Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2024 22:31 Ruben Amorim ræðir málin við Amad Diallo í leiknum á móti Manchester City en Diallo átti síðan eftir að ráða úrslitum í leiknum. Getty/Robbie Jay Barratt Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United er sagt ætla að gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir að upplýsingar um byrjunarlið United leki út löngu fyrir leiki liðsins. Upplýsingar um byrjunarliðið á móti Manchester City láku út um sólarhring fyrir leik. Ruben Amorim, þjálfari liðsins, viðurkenndi að þetta væri „ekki gott mál“ þegar hann var spurður út í lekann eftir leikinn á móti City. Hann hefði eflaust verið miklu pirraðri ef leikurinn hefði tapast. ESPN hefur eftir heimildarmönnum sínum að portúgalski þjálfarinn hafi samt ekki allt of miklar áhyggjur af þessu en þetta lekavandamál hefur verið lengi til vandræða á Old Trafford. Það hefur mikið gengið á hjá félaginu síðustu ár og það er mikill áhugi hjá bæði fjölmiðlamönnum og samfélagsmiðlum að skúbba fréttum úr innsta hring. United hefur minnt starfsfólk sitt á mikilvægi þess að passa upp á það að viðkvæmar liðsupplýsingar leki ekki út til fjölmiðla. Liðin tilkynna venjulega byrjunarlið sín opinberlega 75 mínútum fyrir upphafsflaut. Samkvæmt fyrrnefndum heimildum þá telja forráðamenn United að ekki sé um leikmann eða starfsmann að ræða heldur séu upplýsingarnar að leka út með öðrum hætti. Argentínski leikmaðurinn Alejandro Garnacho og þá aðallega bróðir hans átti að vera sökudólgurinn en United hefur þvertekið fyrir það. „Ég þekki þessa sögu. Ég veit ekki hvar vandamálið liggur. Ég held að það sé nánast ómögulegt að laga þetta í dag því það eru svo margir sem vinna hjá félaginu. Leikmenn tala við umboðsmenn eða aðrir við vini sína. Það er erfitt að finna sökudólginn. Þetta er ekki gott mál en við verðum bara að halda áfram og sjá þá til hvort þeir komast byrjunarliðinu líka fyrir næsta leik,“ sagði Ruben Amorim. Manchester United mætir næst Tottenham á fimmtudaginn í átta liða úrslitum enska deildabikarsins. "It's not a good thing."Ruben Amorim says Manchester United's team leaks are "impossible to fix".#MUFC pic.twitter.com/1Rjd4EhNrS— BBC Sport (@BBCSport) December 16, 2024 Enski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sjá meira
Upplýsingar um byrjunarliðið á móti Manchester City láku út um sólarhring fyrir leik. Ruben Amorim, þjálfari liðsins, viðurkenndi að þetta væri „ekki gott mál“ þegar hann var spurður út í lekann eftir leikinn á móti City. Hann hefði eflaust verið miklu pirraðri ef leikurinn hefði tapast. ESPN hefur eftir heimildarmönnum sínum að portúgalski þjálfarinn hafi samt ekki allt of miklar áhyggjur af þessu en þetta lekavandamál hefur verið lengi til vandræða á Old Trafford. Það hefur mikið gengið á hjá félaginu síðustu ár og það er mikill áhugi hjá bæði fjölmiðlamönnum og samfélagsmiðlum að skúbba fréttum úr innsta hring. United hefur minnt starfsfólk sitt á mikilvægi þess að passa upp á það að viðkvæmar liðsupplýsingar leki ekki út til fjölmiðla. Liðin tilkynna venjulega byrjunarlið sín opinberlega 75 mínútum fyrir upphafsflaut. Samkvæmt fyrrnefndum heimildum þá telja forráðamenn United að ekki sé um leikmann eða starfsmann að ræða heldur séu upplýsingarnar að leka út með öðrum hætti. Argentínski leikmaðurinn Alejandro Garnacho og þá aðallega bróðir hans átti að vera sökudólgurinn en United hefur þvertekið fyrir það. „Ég þekki þessa sögu. Ég veit ekki hvar vandamálið liggur. Ég held að það sé nánast ómögulegt að laga þetta í dag því það eru svo margir sem vinna hjá félaginu. Leikmenn tala við umboðsmenn eða aðrir við vini sína. Það er erfitt að finna sökudólginn. Þetta er ekki gott mál en við verðum bara að halda áfram og sjá þá til hvort þeir komast byrjunarliðinu líka fyrir næsta leik,“ sagði Ruben Amorim. Manchester United mætir næst Tottenham á fimmtudaginn í átta liða úrslitum enska deildabikarsins. "It's not a good thing."Ruben Amorim says Manchester United's team leaks are "impossible to fix".#MUFC pic.twitter.com/1Rjd4EhNrS— BBC Sport (@BBCSport) December 16, 2024
Enski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sjá meira