Talsverðar líkur á hvítum jólum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. desember 2024 12:02 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur Jólasnjór hylur nú götur á höfuðborgarsvæðinu og víðar um land nú þegar átta dagar eru til jóla. Og þá er ekki úr vegi að spyrja veðurfræðing hvort jólin verði hvít eða rauð í ár, spár liggja fyrir. „Við erum með þennan fallega jólasnjó og bætir heldur á næstu daga um vestanvert landið. Svo eru allar líkur á að hann taki upp á föstudag í skammvinnri leysingu sem gengur hér yfir landið. Það er gangur í veðurkerfunum og mikið um að vera um norðanvert Atlantshafið en við sleppum að mestu við leysinguna upp frá því,“ segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku. „Þannig að ég met það svo að það verði talsverð úrkoma hér dagana fyrir jólin og víðast hvar þá fellur hún sem snjór. Og það má segja að það séu talsvert miklar líkur á að það verði snjór hér yfir Þorláksmessu og aðfangadag.“ Raunveruleiki bílaeigenda nú í morgun og væntanlega næstu daga.vísir/vilhelm Ef horft er á Suðvesturhluta landsins þá gera safnspár ráð fyrir að 70 prósent líkur séu á hvítum jólum og 30 prósent líkur á að jólin verði rauð. Erfitt sé að segja til um ferðaveður milli landshluta yfir hátíðarnar. „Það verður nú bara að skýrast þegar nær dregur en eins og þú segir þá er talsverður atgangur en við virðumst nú ætla að sleppa við það versta sem stefnir meira á Skotland, Færeyjar og vestur Noreg þannig maður er svona hóflega bjartsýnn á framhaldið.“ Fallegur jólasnjór, en fylgir honum einhver lægð? „Nei lægðirnar eru ekki hjá okkur, ekki þannig. Þær fara nú hjá kannski og einhver úrkoma með þeim og meira kannski einhver éljagangur. Ekki ósvipað og er núna, en þetta er staðan í dag, 16. desember og það getur auðvitað ýmislegt breyst næstu fimm til sex daga eins og alltaf í þessum veðurspám.“ Veður Jól Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Erlent Fleiri fréttir Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Sjá meira
„Við erum með þennan fallega jólasnjó og bætir heldur á næstu daga um vestanvert landið. Svo eru allar líkur á að hann taki upp á föstudag í skammvinnri leysingu sem gengur hér yfir landið. Það er gangur í veðurkerfunum og mikið um að vera um norðanvert Atlantshafið en við sleppum að mestu við leysinguna upp frá því,“ segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku. „Þannig að ég met það svo að það verði talsverð úrkoma hér dagana fyrir jólin og víðast hvar þá fellur hún sem snjór. Og það má segja að það séu talsvert miklar líkur á að það verði snjór hér yfir Þorláksmessu og aðfangadag.“ Raunveruleiki bílaeigenda nú í morgun og væntanlega næstu daga.vísir/vilhelm Ef horft er á Suðvesturhluta landsins þá gera safnspár ráð fyrir að 70 prósent líkur séu á hvítum jólum og 30 prósent líkur á að jólin verði rauð. Erfitt sé að segja til um ferðaveður milli landshluta yfir hátíðarnar. „Það verður nú bara að skýrast þegar nær dregur en eins og þú segir þá er talsverður atgangur en við virðumst nú ætla að sleppa við það versta sem stefnir meira á Skotland, Færeyjar og vestur Noreg þannig maður er svona hóflega bjartsýnn á framhaldið.“ Fallegur jólasnjór, en fylgir honum einhver lægð? „Nei lægðirnar eru ekki hjá okkur, ekki þannig. Þær fara nú hjá kannski og einhver úrkoma með þeim og meira kannski einhver éljagangur. Ekki ósvipað og er núna, en þetta er staðan í dag, 16. desember og það getur auðvitað ýmislegt breyst næstu fimm til sex daga eins og alltaf í þessum veðurspám.“
Veður Jól Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Erlent Fleiri fréttir Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Sjá meira