„Þetta er bara komið til að vera“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. desember 2024 23:27 Sara Dögg Svanhildardóttir, sérfræðingur í atvinnutækifærum fatlaðs fólks sem hannaði og undirbjó námslínuna. vísir/bjarni Nemendur með þroskahömlun og annars konar fötlun útskrifuðust úr splunkunýju námi í dag frá ellefu símenntunarmiðstöðvum um allt land. Nemendur sem ræddu við fréttastofu segjast hafa lært mikið og námið hafa verið skemmtilegt. Nokkrir eru þegar búnir að fá atvinnuviðtöl og -tilboð. Fréttastofa greindi frá því í byrjun september að nýtt nám fyrir fólk með þroskahömlun og aðrar fatlanir hafi litið dagsins ljós undir nafninu: Færniþjálfun á vinnumarkaði. Ráðist var í verkefnið til að auka atvinnuþátttöku fólks með mismikla starfsgetu en námið býður upp á starfsþjálfun og fræðslu. Nemendur sem fréttastofa ræddi við á þeim tíma voru vongóðir um að fá vinnu að námi loknu. Ætlar að hafa það huggulegt og finna vinnu Núna er fyrsta misseri þessa nýja náms lokið en hvernig gekk nemendum? Við töluðum við nokkra nemendur sem voru að útskrifast í dag. Hin 22 ára Anna Björk Elkjær Emilsdóttir útskriftarnemi kunni einkar vel við sig í náminu. „Þetta var bara mjög gaman. Þetta var mjög skemmtilegt nám og ég lærði mikið af þessu. Hvað ætlarðu að gera núna þegar að námið er búið? „Hafa það huggulegt og reyna finna vinnu.“ Ertu búin að sækja um einhvers staðar? „Já og ég fékk viðtal, það var á þriðjudaginn og ég er að bíða eftir því að þau heyra til baka.“ Anna Björk Elkjær Emilsdóttir útskriftarnemi.vísir/bjarni Mælir með náminu sem sé þroskandi Erla Kristín Pétursdóttir útskriftarnemi segir námið hafa gengið vel. Hún hafi lært ýmislegt nýtt og eignast nýja vini. „Ég er búin að benda nokkrum sem ég þekki á þetta nám og þau eru bara: Hvar get ég sótt um þetta?“ Svo þú mælir með þessu? „Algjörlega, þetta er mjög gott námskeiði og mjög þroskandi.“ Erla Kristín Pétursdóttir útskriftarnemi.vísir/bjarni Komið til að vera Vinnumálastofnun stendur fyrir verkefninu ásamt Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Fjölmennt, en um 70 nemendur á ellefu stöðum á landinu útskrifast nú úr náminu sem fór fram fram í símenntunarmiðstöðvum og stofnunum víða um land. Sara Dögg Svanhildardóttir, sérfræðingur í atvinnutækifærum fatlaðs fólks sem hannaði og undirbjó námslínuna, segir útskriftina hafa mikla þýðingu. „Tækifærin sem þetta er að gefa, við heyrum að einstaklingar eru komnir með atvinnuviðtöl og tilboð og mögulega áframhaldandi nám hjá Mími, og þetta er bara svo stórkostlegt. Þetta er nákvæmlega það sem að markmiðið var. Að lyfta þessum hópi sem hefur fá tækifæri. Við förum af stað aftur eftir áramótin sem er bara mjög gleðilegt. Þetta er bara komið til að vera, Færni á vinnumarkaði.“ Sara Dögg Svanhildardóttir, sérfræðingur í atvinnutækifærum fatlaðs fólks sem hannaði og undirbjó námslínuna.vísir/bjarni Félagsmál Vinnumarkaður Málefni fatlaðs fólks Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Fréttastofa greindi frá því í byrjun september að nýtt nám fyrir fólk með þroskahömlun og aðrar fatlanir hafi litið dagsins ljós undir nafninu: Færniþjálfun á vinnumarkaði. Ráðist var í verkefnið til að auka atvinnuþátttöku fólks með mismikla starfsgetu en námið býður upp á starfsþjálfun og fræðslu. Nemendur sem fréttastofa ræddi við á þeim tíma voru vongóðir um að fá vinnu að námi loknu. Ætlar að hafa það huggulegt og finna vinnu Núna er fyrsta misseri þessa nýja náms lokið en hvernig gekk nemendum? Við töluðum við nokkra nemendur sem voru að útskrifast í dag. Hin 22 ára Anna Björk Elkjær Emilsdóttir útskriftarnemi kunni einkar vel við sig í náminu. „Þetta var bara mjög gaman. Þetta var mjög skemmtilegt nám og ég lærði mikið af þessu. Hvað ætlarðu að gera núna þegar að námið er búið? „Hafa það huggulegt og reyna finna vinnu.“ Ertu búin að sækja um einhvers staðar? „Já og ég fékk viðtal, það var á þriðjudaginn og ég er að bíða eftir því að þau heyra til baka.“ Anna Björk Elkjær Emilsdóttir útskriftarnemi.vísir/bjarni Mælir með náminu sem sé þroskandi Erla Kristín Pétursdóttir útskriftarnemi segir námið hafa gengið vel. Hún hafi lært ýmislegt nýtt og eignast nýja vini. „Ég er búin að benda nokkrum sem ég þekki á þetta nám og þau eru bara: Hvar get ég sótt um þetta?“ Svo þú mælir með þessu? „Algjörlega, þetta er mjög gott námskeiði og mjög þroskandi.“ Erla Kristín Pétursdóttir útskriftarnemi.vísir/bjarni Komið til að vera Vinnumálastofnun stendur fyrir verkefninu ásamt Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Fjölmennt, en um 70 nemendur á ellefu stöðum á landinu útskrifast nú úr náminu sem fór fram fram í símenntunarmiðstöðvum og stofnunum víða um land. Sara Dögg Svanhildardóttir, sérfræðingur í atvinnutækifærum fatlaðs fólks sem hannaði og undirbjó námslínuna, segir útskriftina hafa mikla þýðingu. „Tækifærin sem þetta er að gefa, við heyrum að einstaklingar eru komnir með atvinnuviðtöl og tilboð og mögulega áframhaldandi nám hjá Mími, og þetta er bara svo stórkostlegt. Þetta er nákvæmlega það sem að markmiðið var. Að lyfta þessum hópi sem hefur fá tækifæri. Við förum af stað aftur eftir áramótin sem er bara mjög gleðilegt. Þetta er bara komið til að vera, Færni á vinnumarkaði.“ Sara Dögg Svanhildardóttir, sérfræðingur í atvinnutækifærum fatlaðs fólks sem hannaði og undirbjó námslínuna.vísir/bjarni
Félagsmál Vinnumarkaður Málefni fatlaðs fólks Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira