Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2024 20:30 Lamine Yamal kann greinilega vel við sig í bleiku. Menn verða líka varla bleikari en þetta. @lamineyamal Spænska undrabarnið Lamine Yamal tékkaði i enn eitt boxið í vikunni þegar nýir skór sérhannaðir í hans nafni voru settir á markað. Besti ungi leikmaður síðasta Evrópumóts og besti ungi leikmaður ársins á verðlaunahátíð Ballon d'Or hefur svo sannarlega átt magnað ár. Þessi sautján ára strákur vann sig inn í byrjunarlið Barcelona, stóð sig frábæralega þar og varð svo lykilmaður þegar Spánverjar tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn síðasta sumar. Hann er að flestum talinn vera ein af framtíðarstórstjörnum fótboltans og meira að segja Lionel Messi sér sjálfan sig í honum. Það kemur því ekki á óvart að íþróttavöruframleiðendur hafi sýnt honum áhuga. Lamine Yamal kynnti skóna sína í gær og var þar bleikur frá toppi til táar í myndatökunni. Það var ekki að ástæðulausu, því nýju skórnir hans eru bleikir. Skórnir bera nafnið F50 LY304 og eru hannaðir af Adidas. Það er samt ekki endalaust til af þeim því aðeins 304 pör fóru í framleiðslu. Hætt við því að það verði barist um þessa skó. Skórnir halda upp á þetta magnaða ár stráksins en auk afreka sinna inn á fótboltanum þá var strákurinn einnig að klára gagnfræðaskólann á árinu. Hann er náttúrulega bara nýorðin sautján ára. Myndirnar voru samt örugglega teknar áður en hann meiddist á ökkla um síðustu helgi. Yamal spilar vegna þeirra ekki aftur með Barcelona fyrr en á næsta ári og missir því af toppslagnum á móti Atletico Madrid um helgina. View this post on Instagram A post shared by Foot Mercato (@footmercato) Spænski boltinn Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Sjá meira
Besti ungi leikmaður síðasta Evrópumóts og besti ungi leikmaður ársins á verðlaunahátíð Ballon d'Or hefur svo sannarlega átt magnað ár. Þessi sautján ára strákur vann sig inn í byrjunarlið Barcelona, stóð sig frábæralega þar og varð svo lykilmaður þegar Spánverjar tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn síðasta sumar. Hann er að flestum talinn vera ein af framtíðarstórstjörnum fótboltans og meira að segja Lionel Messi sér sjálfan sig í honum. Það kemur því ekki á óvart að íþróttavöruframleiðendur hafi sýnt honum áhuga. Lamine Yamal kynnti skóna sína í gær og var þar bleikur frá toppi til táar í myndatökunni. Það var ekki að ástæðulausu, því nýju skórnir hans eru bleikir. Skórnir bera nafnið F50 LY304 og eru hannaðir af Adidas. Það er samt ekki endalaust til af þeim því aðeins 304 pör fóru í framleiðslu. Hætt við því að það verði barist um þessa skó. Skórnir halda upp á þetta magnaða ár stráksins en auk afreka sinna inn á fótboltanum þá var strákurinn einnig að klára gagnfræðaskólann á árinu. Hann er náttúrulega bara nýorðin sautján ára. Myndirnar voru samt örugglega teknar áður en hann meiddist á ökkla um síðustu helgi. Yamal spilar vegna þeirra ekki aftur með Barcelona fyrr en á næsta ári og missir því af toppslagnum á móti Atletico Madrid um helgina. View this post on Instagram A post shared by Foot Mercato (@footmercato)
Spænski boltinn Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Sjá meira