Þórsarar hafa unnið alla heimaleiki sína á tímabilinu.
Leikirnir í VÍS-bikar kvenna fara fram 18.-19. janúar og leikirnir í VÍS-bikar karla 19.-20. janúar næstkomandi.
Átta liða úrslit VÍS-bikars karla og kvenna
Karla:
- KR - Njarðvík
- Sindri - Valur
- Álftanes - Stjarnan
- Keflavík - Haukar
Kvenna:
- Ármann - Hamar/Þór
- Grindavík - Stjarnan
- Njarðvík - Tindastóll
- Þór Ak. - Haukar