Real Madrid vann leikinn 3-0 eftir að hafa verið 1-0 yfir í hálfleik.
Kylian Mbappe og Rodrygo skoruðu fyrstu tvö mörkin en Mbappe var með mark og stoðsendingu í leiknum. Þriðja markið skoraði Vinicius Junior úr víti.
Leikurinn var spilaður á Lusail leikvanginum í Katar þar sem Mbappe skoraði þrennu fyrir Frakka í úrslitaleik HM fyrir tveimur árum.
Real Madrid komst í leikinn sem sigurvegari í Meistaradeild Evrópu síðasta vor en mótherjinn komst í gegnum útsláttarkeppni á milli sigurvegara úr samskonar keppnum í hinum álfusamböndunum.
Þetta er í fyrsta sinn sem þessi keppni fer fram en hún var stofnuð um leið og heimsmeistarakeppni félagsliða var stækkuð og látin vera á fjögurra ára fresti.
Kylian Mbappe kom Real í 1-0 á 37. mínútu eftir að hafa fengið frábæra stoðsendingu frá Vinicius Junior.
Rodrygo kom spænska liðinu síðan í 2-0 á 57. mínútu eftir að hafa fengið stoðsendingu frá Mbappe. Dómarinn skoðaði markið í skjánum en komst að því að það hafi ekki verið rangstaða.
Vinicius Junior innsiglaði sigurinn með marki úr vítaspyrnu á 84. mínútu, vítaspyrnu sem Lucas Vazquez fékk.