Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2024 20:30 Lamine Yamal kann greinilega vel við sig í bleiku. Menn verða líka varla bleikari en þetta. @lamineyamal Spænska undrabarnið Lamine Yamal tékkaði i enn eitt boxið í vikunni þegar nýir skór sérhannaðir í hans nafni voru settir á markað. Besti ungi leikmaður síðasta Evrópumóts og besti ungi leikmaður ársins á verðlaunahátíð Ballon d'Or hefur svo sannarlega átt magnað ár. Þessi sautján ára strákur vann sig inn í byrjunarlið Barcelona, stóð sig frábæralega þar og varð svo lykilmaður þegar Spánverjar tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn síðasta sumar. Hann er að flestum talinn vera ein af framtíðarstórstjörnum fótboltans og meira að segja Lionel Messi sér sjálfan sig í honum. Það kemur því ekki á óvart að íþróttavöruframleiðendur hafi sýnt honum áhuga. Lamine Yamal kynnti skóna sína í gær og var þar bleikur frá toppi til táar í myndatökunni. Það var ekki að ástæðulausu, því nýju skórnir hans eru bleikir. Skórnir bera nafnið F50 LY304 og eru hannaðir af Adidas. Það er samt ekki endalaust til af þeim því aðeins 304 pör fóru í framleiðslu. Hætt við því að það verði barist um þessa skó. Skórnir halda upp á þetta magnaða ár stráksins en auk afreka sinna inn á fótboltanum þá var strákurinn einnig að klára gagnfræðaskólann á árinu. Hann er náttúrulega bara nýorðin sautján ára. Myndirnar voru samt örugglega teknar áður en hann meiddist á ökkla um síðustu helgi. Yamal spilar vegna þeirra ekki aftur með Barcelona fyrr en á næsta ári og missir því af toppslagnum á móti Atletico Madrid um helgina. View this post on Instagram A post shared by Foot Mercato (@footmercato) Spænski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Sjá meira
Besti ungi leikmaður síðasta Evrópumóts og besti ungi leikmaður ársins á verðlaunahátíð Ballon d'Or hefur svo sannarlega átt magnað ár. Þessi sautján ára strákur vann sig inn í byrjunarlið Barcelona, stóð sig frábæralega þar og varð svo lykilmaður þegar Spánverjar tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn síðasta sumar. Hann er að flestum talinn vera ein af framtíðarstórstjörnum fótboltans og meira að segja Lionel Messi sér sjálfan sig í honum. Það kemur því ekki á óvart að íþróttavöruframleiðendur hafi sýnt honum áhuga. Lamine Yamal kynnti skóna sína í gær og var þar bleikur frá toppi til táar í myndatökunni. Það var ekki að ástæðulausu, því nýju skórnir hans eru bleikir. Skórnir bera nafnið F50 LY304 og eru hannaðir af Adidas. Það er samt ekki endalaust til af þeim því aðeins 304 pör fóru í framleiðslu. Hætt við því að það verði barist um þessa skó. Skórnir halda upp á þetta magnaða ár stráksins en auk afreka sinna inn á fótboltanum þá var strákurinn einnig að klára gagnfræðaskólann á árinu. Hann er náttúrulega bara nýorðin sautján ára. Myndirnar voru samt örugglega teknar áður en hann meiddist á ökkla um síðustu helgi. Yamal spilar vegna þeirra ekki aftur með Barcelona fyrr en á næsta ári og missir því af toppslagnum á móti Atletico Madrid um helgina. View this post on Instagram A post shared by Foot Mercato (@footmercato)
Spænski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Sjá meira