Sveindísi enn á ný skellt á bekkinn þrátt fyrir fernuna Sindri Sverrisson skrifar 14. desember 2024 14:59 Sveindís Jane Jónsdóttir hefur ítrekað þurft að sætta sig við að vera utan byrjunarliðs Wolfsburg á þessari leiktíð. Getty/Inaki Esnaola Sveindís Jane Jónsdóttir hefur aðeins byrjað tvo deildarleiki fyrir Wolfsburg í Þýskalandi í vetur og það breyttist ekki í dag, þrátt fyrir fernuna sem hún skoraði gegn Roma á metttíma í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í vikunni. Líkt og gegn Roma og svo oft á þessari leiktíð þá kom Sveindís inn á sem varamaður gegn Werder Bremen í dag. Staðan var þá 2-1 Wolfsburg í vil, eftir tvennu frá Hollendingnum Lineth Beerensteyn, og Jule Brand bætti svo við þriðja marki Wolfsburg sem vann 3-1 útisigur. Wolfsburg er því með 28 stig, stigi á eftir toppliðum Frankfurt og Leverkusen, eftir 12 leiki. Sú staðreynd að Sveindís sé ítrekað á varamannabekk Wolfsburg gæti ýtt undir það að hún yfirgefi félagið þegar samningur hennar við það rennur út næsta sumar. Hún spurð út í framtíð sína hjá félaginu, eftir sigurinn gegn Roma á miðvikudag, en gaf lítið uppi: „Ég hef ekkert verið að hugsa um þetta, heldur bara að gera mitt besta fyrir Wolfsburg og fá eins margar mínútur og ég get. Vonandi munum við í náinni framtíð vita hvað ég geri en ég er mjög ánægð hjá Wolfsburg svo það er allt enn opið,“ sagði Sveindís. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inn á sem varamaður hjá Leverkusen fyrr í dag þegar liðið jafnaði Frankfurt á toppi deildarinnar með 2-0 sigri gegn Freiburg. Karólína kom inn á þegar um hálftími var eftir, í stöðunni 1-0, en Leverkusen innsiglaði sigurinn með marki seint í uppbótartíma. Hin tvítuga Sofie Zdebel og hin 18 ára Delice Boboy skoruðu mörk Leverkusen. Þetta var fimmti sigur Leverkusen í röð í deildinni og eins og fyrr segir eru Leverkusen og Frankfurt jöfn á toppnum með 29 stig eftir 12 leiki. Glódís Perla Viggósdóttir og samherjar í Bayern eru svo þremur stigum neðar, með leik við Potsdam á morgun til góða. Amanda ekki með Twente Amanda Andradóttir, sem skoraði um síðustu helgi í 4-0 sigri gegn Heerenveen, var ekki í leikmannahópi Twente í hollensku úrvalsdeildinni í dag. Liðið tapaði 2-1 gegn Zwolle og er í 4. sæti hollensku deildarinnar með 17 stig eftir níu leiki. Hildur tekinn af velli eftir fyrri hálfleik Á Spáni var fjórða landsliðskonan, Hildur Antonsdóttir, í byrjunarliði Madrid CFF sem tapaði á útivelli gegn Granada, 1-0. Hildur var önnur tveggja leikmanna Madridarliðsins sem skipt var af velli eftir fyrri hálfleikinn, en staðan var 1-0 að honum loknum. Eftir sigurinn er Granada þremur stigum fyrir ofan Madrid sem situr í 10. sæti af 16 liðum og er með 16 stig eftir 13 leiki. Þýski boltinn Hollenski boltinn Spænski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane Jónsdóttir varð í kvöld fyrsti íslenski leikmaðurinn í sögunni sem nær að skora fernu í aðalkeppni Meistaradeildarinnar. 11. desember 2024 23:02 Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði fernu í Meistaradeildinni í kvöld þegar Wolfsburg vann 6-1 sigur á Roma og tryggði sér sæti í útsláttarkeppni keppninnar. 11. desember 2024 22:43 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Sjá meira
Líkt og gegn Roma og svo oft á þessari leiktíð þá kom Sveindís inn á sem varamaður gegn Werder Bremen í dag. Staðan var þá 2-1 Wolfsburg í vil, eftir tvennu frá Hollendingnum Lineth Beerensteyn, og Jule Brand bætti svo við þriðja marki Wolfsburg sem vann 3-1 útisigur. Wolfsburg er því með 28 stig, stigi á eftir toppliðum Frankfurt og Leverkusen, eftir 12 leiki. Sú staðreynd að Sveindís sé ítrekað á varamannabekk Wolfsburg gæti ýtt undir það að hún yfirgefi félagið þegar samningur hennar við það rennur út næsta sumar. Hún spurð út í framtíð sína hjá félaginu, eftir sigurinn gegn Roma á miðvikudag, en gaf lítið uppi: „Ég hef ekkert verið að hugsa um þetta, heldur bara að gera mitt besta fyrir Wolfsburg og fá eins margar mínútur og ég get. Vonandi munum við í náinni framtíð vita hvað ég geri en ég er mjög ánægð hjá Wolfsburg svo það er allt enn opið,“ sagði Sveindís. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inn á sem varamaður hjá Leverkusen fyrr í dag þegar liðið jafnaði Frankfurt á toppi deildarinnar með 2-0 sigri gegn Freiburg. Karólína kom inn á þegar um hálftími var eftir, í stöðunni 1-0, en Leverkusen innsiglaði sigurinn með marki seint í uppbótartíma. Hin tvítuga Sofie Zdebel og hin 18 ára Delice Boboy skoruðu mörk Leverkusen. Þetta var fimmti sigur Leverkusen í röð í deildinni og eins og fyrr segir eru Leverkusen og Frankfurt jöfn á toppnum með 29 stig eftir 12 leiki. Glódís Perla Viggósdóttir og samherjar í Bayern eru svo þremur stigum neðar, með leik við Potsdam á morgun til góða. Amanda ekki með Twente Amanda Andradóttir, sem skoraði um síðustu helgi í 4-0 sigri gegn Heerenveen, var ekki í leikmannahópi Twente í hollensku úrvalsdeildinni í dag. Liðið tapaði 2-1 gegn Zwolle og er í 4. sæti hollensku deildarinnar með 17 stig eftir níu leiki. Hildur tekinn af velli eftir fyrri hálfleik Á Spáni var fjórða landsliðskonan, Hildur Antonsdóttir, í byrjunarliði Madrid CFF sem tapaði á útivelli gegn Granada, 1-0. Hildur var önnur tveggja leikmanna Madridarliðsins sem skipt var af velli eftir fyrri hálfleikinn, en staðan var 1-0 að honum loknum. Eftir sigurinn er Granada þremur stigum fyrir ofan Madrid sem situr í 10. sæti af 16 liðum og er með 16 stig eftir 13 leiki.
Þýski boltinn Hollenski boltinn Spænski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane Jónsdóttir varð í kvöld fyrsti íslenski leikmaðurinn í sögunni sem nær að skora fernu í aðalkeppni Meistaradeildarinnar. 11. desember 2024 23:02 Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði fernu í Meistaradeildinni í kvöld þegar Wolfsburg vann 6-1 sigur á Roma og tryggði sér sæti í útsláttarkeppni keppninnar. 11. desember 2024 22:43 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Sjá meira
Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane Jónsdóttir varð í kvöld fyrsti íslenski leikmaðurinn í sögunni sem nær að skora fernu í aðalkeppni Meistaradeildarinnar. 11. desember 2024 23:02
Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði fernu í Meistaradeildinni í kvöld þegar Wolfsburg vann 6-1 sigur á Roma og tryggði sér sæti í útsláttarkeppni keppninnar. 11. desember 2024 22:43