„Við erum frábærir sóknarlega“ Hinrik Wöhler skrifar 13. desember 2024 21:30 Einar Jónsson, þjálfari Fram, fagnaði sigri í síðasta deildarleik liðsins fyrir jólafrí. Vísir/Diego Fram sigraði sinn síðasta deildarleik fyrir jólafrí þegar liðið mætti Gróttu í Olís-deild karla í Úlfarsárdal í kvöld og fóru leikar 38-33. Einar Jónsson, þjálfari Fram, var ánægður með stigin tvö en viðurkennir að lærisveinar hans hleyptu Seltirningum aðeins of nálægt sér undir lok leiks. „Upp úr miðjum seinni hálfleik þá fannst mér við hafa öll tök á þessu. Svo lendum við tveimur mönnum færri og þetta fer úr fimm mörkum niður í þrjú. Ég hefði alveg viljað vinna þetta örlítið meira sannfærandi en Grótta er gott lið og ég þigg tvö stig á móti þeim,“ sagði Einar eftir leikinn í kvöld. Bæði lið virtust skora að vild í kvöld og það var lítið um fína drætti í varnarleik beggja liða. Einar var í skýjunum með sóknarleik liðsins en það var ekki sömu sögu að segja með varnarleik liðsins. „Við erum frábærir sóknarlega en mér fannst varnarleikurinn ekki góður. Breki [Hrafn Árnason] kom hrikalega flottur inn í miðjan fyrri hálfleik en örugglega hjá báðum liðum í seinni hálfleik þá var ekki bolti varinn.“ „Vörnin var ekki góð en við breyttum aftur í fimm-einn vörn eins og við gerðum í fyrri hálfleik. Þá náðum við forskotinu og þvinguðum þá í erfiðari skot og mistök í sókninni. Það gerði útslagið í þessu,“ sagði Einar. Getur ekki kvartað yfir 11 mörkum úr 12 tilraunum Þorsteinn Gauti Hjálmarsson var fremstur meðal jafningja í sóknarleik Framara en hann skoraði ellefu mörk í leiknum. Hann var með fullkomna nýtingu lengst af en klikkaði á dauðafæri á síðustu andartökum leiksins. „Ég var bara hættur að horfa, svo frétti ég það að hann væri með ellefu mörk úr ellefu tilraunum. Við þiggjum alveg ellefu mörk úr tólf skotum,“ sagði Einar um frammistöðu Þorsteins. Föstudagskvöld hafa ekki reynst vel Á annað hundrað manns mættu í Lambhagahöllina í kvöld og þrátt fyrir mikla markaveislu á vellinum er óhætt að fullyrða að það hafi ekki verið eins mikil stemning í stúkunni. Einar segir að það virðist draga úr mætingu þegar líður á desembermánuð. „Föstudagskvöld hafa ekki verið mjög góð hjá okkur, kannski á öðrum stöðum hafa þau verið ágæt. Mér sýnist sem svo að á öllum íþróttaviðburðum í desember, sérstaklega þegar fer að líða á, þá er það bara erfitt. Fólk er að gera annað en það er enginn svikinn að koma hingað, fullt af mörkum og stuð inn á vellinum.“ Hægri skytta Framara, Rúnar Kárason, var ekki með í dag og var Einar spurður út í stöðuna á Rúnari. „Hann er bara búinn að vera meiddur í talsverðan tíma. Við höfum prufað hann annað slagið en hann var ekki leikhæfur í dag, því miður,“ sagði þjálfarinn að lokum. Olís-deild karla Fram Mest lesið Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
„Upp úr miðjum seinni hálfleik þá fannst mér við hafa öll tök á þessu. Svo lendum við tveimur mönnum færri og þetta fer úr fimm mörkum niður í þrjú. Ég hefði alveg viljað vinna þetta örlítið meira sannfærandi en Grótta er gott lið og ég þigg tvö stig á móti þeim,“ sagði Einar eftir leikinn í kvöld. Bæði lið virtust skora að vild í kvöld og það var lítið um fína drætti í varnarleik beggja liða. Einar var í skýjunum með sóknarleik liðsins en það var ekki sömu sögu að segja með varnarleik liðsins. „Við erum frábærir sóknarlega en mér fannst varnarleikurinn ekki góður. Breki [Hrafn Árnason] kom hrikalega flottur inn í miðjan fyrri hálfleik en örugglega hjá báðum liðum í seinni hálfleik þá var ekki bolti varinn.“ „Vörnin var ekki góð en við breyttum aftur í fimm-einn vörn eins og við gerðum í fyrri hálfleik. Þá náðum við forskotinu og þvinguðum þá í erfiðari skot og mistök í sókninni. Það gerði útslagið í þessu,“ sagði Einar. Getur ekki kvartað yfir 11 mörkum úr 12 tilraunum Þorsteinn Gauti Hjálmarsson var fremstur meðal jafningja í sóknarleik Framara en hann skoraði ellefu mörk í leiknum. Hann var með fullkomna nýtingu lengst af en klikkaði á dauðafæri á síðustu andartökum leiksins. „Ég var bara hættur að horfa, svo frétti ég það að hann væri með ellefu mörk úr ellefu tilraunum. Við þiggjum alveg ellefu mörk úr tólf skotum,“ sagði Einar um frammistöðu Þorsteins. Föstudagskvöld hafa ekki reynst vel Á annað hundrað manns mættu í Lambhagahöllina í kvöld og þrátt fyrir mikla markaveislu á vellinum er óhætt að fullyrða að það hafi ekki verið eins mikil stemning í stúkunni. Einar segir að það virðist draga úr mætingu þegar líður á desembermánuð. „Föstudagskvöld hafa ekki verið mjög góð hjá okkur, kannski á öðrum stöðum hafa þau verið ágæt. Mér sýnist sem svo að á öllum íþróttaviðburðum í desember, sérstaklega þegar fer að líða á, þá er það bara erfitt. Fólk er að gera annað en það er enginn svikinn að koma hingað, fullt af mörkum og stuð inn á vellinum.“ Hægri skytta Framara, Rúnar Kárason, var ekki með í dag og var Einar spurður út í stöðuna á Rúnari. „Hann er bara búinn að vera meiddur í talsverðan tíma. Við höfum prufað hann annað slagið en hann var ekki leikhæfur í dag, því miður,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Olís-deild karla Fram Mest lesið Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira