Þau hafa verið saman í rúmt ár, síðan í desember í fyrra þó þau hafi verið farin að stinga saman nefjum um sumarið. Þau kynntust vinnunnar vegna við gerð tónlistar Gomez, laga líkt og Single Soon og I Can't Get Enough.
Aðrar stjörnur hafa keppst við að óska parinu til hamingju með trúlofunina. Þeirra á meðal eru Gwyneth Paltrow, Jennifer Aniston og Taylor Swift. Sú síðastnefnda heitir því að verða blómastúlkan í brúðkaupi þeirra.
Gomez hefur áður tjáð sig um sambandið við Vanity Fair. „Ég hef aldrei verið elskuð á þennan hátt. Hann hefur bara verið ljós. Algjört ljós í mínu lífi. Hann er besti vinur minn og ég elska að segja honum frá öllu.“