Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar 17. desember 2024 08:02 Gerðu það sem þú getur, með það sem þú hefur, hér og nú. Og þegar þú getur betur, gerðu þá betur. Þessi orð, sem má rekja til tveggja snillinga – bandaríska forsetans Theodore Roosevelt og rithöfundarins Mayu Angelou – mynda heildstæða hugsun sem getur verið leiðarljós í flóknu og síbreytilegu umhverfi nútímans. Roosevelt hvatti fólk til að nýta núverandi aðstæður og þau úrræði sem það hefur til að gera sitt besta. Angelou bætti við að þegar við lærum meira og skiljum betur beri okkur að haga okkur samkvæmt því og gera enn betur. Saman gefa þessi sjónarmið okkur praktíska nálgun: Byrjaðu þar sem þú ert hér og nú, nýttu það sem þú hefur og þegar þekkingin eykst, bættu það sem betur má fara. Ný tækni, ný tækifæri Í heimi hraðra tækniframfara, þar sem gervigreind og stafrænar lausnir breyta landslaginu dag hvern, stöndum við frammi fyrir nýjum tækifærum. Við höfum aðgang að áður óhugsanlegu magni upplýsinga og verkfæra. Spurningin er: Hvernig nýtum við þau skynsamlega til að ná árangri og þróast sem einstaklingar? Nýttu það sem þú hefur í dag Fyrsta skrefið er að nýta þá burði sem þegar eru fyrir hendi. Þú þarft ekki að bíða eftir fullkomnum aðstæðum eða tækifærum til að hefjast handa. Hvort sem um ræðir verkefni í vinnu, námi eða einkalífi, getur þú byrjað strax að breyta og bæta. Tæknilausnir eins og gervigreind geta hjálpað til við að leysa vandamál á nýstárlegan hátt, auka skilvirkni og bæta lífsgæði. Þróaðu þig áfram Við megum ekki staðna. Þegar við öðlumst meiri þekkingu og dýpri skilning eigum við að nýta það svigrúm sem þannig skapast til að gera enn betur. Þetta felur í sér opið hugarfar, viljann til að prófa nýjar lausnir og sveigjanleika gagnvart breyttum aðstæðum. Með stöðugri framþróun eflum við getu okkar til að bæta bæði okkur sjálf og umhverfi okkar. Hagnýt leið í amstri dagsins Hvernig getum við beitt þessari hugsun í raun? Í vinnu: Nýttu þau verkfæri sem til eru til að auka skilvirkni. Lærðu á ný forrit, prófaðu nýjar aðferðir og leitaðu stöðugt betri lausna. Mínúta við undirbúning getur sparað klukkustund í framkvæmd. Í námi: Notaðu aðgengilegar upplýsingar á netinu, lesefni og námsefni til að dýpka skilning þinn. Virkjaðu gervigreindina sem lærimeistara. Lestu klukkustundir á dag. Þegar þú skilur hlutina betur geturðu beitt þekkingunni til að ná enn betri árangri. Í samskiptum: Vertu opinn fyrir nýjum sjónarmiðum. Aukinn skilningur á fólki og umhverfi þínu getur styrkt tengsl og aukið samkennd. Í hátæknivæddum heimi verður tilfinningagreind og samskiptalipurð meðal verðmætustu hæfileika. Framtíðin er björt ef við tökum frumkvæði Tæknin mun halda áfram að þróast með ógnarhraða og það er okkar að beita henni skynsamlega, af mennsku og framsýni. Ef við nýtum það sem til er og bætum okkur, samhliða aukinni þekkingu, getum við mótað farsæla framtíð. Stígðu skrefið strax. Gerðu það sem þú getur, með því sem þú hefur, hér og nú. Og þegar þú getur betur, gerðu þá betur. Þessi einfalda, en þó djúpa hugsun er lykill að stöðugum vexti. Með henni getum við bætt okkur sjálf, haft jákvæð áhrif á umhverfið og byggt upp líf sem er stöðugt í þróun til hins betra. Aðstæður verða aldrei réttar, tímasetningin aldrei fullkomin, og við aldrei fullnumin. Sú staðreynd er frelsandi: Við getum ávallt gert okkar besta í dag og svo gert enn betur á morgun. Framtíðin bíður þeirra sem taka frumkvæði og stíga skrefið sem rímar við þessi orð sem eignuð eru heilögum Frans frá Assisi: „Byrjaðu á því nauðsynlega, svo því mögulega og áður en þú veist af ertu farinn að gera það ómögulega.” Höfundur er fyrrum framkvæmdastjóri Stjórnunarfélagsins og með 36 ára reynslu á sviði fyrirlestra- og námskeiðahalds. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Sigurðsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Gerðu það sem þú getur, með það sem þú hefur, hér og nú. Og þegar þú getur betur, gerðu þá betur. Þessi orð, sem má rekja til tveggja snillinga – bandaríska forsetans Theodore Roosevelt og rithöfundarins Mayu Angelou – mynda heildstæða hugsun sem getur verið leiðarljós í flóknu og síbreytilegu umhverfi nútímans. Roosevelt hvatti fólk til að nýta núverandi aðstæður og þau úrræði sem það hefur til að gera sitt besta. Angelou bætti við að þegar við lærum meira og skiljum betur beri okkur að haga okkur samkvæmt því og gera enn betur. Saman gefa þessi sjónarmið okkur praktíska nálgun: Byrjaðu þar sem þú ert hér og nú, nýttu það sem þú hefur og þegar þekkingin eykst, bættu það sem betur má fara. Ný tækni, ný tækifæri Í heimi hraðra tækniframfara, þar sem gervigreind og stafrænar lausnir breyta landslaginu dag hvern, stöndum við frammi fyrir nýjum tækifærum. Við höfum aðgang að áður óhugsanlegu magni upplýsinga og verkfæra. Spurningin er: Hvernig nýtum við þau skynsamlega til að ná árangri og þróast sem einstaklingar? Nýttu það sem þú hefur í dag Fyrsta skrefið er að nýta þá burði sem þegar eru fyrir hendi. Þú þarft ekki að bíða eftir fullkomnum aðstæðum eða tækifærum til að hefjast handa. Hvort sem um ræðir verkefni í vinnu, námi eða einkalífi, getur þú byrjað strax að breyta og bæta. Tæknilausnir eins og gervigreind geta hjálpað til við að leysa vandamál á nýstárlegan hátt, auka skilvirkni og bæta lífsgæði. Þróaðu þig áfram Við megum ekki staðna. Þegar við öðlumst meiri þekkingu og dýpri skilning eigum við að nýta það svigrúm sem þannig skapast til að gera enn betur. Þetta felur í sér opið hugarfar, viljann til að prófa nýjar lausnir og sveigjanleika gagnvart breyttum aðstæðum. Með stöðugri framþróun eflum við getu okkar til að bæta bæði okkur sjálf og umhverfi okkar. Hagnýt leið í amstri dagsins Hvernig getum við beitt þessari hugsun í raun? Í vinnu: Nýttu þau verkfæri sem til eru til að auka skilvirkni. Lærðu á ný forrit, prófaðu nýjar aðferðir og leitaðu stöðugt betri lausna. Mínúta við undirbúning getur sparað klukkustund í framkvæmd. Í námi: Notaðu aðgengilegar upplýsingar á netinu, lesefni og námsefni til að dýpka skilning þinn. Virkjaðu gervigreindina sem lærimeistara. Lestu klukkustundir á dag. Þegar þú skilur hlutina betur geturðu beitt þekkingunni til að ná enn betri árangri. Í samskiptum: Vertu opinn fyrir nýjum sjónarmiðum. Aukinn skilningur á fólki og umhverfi þínu getur styrkt tengsl og aukið samkennd. Í hátæknivæddum heimi verður tilfinningagreind og samskiptalipurð meðal verðmætustu hæfileika. Framtíðin er björt ef við tökum frumkvæði Tæknin mun halda áfram að þróast með ógnarhraða og það er okkar að beita henni skynsamlega, af mennsku og framsýni. Ef við nýtum það sem til er og bætum okkur, samhliða aukinni þekkingu, getum við mótað farsæla framtíð. Stígðu skrefið strax. Gerðu það sem þú getur, með því sem þú hefur, hér og nú. Og þegar þú getur betur, gerðu þá betur. Þessi einfalda, en þó djúpa hugsun er lykill að stöðugum vexti. Með henni getum við bætt okkur sjálf, haft jákvæð áhrif á umhverfið og byggt upp líf sem er stöðugt í þróun til hins betra. Aðstæður verða aldrei réttar, tímasetningin aldrei fullkomin, og við aldrei fullnumin. Sú staðreynd er frelsandi: Við getum ávallt gert okkar besta í dag og svo gert enn betur á morgun. Framtíðin bíður þeirra sem taka frumkvæði og stíga skrefið sem rímar við þessi orð sem eignuð eru heilögum Frans frá Assisi: „Byrjaðu á því nauðsynlega, svo því mögulega og áður en þú veist af ertu farinn að gera það ómögulega.” Höfundur er fyrrum framkvæmdastjóri Stjórnunarfélagsins og með 36 ára reynslu á sviði fyrirlestra- og námskeiðahalds.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun