Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. desember 2024 15:31 Vituð ér enn - eða hvat? Grímur Grímsson leggur hér við hlustir. Vísir/Vilhelm Nýir þingmenn komu saman á nýliðadegi Alþingis í dag. Þar fengu þeir leiðsögn um húsakynni þingsins, kynntu sér starfsemina og hittust sumir hverjir í fyrsta skipti. Þá var látið vel að mötuneytinu. „Það er mjög gaman að kynnast starfsfólki þingsins og hvernig starfið er sett í skorður hér. Þetta er í föstum skorðum og áhugavert að kynnast því,“ sagði Grímur Grímsson, nýkjörinn þingmaður Viðreisnar, í samtali við Lillý Valgerði Pétursdóttur, sem var í þinghúsinu í dag. Hann segist spenntur að byrja starf sitt, þar sem hlutirnir fari nokkuð rólega af stað á meðan formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins standa í stjórnarmyndunarviðræðum. Nýliðadagurinn sé því ákveðinn bautasteinn á vegferð nýkjörinna þingmanna. Byrjað á föstudeginum þrettánda Halla Hrund Logadóttir, nýkjörinn þingmaður Framsóknar, sagði að sér litist vel á fyrsta daginn. „Það er ótrúlega mikill heiður að fá að taka þátt á þessum vettvangi, og gaman að byrja á föstudeginum þrettánda. Ég treysti því að það verði fyrir því að við séum að stíga inn í góða tíma,“ sagði Halla Hrund. Halla Hrund var hress og kát á nýliðadeginum.Vísir/Vilhelm Hún sagði um stóran hóp nýliða að ræða, en sagðist eiga von á góðri samvinnu á þingi. Hún er eini nýliðinn í fimm manna þingflokki Framsóknar, sem er nú minnsti flokkurinn á þingi. Fer varlega í mötuneytið Kristján Þórður Snæbjarnarson, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar, var upplitsdjarfur á fyrsta degi. „Mér líst mjög vel á þetta. Það er mjög spennandi að koma inn á þennan vettvang og sjá allt sem verið er að gera hér á þingi. Það verður spennandi að taka þátt í þessu,“ sagði hann. Kristján Þórður Snæbjarnarson, nýr þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Enn sem komið væri hefði ekkert komið honum á óvart, en hann ætti eftir að kynnast mörgu. „Ég er búinn að smakka matinn, og hingað til hefur hann verið alveg meiriháttar. Ég hef pínu áhyggjur af því, maður þarf að gæta hófs þar og ég mun reyna það,“ sagði Kristján glaður í bragði. Nýr inn í annað sinn Karl Gauti Hjaltason, nýkjörinn þingmaður Miðflokksins, var mættur á nýliðadaginn. Hann er þó ekki glænýr á þingi, en hann var kjörinn á þing fyrir Flokk fólksins árið 2017. Síðar á kjörtímabilinu skipti hann yfir í Miðflokkinn. Hann var ekki á þingi frá 2021 til loka síðasta kjörtímabils, og kemur því nýr inn á þing í annað sinn. Karl Gauti Hjaltason kemur nýr inn á þing, en samt ekki.Vísir/Vilhelm „Þetta leggst bara mjög vel í mig. Ég hef nú verið hér áður en þetta er alltaf jafn spennandi og gaman,“ sagði Karl Gauti. Hann sagði gaman að fá nýtt fólk inn, en reynsla væri ekki síður mikils virði. „Við erum líka með fullt af reyndu fólki,“ sagði Karl Gauti. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir sem Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis tók í þinghúsinu í dag. Nýir Alþingismenn streyma hér niður tröppur þinghússins.Vísir/Vilhelm Jón Gnarr er sestur á þing fyrir Viðreisn.Vísir/Vilhelm Arna Lára Jónsdóttir og Eydís Ásbjörnsdóttir skoða eitthvað sniðugt. Þær eru báðar í Samfylkingunni.Vísir/Vilhelm Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir kemur úr borgarstjórnarflokki Flokks fólksins yfir í þingliðið.Vísir/Vilhelm Snorri Másson er einn nýrra þingmanna Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Ingvar Þóroddsson í Viðreisn er yngsti þingmaður þessa kjörtímabils.Vísir/Vilhelm Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
„Það er mjög gaman að kynnast starfsfólki þingsins og hvernig starfið er sett í skorður hér. Þetta er í föstum skorðum og áhugavert að kynnast því,“ sagði Grímur Grímsson, nýkjörinn þingmaður Viðreisnar, í samtali við Lillý Valgerði Pétursdóttur, sem var í þinghúsinu í dag. Hann segist spenntur að byrja starf sitt, þar sem hlutirnir fari nokkuð rólega af stað á meðan formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins standa í stjórnarmyndunarviðræðum. Nýliðadagurinn sé því ákveðinn bautasteinn á vegferð nýkjörinna þingmanna. Byrjað á föstudeginum þrettánda Halla Hrund Logadóttir, nýkjörinn þingmaður Framsóknar, sagði að sér litist vel á fyrsta daginn. „Það er ótrúlega mikill heiður að fá að taka þátt á þessum vettvangi, og gaman að byrja á föstudeginum þrettánda. Ég treysti því að það verði fyrir því að við séum að stíga inn í góða tíma,“ sagði Halla Hrund. Halla Hrund var hress og kát á nýliðadeginum.Vísir/Vilhelm Hún sagði um stóran hóp nýliða að ræða, en sagðist eiga von á góðri samvinnu á þingi. Hún er eini nýliðinn í fimm manna þingflokki Framsóknar, sem er nú minnsti flokkurinn á þingi. Fer varlega í mötuneytið Kristján Þórður Snæbjarnarson, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar, var upplitsdjarfur á fyrsta degi. „Mér líst mjög vel á þetta. Það er mjög spennandi að koma inn á þennan vettvang og sjá allt sem verið er að gera hér á þingi. Það verður spennandi að taka þátt í þessu,“ sagði hann. Kristján Þórður Snæbjarnarson, nýr þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Enn sem komið væri hefði ekkert komið honum á óvart, en hann ætti eftir að kynnast mörgu. „Ég er búinn að smakka matinn, og hingað til hefur hann verið alveg meiriháttar. Ég hef pínu áhyggjur af því, maður þarf að gæta hófs þar og ég mun reyna það,“ sagði Kristján glaður í bragði. Nýr inn í annað sinn Karl Gauti Hjaltason, nýkjörinn þingmaður Miðflokksins, var mættur á nýliðadaginn. Hann er þó ekki glænýr á þingi, en hann var kjörinn á þing fyrir Flokk fólksins árið 2017. Síðar á kjörtímabilinu skipti hann yfir í Miðflokkinn. Hann var ekki á þingi frá 2021 til loka síðasta kjörtímabils, og kemur því nýr inn á þing í annað sinn. Karl Gauti Hjaltason kemur nýr inn á þing, en samt ekki.Vísir/Vilhelm „Þetta leggst bara mjög vel í mig. Ég hef nú verið hér áður en þetta er alltaf jafn spennandi og gaman,“ sagði Karl Gauti. Hann sagði gaman að fá nýtt fólk inn, en reynsla væri ekki síður mikils virði. „Við erum líka með fullt af reyndu fólki,“ sagði Karl Gauti. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir sem Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis tók í þinghúsinu í dag. Nýir Alþingismenn streyma hér niður tröppur þinghússins.Vísir/Vilhelm Jón Gnarr er sestur á þing fyrir Viðreisn.Vísir/Vilhelm Arna Lára Jónsdóttir og Eydís Ásbjörnsdóttir skoða eitthvað sniðugt. Þær eru báðar í Samfylkingunni.Vísir/Vilhelm Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir kemur úr borgarstjórnarflokki Flokks fólksins yfir í þingliðið.Vísir/Vilhelm Snorri Másson er einn nýrra þingmanna Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Ingvar Þóroddsson í Viðreisn er yngsti þingmaður þessa kjörtímabils.Vísir/Vilhelm
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira