Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Sindri Sverrisson skrifar 13. desember 2024 08:32 Li Tie verður í fangelsi næstu tuttugu árin, samkvæmt dómnum í dag. Getty/Neville Hopwood Kínverjinn Li Tie, fyrrverandi leikmaður Everton, hefur verið dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir meðal annars stórfellda spillingu í starfi sínu sem landsliðsþjálfari Kína. Li Tie, sem er 47 ára gamall, spilaði með mönnum á borð við Wayne Rooney hjá Everton í byrjun þessarar aldar. Hann er stórt nafn í kínverskum fótbolta og þjálfaði kínverska landsliðið í tvö ár til loka ársins 2021. Hann er jafnframt þekktastur þeirra sem sóttir hafa verið til saka eftir rannsókn á spillingu í kínverskum fótbolta. Dómur yfir Li Tie féll í Wuhan í Kína í dag en samkvæmt ríkismiðlinum CCTV þáði hann næstum því 51 milljón jena, eða sem samsvarar næstum milljarði íslenskra króna, í mútur fyrir að velja ákveðna leikmenn í kínverska landsliðið eða hjálpa þeim að fá samninga hjá félagsliðum. Li tie í baráttu við Cristiano Ronaldo í leik með Everton á sínum tíma.Getty/Martin Rickett Ekki nóg með það heldur varði Li og félagið sem hann stýrði, Wuhan Zall, samtals þremur milljónum jena, eða um 57 milljónum króna, í mútur til þess að hann yrði landsliðsþjálfari. Li var einnig sakaður um hagræðingu úrslita frá því þegar hann var þjálfari í kínversku deildinni á árunum 2015-2019. Li og Sun Jihai úr Manchester City skráðu sig í sögubækurnar sem fyrstu kínversku leikmennirnir í ensku úrvalsdeildinni, árið 2002. Li lék 29 leiki á sinni fyrstu leiktíð með Everton og var einnig í kínverska landsliðinu sem spilaði á HM í fyrsta sinn árið 2002, í Suður-Kóreu og Japan. Fótbolti Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sjá meira
Li Tie, sem er 47 ára gamall, spilaði með mönnum á borð við Wayne Rooney hjá Everton í byrjun þessarar aldar. Hann er stórt nafn í kínverskum fótbolta og þjálfaði kínverska landsliðið í tvö ár til loka ársins 2021. Hann er jafnframt þekktastur þeirra sem sóttir hafa verið til saka eftir rannsókn á spillingu í kínverskum fótbolta. Dómur yfir Li Tie féll í Wuhan í Kína í dag en samkvæmt ríkismiðlinum CCTV þáði hann næstum því 51 milljón jena, eða sem samsvarar næstum milljarði íslenskra króna, í mútur fyrir að velja ákveðna leikmenn í kínverska landsliðið eða hjálpa þeim að fá samninga hjá félagsliðum. Li tie í baráttu við Cristiano Ronaldo í leik með Everton á sínum tíma.Getty/Martin Rickett Ekki nóg með það heldur varði Li og félagið sem hann stýrði, Wuhan Zall, samtals þremur milljónum jena, eða um 57 milljónum króna, í mútur til þess að hann yrði landsliðsþjálfari. Li var einnig sakaður um hagræðingu úrslita frá því þegar hann var þjálfari í kínversku deildinni á árunum 2015-2019. Li og Sun Jihai úr Manchester City skráðu sig í sögubækurnar sem fyrstu kínversku leikmennirnir í ensku úrvalsdeildinni, árið 2002. Li lék 29 leiki á sinni fyrstu leiktíð með Everton og var einnig í kínverska landsliðinu sem spilaði á HM í fyrsta sinn árið 2002, í Suður-Kóreu og Japan.
Fótbolti Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sjá meira