Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. desember 2024 16:16 Mohamed Salah skorar mark Liverpool gegn Girona í Meistaradeild Evrópu á þriðjudaginn. getty/Eric Alonso Jamie Carragher telur að Mohamed Salah muni skrifa undir nýjan samning við Liverpool og vera áfram hjá félaginu. Hann telur að kostir Egyptans séu ekkert rosalega margir. Salah hefur spilað frábærlega með Liverpool í vetur og skorað sextán mörk og lagt upp tólf í öllum keppnum. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð hans hjá Liverpool en samningur hans við félagið rennur út eftir tímabilið. Carragher telur að félögin sem gætu samið við Salah séu ekki svo mörg og því gæti hann haldið kyrru fyrir hjá Liverpool. „Hversu marga sóknarmenn eru Real Madrid með? Barcelona er í fjárhagskröggum og PSG er ekki í sama klassa og Liverpool. Það eru bara 4-5 lið sem eiga raunverulega möguleika á að vinna Meistaradeild Evrópu og Liverpool er eitt þeirra. Hann verður áfram þar sem ég er ekki viss um að það séu margir kostir í stöðunni. Hann er ekki tilbúinn að fara til Sádi-Arabíu. Hann getur gert það eftir þrjú ár,“ sagði Carragher. Vill að Salah fái tveggja ára samning Ekki er vitað hversu langan samning Salah vill fá eða hversu langan samning Liverpool er tilbúið að bjóða honum. Carragher vill að Salah sýni gagnsæi í viðræðunum. „Ef þú kemur fram og segir að félagið hafi ekki gert þetta eða hitt leyfðu okkur þá að heyra alla söguna svo við getum ákveðið okkur. Við vitum að þeir eiga í viðræðum. Hann gerði þetta fyrir tveimur árum þegar hann reyndi að setja pressu á félagið. Hann er stórstjarna og ég vona innilega að hann verði áfram en ég horfi á þetta frá sjónarhorni félagsins og við vitum ekki hver hefur rétt fyrir sér,“ sagði Carragher. „Ef þú vilt setja eitthvað út sem félagið hefur ekki boðið þér segðu okkur þá hvað þú vilt, vertu gagnsær og við getum valið okkur hlið. Persónulega finnst mér að hann ætti að vera áfram á sömu launum og fá tveggja ára samning. Félagið vill kannski bjóða honum eins árs samning og hann gæti viljað þriggja ára samning. Við vitum það ekki. Ég hef reynt að afla mér upplýsinga því ég vissi að ég yrði spurður að þessu en félagið gefur ekkert upp.“ Salah skoraði eina mark leiksins þegar Liverpool sigraði Girona, 0-1, í Meistaradeild Evrópu á þriðjudaginn. Rauði herinn er á toppi Meistaradeildarinnar og kominn í sextán liða úrslit. Næsti leikur Liverpool er gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Salah og félagar eru með fjögurra stiga forskot á Chelsea á toppi deildarinnar en eiga leik til góða. Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjá meira
Salah hefur spilað frábærlega með Liverpool í vetur og skorað sextán mörk og lagt upp tólf í öllum keppnum. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð hans hjá Liverpool en samningur hans við félagið rennur út eftir tímabilið. Carragher telur að félögin sem gætu samið við Salah séu ekki svo mörg og því gæti hann haldið kyrru fyrir hjá Liverpool. „Hversu marga sóknarmenn eru Real Madrid með? Barcelona er í fjárhagskröggum og PSG er ekki í sama klassa og Liverpool. Það eru bara 4-5 lið sem eiga raunverulega möguleika á að vinna Meistaradeild Evrópu og Liverpool er eitt þeirra. Hann verður áfram þar sem ég er ekki viss um að það séu margir kostir í stöðunni. Hann er ekki tilbúinn að fara til Sádi-Arabíu. Hann getur gert það eftir þrjú ár,“ sagði Carragher. Vill að Salah fái tveggja ára samning Ekki er vitað hversu langan samning Salah vill fá eða hversu langan samning Liverpool er tilbúið að bjóða honum. Carragher vill að Salah sýni gagnsæi í viðræðunum. „Ef þú kemur fram og segir að félagið hafi ekki gert þetta eða hitt leyfðu okkur þá að heyra alla söguna svo við getum ákveðið okkur. Við vitum að þeir eiga í viðræðum. Hann gerði þetta fyrir tveimur árum þegar hann reyndi að setja pressu á félagið. Hann er stórstjarna og ég vona innilega að hann verði áfram en ég horfi á þetta frá sjónarhorni félagsins og við vitum ekki hver hefur rétt fyrir sér,“ sagði Carragher. „Ef þú vilt setja eitthvað út sem félagið hefur ekki boðið þér segðu okkur þá hvað þú vilt, vertu gagnsær og við getum valið okkur hlið. Persónulega finnst mér að hann ætti að vera áfram á sömu launum og fá tveggja ára samning. Félagið vill kannski bjóða honum eins árs samning og hann gæti viljað þriggja ára samning. Við vitum það ekki. Ég hef reynt að afla mér upplýsinga því ég vissi að ég yrði spurður að þessu en félagið gefur ekkert upp.“ Salah skoraði eina mark leiksins þegar Liverpool sigraði Girona, 0-1, í Meistaradeild Evrópu á þriðjudaginn. Rauði herinn er á toppi Meistaradeildarinnar og kominn í sextán liða úrslit. Næsti leikur Liverpool er gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Salah og félagar eru með fjögurra stiga forskot á Chelsea á toppi deildarinnar en eiga leik til góða.
Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjá meira