Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. desember 2024 13:30 Pep Guardiola er undir mikilli pressu. getty/Marco Canoniero Vandræði Manchester City hafa haft mikil áhrif á daglegt líf knattspyrnustjórans Peps Guardiola. Hann nærist ekki eins og venjulega og á erfitt með svefn. City hefur aðeins unnið einn af síðustu tíu leikjum sínum í öllum keppnum. Liðið er átta stigum á eftir toppliði Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og City-menn þurfa að hafa sig alla við til að tryggja sér umspilssæti í Meistaradeild Evrópu. Guardiola hefur aldrei gengið svona illa á stjóraferlinum og hann viðurkennir að slæmt gengi City hafi mikil áhrif á hann. „Ég verð stundum stressaður. Ég á slæma daga. Ég geri mörg mistök og dónaskapur gerir mig taugaveiklaðan,“ sagði Guardiola í viðtali við gamla markahrókinn Luca Toni á Amazon Prime. „Missi ég mig stundum? Já. Ég sef verr og borða ekki almennilega núna. Ég verð alltaf að borða eitthvað létt. Fæ mér bara súpu á kvöldin. En ég er sami þjálfari og fyrir fimm mánuðum, sá sami og vann ensku úrvalsdeildina.“ Þrátt fyrir að á móti blási núna er Guardiola viss um að landið muni aftur rísa hjá City áður en langt um líður. „Ef ég er í vondu skapi er það slæmt. En ég veit að það gengur yfir. Það sama á við þegar ég er glaður. Það gengur yfir,“ sagði Guardiola. „Ég trúi því staðfastlega að þetta verði ár mikilla erfiðleika. Við verðum að finna stöðugleika. En ef við komumst áfram í Meistaradeildinni verðum við ekki auðveldur andstæðingur fyrir neinn.“ City mætir Manchester United í borgarslag í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. City er í 4. sæti deildarinnar en United í því þrettánda. Átta stigum munar á liðunum. Enski boltinn Tengdar fréttir Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Fabio Capello, einn sigursælasti knattspyrnustjóri fótboltasögunnar, hefur gagnrýnt Pep Guardiola, stjóra Manchester City, harðlega og sagt að hégómagirnd hans hafi komið í veg fyrir að hann hafi unnið enn fleiri titla á ferlinum. 12. desember 2024 13:48 „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Ekkert gengur hjá Englandsmeisturum Manchester City og Rio Ferdinand segist aldrei hafa séð jafn lélegt lið undir stjórn Peps Guardiola. 12. desember 2024 10:30 Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Lærisveinar Pep Guardiola í Manchester City eru í miklum vandræðum í Meistaradeildinni þessa dagana alveg eins og heima í ensku úrvalsdeildinni. Það stefnir því í taugtrekkjandi lokaumferðir hjá Englandsmeisturunum í deildarkeppni Meistaradeildarinnar. 11. desember 2024 21:51 Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Pep Guardiola framlengdi nýverið samning sinn við Manchester City um tvö ár og nú hefur spænski knattspyrnustjórinn lýst því yfir að hann muni ekki taka knattspyrnustjórastarfi hjá öðru félagi. 10. desember 2024 17:48 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sjá meira
City hefur aðeins unnið einn af síðustu tíu leikjum sínum í öllum keppnum. Liðið er átta stigum á eftir toppliði Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og City-menn þurfa að hafa sig alla við til að tryggja sér umspilssæti í Meistaradeild Evrópu. Guardiola hefur aldrei gengið svona illa á stjóraferlinum og hann viðurkennir að slæmt gengi City hafi mikil áhrif á hann. „Ég verð stundum stressaður. Ég á slæma daga. Ég geri mörg mistök og dónaskapur gerir mig taugaveiklaðan,“ sagði Guardiola í viðtali við gamla markahrókinn Luca Toni á Amazon Prime. „Missi ég mig stundum? Já. Ég sef verr og borða ekki almennilega núna. Ég verð alltaf að borða eitthvað létt. Fæ mér bara súpu á kvöldin. En ég er sami þjálfari og fyrir fimm mánuðum, sá sami og vann ensku úrvalsdeildina.“ Þrátt fyrir að á móti blási núna er Guardiola viss um að landið muni aftur rísa hjá City áður en langt um líður. „Ef ég er í vondu skapi er það slæmt. En ég veit að það gengur yfir. Það sama á við þegar ég er glaður. Það gengur yfir,“ sagði Guardiola. „Ég trúi því staðfastlega að þetta verði ár mikilla erfiðleika. Við verðum að finna stöðugleika. En ef við komumst áfram í Meistaradeildinni verðum við ekki auðveldur andstæðingur fyrir neinn.“ City mætir Manchester United í borgarslag í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. City er í 4. sæti deildarinnar en United í því þrettánda. Átta stigum munar á liðunum.
Enski boltinn Tengdar fréttir Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Fabio Capello, einn sigursælasti knattspyrnustjóri fótboltasögunnar, hefur gagnrýnt Pep Guardiola, stjóra Manchester City, harðlega og sagt að hégómagirnd hans hafi komið í veg fyrir að hann hafi unnið enn fleiri titla á ferlinum. 12. desember 2024 13:48 „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Ekkert gengur hjá Englandsmeisturum Manchester City og Rio Ferdinand segist aldrei hafa séð jafn lélegt lið undir stjórn Peps Guardiola. 12. desember 2024 10:30 Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Lærisveinar Pep Guardiola í Manchester City eru í miklum vandræðum í Meistaradeildinni þessa dagana alveg eins og heima í ensku úrvalsdeildinni. Það stefnir því í taugtrekkjandi lokaumferðir hjá Englandsmeisturunum í deildarkeppni Meistaradeildarinnar. 11. desember 2024 21:51 Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Pep Guardiola framlengdi nýverið samning sinn við Manchester City um tvö ár og nú hefur spænski knattspyrnustjórinn lýst því yfir að hann muni ekki taka knattspyrnustjórastarfi hjá öðru félagi. 10. desember 2024 17:48 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sjá meira
Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Fabio Capello, einn sigursælasti knattspyrnustjóri fótboltasögunnar, hefur gagnrýnt Pep Guardiola, stjóra Manchester City, harðlega og sagt að hégómagirnd hans hafi komið í veg fyrir að hann hafi unnið enn fleiri titla á ferlinum. 12. desember 2024 13:48
„Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Ekkert gengur hjá Englandsmeisturum Manchester City og Rio Ferdinand segist aldrei hafa séð jafn lélegt lið undir stjórn Peps Guardiola. 12. desember 2024 10:30
Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Lærisveinar Pep Guardiola í Manchester City eru í miklum vandræðum í Meistaradeildinni þessa dagana alveg eins og heima í ensku úrvalsdeildinni. Það stefnir því í taugtrekkjandi lokaumferðir hjá Englandsmeisturunum í deildarkeppni Meistaradeildarinnar. 11. desember 2024 21:51
Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Pep Guardiola framlengdi nýverið samning sinn við Manchester City um tvö ár og nú hefur spænski knattspyrnustjórinn lýst því yfir að hann muni ekki taka knattspyrnustjórastarfi hjá öðru félagi. 10. desember 2024 17:48