„Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. desember 2024 17:44 Sigurður Ingi mun að öllum líkindum taka sæti í stjórnarandstöðu. Hann gefur lítið fyrir ummæli formanns Samfylkingarinnar, sem nú leiðir stjórnarmyndunarviðræður. vísir/vilhelm „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur, því þetta lá fyrir við afgreiðslu fjárlaga,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra í samtali við fréttastofu. Þar bregst formaður Framsóknarflokksins við orðum Kristrúnar Frostadóttur formanns Samfylkingarinnar um að fráfarandi ríkisstjórn skilji eftir sig verra bú en ríkisstjórnin hafi haldið fram. „Fyrst og fremst er það vegna þess efnahagsstaðan er lakari,“ sagði Kristrún í vikunni um gang stjórnarmyndunarviðræðna sem hún leiðir. „Það eru hægari umsvif í hagkerfinu, meðal annars vegna þess að vextir hafa verið svo gríðarlega háir að þeir hafa haldið niðri fjárfestingu og umsvifum. Þetta þýðir að við þurfum að passa okkur betur hvernig við högum stöðu ríkisfjármála og vali aðgerða“ Vísar hún þar til fregna úr fjármálaráðuneytinu af því að afkomuhorfur ríkissjóðs, fyrir árin 2026-2029, væru lakari en síðustu birtu afkomuhorfur þar á undan. Sigurður Ingi vill meina að umræddar horfur hafi legið fyrir við afgreiðslu fjárlaga í nóvember. „Þá vorum við fyrst og fremst að horfa á árið 2025,“ segir Sigurður Ingi. Hægt hafi verið að reikna horfurnar fram í tímann, „að öðru óbreyttu“. „En eitt er víst, að spáin um hagvöxt næstu ára verður örugglega rangur. Honum hefur verið vanspáð, ellefu ársfjórðunga í röð. Hins vegar er stóra myndin er sú að við erum að ná að lenda þessari mjúku lendingu hraðar en við höfðum væntingar til. Afleiðingin er síðan bara útreiknaðar stærðir og það er verkefni ríkisstjórnar á hverjum tíma að bregðast við,“ segir Sigurður Ingi. Ekkert komi á óvart í nýjustu hagspám. Skilaboðin séu þau að ríkisstjórnin hafi verið á réttri leið. „Tekjur næsta árs minnka um tuttugu milljarða vegna þess að spá um hagvöxt er lægri í ár. Verður hún rétt? Það á eftir að koma í ljós.“ Lykilatriði sé að vernda verðmætasköpun. „Það eru allar horfur á að það gangi vel áfram. Allar alþjóðastofnanir hafa margoft gefið okkur stimpilinn um að við séum á réttri leið.“ Sigurður Ingi hafnar sömuleiðis þeim orðrómi að hann sé á leiðinni út úr pólitík. Eina breytingin sem verði á hans högum á næstunni, fyrir utan það að taka líklega sæti í stjórnarandstöðu, er að hann mun mæta aftur á karlakórsæfingar. Hér að neðan er viðtalið við hann í heild sinni. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira
Þar bregst formaður Framsóknarflokksins við orðum Kristrúnar Frostadóttur formanns Samfylkingarinnar um að fráfarandi ríkisstjórn skilji eftir sig verra bú en ríkisstjórnin hafi haldið fram. „Fyrst og fremst er það vegna þess efnahagsstaðan er lakari,“ sagði Kristrún í vikunni um gang stjórnarmyndunarviðræðna sem hún leiðir. „Það eru hægari umsvif í hagkerfinu, meðal annars vegna þess að vextir hafa verið svo gríðarlega háir að þeir hafa haldið niðri fjárfestingu og umsvifum. Þetta þýðir að við þurfum að passa okkur betur hvernig við högum stöðu ríkisfjármála og vali aðgerða“ Vísar hún þar til fregna úr fjármálaráðuneytinu af því að afkomuhorfur ríkissjóðs, fyrir árin 2026-2029, væru lakari en síðustu birtu afkomuhorfur þar á undan. Sigurður Ingi vill meina að umræddar horfur hafi legið fyrir við afgreiðslu fjárlaga í nóvember. „Þá vorum við fyrst og fremst að horfa á árið 2025,“ segir Sigurður Ingi. Hægt hafi verið að reikna horfurnar fram í tímann, „að öðru óbreyttu“. „En eitt er víst, að spáin um hagvöxt næstu ára verður örugglega rangur. Honum hefur verið vanspáð, ellefu ársfjórðunga í röð. Hins vegar er stóra myndin er sú að við erum að ná að lenda þessari mjúku lendingu hraðar en við höfðum væntingar til. Afleiðingin er síðan bara útreiknaðar stærðir og það er verkefni ríkisstjórnar á hverjum tíma að bregðast við,“ segir Sigurður Ingi. Ekkert komi á óvart í nýjustu hagspám. Skilaboðin séu þau að ríkisstjórnin hafi verið á réttri leið. „Tekjur næsta árs minnka um tuttugu milljarða vegna þess að spá um hagvöxt er lægri í ár. Verður hún rétt? Það á eftir að koma í ljós.“ Lykilatriði sé að vernda verðmætasköpun. „Það eru allar horfur á að það gangi vel áfram. Allar alþjóðastofnanir hafa margoft gefið okkur stimpilinn um að við séum á réttri leið.“ Sigurður Ingi hafnar sömuleiðis þeim orðrómi að hann sé á leiðinni út úr pólitík. Eina breytingin sem verði á hans högum á næstunni, fyrir utan það að taka líklega sæti í stjórnarandstöðu, er að hann mun mæta aftur á karlakórsæfingar. Hér að neðan er viðtalið við hann í heild sinni.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira