Lamine Yamal minnir Messi á hann sjálfan þegar hann var ungur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2024 07:01 Lamine Yamal og Lionel Messi komu báðir ungir inn hjá Barcelona og urðu nánast um leið algjörir lykilmenn liðsins. Getty/ Jürgen Fromme/David Ramos Lionel Messi ýtti undir samanburð sinn við Barcelona strákinn Lamine Yamal. Allt síðan að myndirnar birtust af Messi baða Yamal sem smábarn þá hefur samanburðarhjalið alltaf hækkað og hækkað. Yamal hefur síðan spilað frábærlega með Barcelona og spænska landsliðinu og hefur alla hæfileika til að ná mjög langt. Messi var spurður út í unga fótboltamenn á samkomu í höfuðstöðvum Adidas í Herzogenaurach. „Það er mjög góð kynslóð fótboltamanna að koma upp og þetta eru fótboltamenn sem eiga mörg góð ár fyrir höndum,“ sagði Messi. En hver er sá leikmaður sem Messi sér sjálfan sig í? „Ef ég yrði að velja einhvern, bæði út frá aldri og framtíð sinni, þá hef ég heyrt að menn séu að nefna Lamine Yamal. Hann er líka þessi leikmaður í mínum augum án nokkurs vafa,“ sagði Messi. „Ég er líka sammála því að þetta mun ráðast á honum sjálfum en einnig mörgum öðrum hlutum. Hann er að koma sterkur upp núna og hann á glæsta framtíð fyrir sér,“ sagði Messi. Messi er nú 37 ára gamall og enn að spila. Hann yfirgaf Barcelona árið 2021 eftir að hafa unnið 34 titla á 21 ári. Yamal er sautján ára og var kosinn bestu ungi leikmaðurinn á EM. Yamal er með fimm mörk og tíu stoðsendingar í fimmtán deildarleikjum á tímabilinu. Eins og Barcelona byggði upp lið sitt í kringum Messi á sínum tíma þá er líklegt að Yamal fari fyrir liðinu á næstu árum. Messi óskar þess að það gangi vel hjá hans gamla félagi. „Ég myndi elska það að sjá Barcelona vinna spænsku deildina, spænska bikarinn og Meistaradeildina líka. Í það minnsta að vera með í baráttunni allt til loka á þeim árum sem þeir vinna ekki,“ sagði Messi. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Spænski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: FHL-FH 0-2 | Tvö mörk Elísu í lokin tryggðu FH öll stigin Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjá meira
Allt síðan að myndirnar birtust af Messi baða Yamal sem smábarn þá hefur samanburðarhjalið alltaf hækkað og hækkað. Yamal hefur síðan spilað frábærlega með Barcelona og spænska landsliðinu og hefur alla hæfileika til að ná mjög langt. Messi var spurður út í unga fótboltamenn á samkomu í höfuðstöðvum Adidas í Herzogenaurach. „Það er mjög góð kynslóð fótboltamanna að koma upp og þetta eru fótboltamenn sem eiga mörg góð ár fyrir höndum,“ sagði Messi. En hver er sá leikmaður sem Messi sér sjálfan sig í? „Ef ég yrði að velja einhvern, bæði út frá aldri og framtíð sinni, þá hef ég heyrt að menn séu að nefna Lamine Yamal. Hann er líka þessi leikmaður í mínum augum án nokkurs vafa,“ sagði Messi. „Ég er líka sammála því að þetta mun ráðast á honum sjálfum en einnig mörgum öðrum hlutum. Hann er að koma sterkur upp núna og hann á glæsta framtíð fyrir sér,“ sagði Messi. Messi er nú 37 ára gamall og enn að spila. Hann yfirgaf Barcelona árið 2021 eftir að hafa unnið 34 titla á 21 ári. Yamal er sautján ára og var kosinn bestu ungi leikmaðurinn á EM. Yamal er með fimm mörk og tíu stoðsendingar í fimmtán deildarleikjum á tímabilinu. Eins og Barcelona byggði upp lið sitt í kringum Messi á sínum tíma þá er líklegt að Yamal fari fyrir liðinu á næstu árum. Messi óskar þess að það gangi vel hjá hans gamla félagi. „Ég myndi elska það að sjá Barcelona vinna spænsku deildina, spænska bikarinn og Meistaradeildina líka. Í það minnsta að vera með í baráttunni allt til loka á þeim árum sem þeir vinna ekki,“ sagði Messi. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
Spænski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: FHL-FH 0-2 | Tvö mörk Elísu í lokin tryggðu FH öll stigin Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti