Manchester City var 1-0 yfir þegar 87 mínútur voru liðnar en missti frá sér sigurinn og stigin til nágranna sinna á lokmínútunum. Enn eitt tapið á síðustu vikum hjá særðu liði Pep Guardiola.
Breska ríkisútvarpið bauð lesendum vefsins að gefa leikmönnum liðanna einkunn.
Nunes fékk yfirburðarkosningu en hann var með meðaleinkunn upp á 9,22. Það mætti halda að hann hafi átt stórkostlegan leik en það var þó ekki svo.
Nunes gaf meðal annars vítaspyrnu sem United jafnaði metin úr en aðeins 115 sekúndum síðar skoraði Amad Diallo síðan sigurmarkið. Diallo hafði einmitt fiskað vítið sem Bruno Fernandes jafnaði metin úr. Það kom eftir hræðilega sendinu Nunes aftur til markvarðar síns.
Það er ekki hægt að lesa annað úr frábærri kosningu Nunes að þar hafi stuðningsmenn Manchester United ákveðið að stríða City leikmanninum. Þeir voru auðvitað mjög ánægðir með brot hans á Diallo sem kom United aftur inn í leikinn.
Hér fyrir neðan má niðurstöðu kosningarinnar.
Matheus Nunes is being voted man of the match on BBC, I suspect United fans are having a significant say in the voting 😂 pic.twitter.com/zUCiYn0agm
— SA💯 (@19SA99) December 15, 2024