Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. desember 2024 20:04 Júlía Sól og Djásn, sem er uppáhalds kindin hennar í fjárhúsinu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sautján ára stelpa á Stokkseyri elskar ekkert meira en íslensku sauðkindina enda er hún með um 100 fjár með pabba sínum í þorpinu. Ærin Djásn er í sérstöku uppáhaldi hjá henni. Hér erum við að tala um Júlíu Sól Sigurfinnsdóttur, sem hefur alltaf haft mikið dálæti á kindum og líður hvergi eins vel og þegar hún er innan um kindurnar sínar í fjárhúsinu á Stokkseyri. Hún gegnir þeim tvisvar á dag og svo á hún sína uppáhalds kinda, hana Djásn, sem er mjög, mjög gæf. „Frá því að maður fæddist þá hefur þetta bara verið mitt helst áhugamál. Ég er fædd og uppalinn við þetta, bara í sveitinni alla daga og svo er pabbi búin að vera í þessu síðan hann var stráklingur,“ segir Júlía. Júlía segir að vorið sé alltaf skemmtilegast í fjárhúsinu þegar lömbin eru að koma í heiminn og svo þessi árstími þegar fengitíminn stendur yfir. Og þú spáir mikið í ræktun og annað slíkt eða hvað? „ Já, það er náttúrulega alltaf markmiðið að ná góðri ræktun og góðum kindum í stofninn“. Júlía Sól með foreldrum sínum eða þeim Sigurfinni Bjarkarssyni og Guðrúnu Jónu Borgarsdóttur. Fjölskyldan býr á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þú ert ekki nema 17 ára, hvað finnst vinum þínum og vinkonum að þú sért að stússast í þessu, af hverju ertu ekki frekar að kíkja á sæta stráka? „Ég hef svo sem ekki mikið spurt út í það eða pælt í því en þær eru meðvitaðar um þennan mikla áhuga, en á meðan ég hef áhuga þá er um að gera að halda bara áfram í þessu, stússast í þessu í staðin fyrir að elta einhverja stráka, sem eru ekki þessi virði,“ segir Júlía Sól hlæjandi. Og svo er það uppáhalds hrúturinn hennar Júlíu, sem er mjög vel dæmdur og heitir Hrafn. „Þetta er okkar besti hrútur á þessu ári með 90 stig slétt og 19,5 fyrir læri og og 9,5 fyrir bak og 9,5 fyrir malir. Hann er frekar róleg dýpa, er ekkert að stressa sig mikið á hlutunum,“ segir 17 ára sauðfjárræktandinn á Stokkseyri, Júlía Sól. Hér er Júlía Sól með hrútinn Hrafn, sem hefur fengið úrvaldsdóm og þykir mjög efnilegur kynbótahrútur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Sauðfé Landbúnaður Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Hér erum við að tala um Júlíu Sól Sigurfinnsdóttur, sem hefur alltaf haft mikið dálæti á kindum og líður hvergi eins vel og þegar hún er innan um kindurnar sínar í fjárhúsinu á Stokkseyri. Hún gegnir þeim tvisvar á dag og svo á hún sína uppáhalds kinda, hana Djásn, sem er mjög, mjög gæf. „Frá því að maður fæddist þá hefur þetta bara verið mitt helst áhugamál. Ég er fædd og uppalinn við þetta, bara í sveitinni alla daga og svo er pabbi búin að vera í þessu síðan hann var stráklingur,“ segir Júlía. Júlía segir að vorið sé alltaf skemmtilegast í fjárhúsinu þegar lömbin eru að koma í heiminn og svo þessi árstími þegar fengitíminn stendur yfir. Og þú spáir mikið í ræktun og annað slíkt eða hvað? „ Já, það er náttúrulega alltaf markmiðið að ná góðri ræktun og góðum kindum í stofninn“. Júlía Sól með foreldrum sínum eða þeim Sigurfinni Bjarkarssyni og Guðrúnu Jónu Borgarsdóttur. Fjölskyldan býr á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þú ert ekki nema 17 ára, hvað finnst vinum þínum og vinkonum að þú sért að stússast í þessu, af hverju ertu ekki frekar að kíkja á sæta stráka? „Ég hef svo sem ekki mikið spurt út í það eða pælt í því en þær eru meðvitaðar um þennan mikla áhuga, en á meðan ég hef áhuga þá er um að gera að halda bara áfram í þessu, stússast í þessu í staðin fyrir að elta einhverja stráka, sem eru ekki þessi virði,“ segir Júlía Sól hlæjandi. Og svo er það uppáhalds hrúturinn hennar Júlíu, sem er mjög vel dæmdur og heitir Hrafn. „Þetta er okkar besti hrútur á þessu ári með 90 stig slétt og 19,5 fyrir læri og og 9,5 fyrir bak og 9,5 fyrir malir. Hann er frekar róleg dýpa, er ekkert að stressa sig mikið á hlutunum,“ segir 17 ára sauðfjárræktandinn á Stokkseyri, Júlía Sól. Hér er Júlía Sól með hrútinn Hrafn, sem hefur fengið úrvaldsdóm og þykir mjög efnilegur kynbótahrútur.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Sauðfé Landbúnaður Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira