Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. desember 2024 13:30 Hilmar, formaður starfshópsins, Björt sem var hluti af starfshópnum og Guðlaugur ráðherra. stjórnarráðið Starfshópur um endurskoðun á rammaáætlun um orkumál leggur til að tímafestir verði innleiddir til þess að ekki þurfi að líða meira en 24 mánuðir frá því virkjunarhugmynd er send Orkustofnun og þar til ráðherra leggur þingsályktunartillögu fyrir þingið. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, stofnaði hópinn sem samanstendur af þeim Hilmari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni, Björtu Ólafsdóttur, fyrrverandi umhverfis- og auðlindaráðherra og Kolbeini Óttarssyni Proppé, fyrrverandi þingmanni VG. Hópurinn hóf störf í byrjun árs og fór meðal annars til Noregs til að kanna til hlítar hvernig Norðmenn hafa borið sig að. Björt segir að starfshópurinn hafi fengið mjög opið og vítt skipunarbréf; honum hafi verið ætlað að efla ferla, draga úr flækjum í orku og náttúruverndarmálum. „Við skoðuðum alla möguleika, þar á meðal hvort ætti að leggja rammaáætlun af, eins og sumir tala fyrir eða hvort eitthvað annað kerfi væri betur til þess falli að vinna úr þessum málum. Niðurstaða okkar var að halda okkur við rammaáætlun út af því að hún hefur reynst farsæl hvað faglega þætti varðar en að auka skilvirkni hennar svo um munar.“ Tillögur til úrbóta eru fjölmargar. „Við leggjum til að stytta frest og samnýta tímaramma þannig að það þurfi ekki að líða lengra en 24 mánuðir frá því að virkjanahugmynd er send til Orkustofnunar og þar til ráðherra leggur fram sína þingsályktunartillögu. Auk þess leggjum við til að frestir sveitarfélaga til að setja niðurstöðu Alþingis inn á sitt skipulag verði styttir allverulega og svo leggjum við líka til, því við höfum verið að miða okkur við Norðmenn - að sett verði fram heildræn kortlagning á landinu, með tilliti til verndunar fyrir orkuvinnslu; verndunar á sérstökum svæðum og við leggjum til að þetta sé unnið samhliða því að við styttum ferla í grænorkumálum,“ sagði Björt Ólafsdóttir, fulltrúi í starfshópnum. Það verður undir nýrri ríkisstjórn komið hvort hún ákveður að nýta sér tillögur starfshópsins. Orkumál Tengdar fréttir Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Starfshópur um endurskoðun rammaáætlunar mun kynna stöðu orkumála og skýrslu sína á fundi sem hefst klukkan 9:30. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi. 12. desember 2024 09:01 Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, stofnaði hópinn sem samanstendur af þeim Hilmari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni, Björtu Ólafsdóttur, fyrrverandi umhverfis- og auðlindaráðherra og Kolbeini Óttarssyni Proppé, fyrrverandi þingmanni VG. Hópurinn hóf störf í byrjun árs og fór meðal annars til Noregs til að kanna til hlítar hvernig Norðmenn hafa borið sig að. Björt segir að starfshópurinn hafi fengið mjög opið og vítt skipunarbréf; honum hafi verið ætlað að efla ferla, draga úr flækjum í orku og náttúruverndarmálum. „Við skoðuðum alla möguleika, þar á meðal hvort ætti að leggja rammaáætlun af, eins og sumir tala fyrir eða hvort eitthvað annað kerfi væri betur til þess falli að vinna úr þessum málum. Niðurstaða okkar var að halda okkur við rammaáætlun út af því að hún hefur reynst farsæl hvað faglega þætti varðar en að auka skilvirkni hennar svo um munar.“ Tillögur til úrbóta eru fjölmargar. „Við leggjum til að stytta frest og samnýta tímaramma þannig að það þurfi ekki að líða lengra en 24 mánuðir frá því að virkjanahugmynd er send til Orkustofnunar og þar til ráðherra leggur fram sína þingsályktunartillögu. Auk þess leggjum við til að frestir sveitarfélaga til að setja niðurstöðu Alþingis inn á sitt skipulag verði styttir allverulega og svo leggjum við líka til, því við höfum verið að miða okkur við Norðmenn - að sett verði fram heildræn kortlagning á landinu, með tilliti til verndunar fyrir orkuvinnslu; verndunar á sérstökum svæðum og við leggjum til að þetta sé unnið samhliða því að við styttum ferla í grænorkumálum,“ sagði Björt Ólafsdóttir, fulltrúi í starfshópnum. Það verður undir nýrri ríkisstjórn komið hvort hún ákveður að nýta sér tillögur starfshópsins.
Orkumál Tengdar fréttir Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Starfshópur um endurskoðun rammaáætlunar mun kynna stöðu orkumála og skýrslu sína á fundi sem hefst klukkan 9:30. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi. 12. desember 2024 09:01 Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Starfshópur um endurskoðun rammaáætlunar mun kynna stöðu orkumála og skýrslu sína á fundi sem hefst klukkan 9:30. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi. 12. desember 2024 09:01