Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. desember 2024 18:16 Jamie Foxx lenti í því miður óheppilega atviki að glasi var grýtt í andlit hans þegar hann var að fagna afmæli sínu á veitingastað á föstudag. Getty Óprúttinn aðili henti glasi í munn leikarans Jamie Foxx á 57 ára afmæli hans á föstudag. Sauma þurfti spor í andlit leikarans eftir atvikið en Foxx sjálfur segist þó of lánsamur til að stressa sig á málinu. Foxx var á veitingastaðnum Mr. Chow í Beverly Hills að fagna afmæli sínu á föstudagskvöld þegar atvikið átti sér stað. Lögregla var kölluð á vettvang um tíuleytið vegna meintra slagsmála og kom í ljós að einhver hafði kastað glasi í Foxx og hæft hann í munninn. „Hann þurfti að fá sauma og er að jafna sig. Lögreglan var kölluð á vettvang og málið er nú á borði lögreglunnar,“ sagði talsmaður Foxx við TMZ Vitni sem voru á staðnum greindu TMZ frá því að viðskiptavinir á næsta borði hefði verið dónalegir og klúrir við Foxx. Hann hafi beðið þau um að hætta dónaskapnum í ljósi þess að fjölskylda hans var á staðnum. Í kjölfarið hafi einhver við borðið kastað glasinu í andlit hans. Djöfullinn ekki til... en sé samt upptekinn Jamie Foxx sjálfur birti færslu á Instagram-aðgangi sínum fyrr í dag þar sem hann þakkar aðdáendum sínum fyrir stuðninginn og kveðjurnar. „Djöfulinn er upptekinn... en ég er of blessaður til að vera stressaður,“ segir á myndinni sem hann birtir. Með færslunnni er síðan mun lengri texti þar sem hann þakkar fyrir sig. View this post on Instagram A post shared by Jamie Foxx (@iamjamiefoxx) „Djöfullinn er lygi. Getur ekki unnið hér... takk allir sem hafa beðið til Guðs og tékkað á mér... þegar ljósið þitt skín skært... reyna þau að færa þér myrkur ... en þau vita ekki að þú ert byggður fyrir það... ljósin hafa skinið skært,“ skrifar hann meðal annars við færsluna. Foxx var lengi frá sviðsljósinu á síðasta ári og var það lengi vel óútskýrt. Nýlega greindi hann frá því að hann hefði fengið heilablóðfall og blæðingu inn á heila. Hann fór í aðgerð og þurfti síðan að sinna langri endurhæfingu. Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Foxx var á veitingastaðnum Mr. Chow í Beverly Hills að fagna afmæli sínu á föstudagskvöld þegar atvikið átti sér stað. Lögregla var kölluð á vettvang um tíuleytið vegna meintra slagsmála og kom í ljós að einhver hafði kastað glasi í Foxx og hæft hann í munninn. „Hann þurfti að fá sauma og er að jafna sig. Lögreglan var kölluð á vettvang og málið er nú á borði lögreglunnar,“ sagði talsmaður Foxx við TMZ Vitni sem voru á staðnum greindu TMZ frá því að viðskiptavinir á næsta borði hefði verið dónalegir og klúrir við Foxx. Hann hafi beðið þau um að hætta dónaskapnum í ljósi þess að fjölskylda hans var á staðnum. Í kjölfarið hafi einhver við borðið kastað glasinu í andlit hans. Djöfullinn ekki til... en sé samt upptekinn Jamie Foxx sjálfur birti færslu á Instagram-aðgangi sínum fyrr í dag þar sem hann þakkar aðdáendum sínum fyrir stuðninginn og kveðjurnar. „Djöfulinn er upptekinn... en ég er of blessaður til að vera stressaður,“ segir á myndinni sem hann birtir. Með færslunnni er síðan mun lengri texti þar sem hann þakkar fyrir sig. View this post on Instagram A post shared by Jamie Foxx (@iamjamiefoxx) „Djöfullinn er lygi. Getur ekki unnið hér... takk allir sem hafa beðið til Guðs og tékkað á mér... þegar ljósið þitt skín skært... reyna þau að færa þér myrkur ... en þau vita ekki að þú ert byggður fyrir það... ljósin hafa skinið skært,“ skrifar hann meðal annars við færsluna. Foxx var lengi frá sviðsljósinu á síðasta ári og var það lengi vel óútskýrt. Nýlega greindi hann frá því að hann hefði fengið heilablóðfall og blæðingu inn á heila. Hann fór í aðgerð og þurfti síðan að sinna langri endurhæfingu.
Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira