Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2024 22:31 Ruben Amorim ræðir málin við Amad Diallo í leiknum á móti Manchester City en Diallo átti síðan eftir að ráða úrslitum í leiknum. Getty/Robbie Jay Barratt Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United er sagt ætla að gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir að upplýsingar um byrjunarlið United leki út löngu fyrir leiki liðsins. Upplýsingar um byrjunarliðið á móti Manchester City láku út um sólarhring fyrir leik. Ruben Amorim, þjálfari liðsins, viðurkenndi að þetta væri „ekki gott mál“ þegar hann var spurður út í lekann eftir leikinn á móti City. Hann hefði eflaust verið miklu pirraðri ef leikurinn hefði tapast. ESPN hefur eftir heimildarmönnum sínum að portúgalski þjálfarinn hafi samt ekki allt of miklar áhyggjur af þessu en þetta lekavandamál hefur verið lengi til vandræða á Old Trafford. Það hefur mikið gengið á hjá félaginu síðustu ár og það er mikill áhugi hjá bæði fjölmiðlamönnum og samfélagsmiðlum að skúbba fréttum úr innsta hring. United hefur minnt starfsfólk sitt á mikilvægi þess að passa upp á það að viðkvæmar liðsupplýsingar leki ekki út til fjölmiðla. Liðin tilkynna venjulega byrjunarlið sín opinberlega 75 mínútum fyrir upphafsflaut. Samkvæmt fyrrnefndum heimildum þá telja forráðamenn United að ekki sé um leikmann eða starfsmann að ræða heldur séu upplýsingarnar að leka út með öðrum hætti. Argentínski leikmaðurinn Alejandro Garnacho og þá aðallega bróðir hans átti að vera sökudólgurinn en United hefur þvertekið fyrir það. „Ég þekki þessa sögu. Ég veit ekki hvar vandamálið liggur. Ég held að það sé nánast ómögulegt að laga þetta í dag því það eru svo margir sem vinna hjá félaginu. Leikmenn tala við umboðsmenn eða aðrir við vini sína. Það er erfitt að finna sökudólginn. Þetta er ekki gott mál en við verðum bara að halda áfram og sjá þá til hvort þeir komast byrjunarliðinu líka fyrir næsta leik,“ sagði Ruben Amorim. Manchester United mætir næst Tottenham á fimmtudaginn í átta liða úrslitum enska deildabikarsins. "It's not a good thing."Ruben Amorim says Manchester United's team leaks are "impossible to fix".#MUFC pic.twitter.com/1Rjd4EhNrS— BBC Sport (@BBCSport) December 16, 2024 Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Sjá meira
Upplýsingar um byrjunarliðið á móti Manchester City láku út um sólarhring fyrir leik. Ruben Amorim, þjálfari liðsins, viðurkenndi að þetta væri „ekki gott mál“ þegar hann var spurður út í lekann eftir leikinn á móti City. Hann hefði eflaust verið miklu pirraðri ef leikurinn hefði tapast. ESPN hefur eftir heimildarmönnum sínum að portúgalski þjálfarinn hafi samt ekki allt of miklar áhyggjur af þessu en þetta lekavandamál hefur verið lengi til vandræða á Old Trafford. Það hefur mikið gengið á hjá félaginu síðustu ár og það er mikill áhugi hjá bæði fjölmiðlamönnum og samfélagsmiðlum að skúbba fréttum úr innsta hring. United hefur minnt starfsfólk sitt á mikilvægi þess að passa upp á það að viðkvæmar liðsupplýsingar leki ekki út til fjölmiðla. Liðin tilkynna venjulega byrjunarlið sín opinberlega 75 mínútum fyrir upphafsflaut. Samkvæmt fyrrnefndum heimildum þá telja forráðamenn United að ekki sé um leikmann eða starfsmann að ræða heldur séu upplýsingarnar að leka út með öðrum hætti. Argentínski leikmaðurinn Alejandro Garnacho og þá aðallega bróðir hans átti að vera sökudólgurinn en United hefur þvertekið fyrir það. „Ég þekki þessa sögu. Ég veit ekki hvar vandamálið liggur. Ég held að það sé nánast ómögulegt að laga þetta í dag því það eru svo margir sem vinna hjá félaginu. Leikmenn tala við umboðsmenn eða aðrir við vini sína. Það er erfitt að finna sökudólginn. Þetta er ekki gott mál en við verðum bara að halda áfram og sjá þá til hvort þeir komast byrjunarliðinu líka fyrir næsta leik,“ sagði Ruben Amorim. Manchester United mætir næst Tottenham á fimmtudaginn í átta liða úrslitum enska deildabikarsins. "It's not a good thing."Ruben Amorim says Manchester United's team leaks are "impossible to fix".#MUFC pic.twitter.com/1Rjd4EhNrS— BBC Sport (@BBCSport) December 16, 2024
Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Sjá meira