Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 18. desember 2024 21:02 Guðmundur Ásgeirsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir notkun rafvarnarvopna hingað til mun minni á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Vísir/Einar Rafbyssu var beitt í fyrsta sinn hér á landi í gær þegar lögreglan var kölluð til vegna vopnaðs manns. Öll atburðarásin var tekin upp á búkmyndavélar lögreglumanna á svæðinu og mun sérstakur starfshópur á vegum dómsmálaráðuneytisins fara yfir atvikið. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit ríkislögreglustjóra voru með mikinn viðbúnað við Miklubraut í Reykjavík í gær vegna manns sem var vopnaður hnífi. Lögreglan notaði meðal annars rafbyssu til að yfirbuga manninn en það er í fyrsta sinn sem vopninu er beitt frá því að lögreglan tók rafbyssur í notkun í september á þessu ári. Vopnin hafa þó verið dregin úr slíðri áður eða ræst eða alls tuttugu og níu sinnum í sautján málum. „Ástæðan fyrir því að það er búið að draga úr slíðri þetta oft en í færri málum þá eru kannski tvö vopn á svæðinu. Þá eru bæði dregin upp. Þau eru dregin upp eða ræst. Stundum dugir bara að draga þau upp. Í öðrum tilfellum hefur verið ræst en þá er viðkomandi gefin viðvörun með hljóði og ljósmerki og hingað til, þangað til í gær, hefur það dugað til þess að fá fólk til þess að hlýða skipunum lögreglu,“ segir Guðmundur Ásgeirsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglu. Í verklagi lögreglu er það metið í hverju tilfelli fyrir sig hvort læknir skoði þá sem skotið er á með rafbyssu en lögreglan gefur ekki upp hvort það var gert í gær. Guðmundur segir lögreglumenn meðvitaða um að slys geti orðið þegar vopnin eru notuð. „Slysin sem verða fyrst og fremst þegar þetta vopn er notað er falláverkar þegar fólk fær rafstuð í sig þá stirðnar það upp og fellur og við þurfum að hafa það í huga hvar fólk er statt þegar að við notum þessi tæki.“ Lögreglan á hundrað og tuttugu rafbyssur sem lögreglumenn um allt land hafa aðgang að.Vísir/Einar Eftirlitið sé gott með notkun vopnanna og sérstakur starfshópur á vegum dómsmálaráðuneytisins fari yfir öll atvik þar sem byssurnar eru teknar upp eða notaðar. Þannig verði atvikið í gær skoðað af honum. Þá séu allir lögreglumenn sem bera rafvarnarvopnin með á sér með búkmyndavélar sem séu tengdar slíðrinu og upptökurnar úr þeim eru nýttar þegar atvikin eru skoðuð. „Um leið og vopnið er tekið úr slíðri þá kviknar sjálfkrafa á öllum myndavélum í ákveðnum radíus í kringum vopnið. Allir sem eru að bera þessar myndavéla sem tengjast vélunum. Þá fer upptaka í gang og allt sem sagt skráð og vistað. Þannig hvert og eitt einstaka mál er skoðað og ígrundað eftir notkun.“ Lögreglan Lögreglumál Rafbyssur Tengdar fréttir Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Lögregluþjónar á höfuðborgarsvæðinu beittu síðdegis í gær rafbyssu í fyrsta sinn hér á landi. Það var gert vegna vopnaðs einstaklings sem mun hafa sýnt af sér ógnandi hegðun við Miklubraut í gær og var lögreglan með mikinn viðbúnað á svæðinu. 18. desember 2024 11:33 Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Lögreglumenn hafa fimmtán sinnum dregið rafbyssur úr slíðri eða ræst þær eftir að þeir fengu þær fyrst í hendur í september. Enginn hefur enn verið skotinn með rafbyssu af lögreglumönnum. Hver rafbyssa kostar meira en milljón krónur. 4. nóvember 2024 08:33 Lögreglumenn vopnast rafbyssum í byrjun september Almenningur má eiga von á að sjá lögreglumenn vopnaða rafbyssum á næstunni en þær verða afhentar lögregluembættum á landinu í fyrstu viku september. Lögreglan segir um helming landsmanna hlynntan rafbyssuburði lögreglumanna. 20. ágúst 2024 09:22 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit ríkislögreglustjóra voru með mikinn viðbúnað við Miklubraut í Reykjavík í gær vegna manns sem var vopnaður hnífi. Lögreglan notaði meðal annars rafbyssu til að yfirbuga manninn en það er í fyrsta sinn sem vopninu er beitt frá því að lögreglan tók rafbyssur í notkun í september á þessu ári. Vopnin hafa þó verið dregin úr slíðri áður eða ræst eða alls tuttugu og níu sinnum í sautján málum. „Ástæðan fyrir því að það er búið að draga úr slíðri þetta oft en í færri málum þá eru kannski tvö vopn á svæðinu. Þá eru bæði dregin upp. Þau eru dregin upp eða ræst. Stundum dugir bara að draga þau upp. Í öðrum tilfellum hefur verið ræst en þá er viðkomandi gefin viðvörun með hljóði og ljósmerki og hingað til, þangað til í gær, hefur það dugað til þess að fá fólk til þess að hlýða skipunum lögreglu,“ segir Guðmundur Ásgeirsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglu. Í verklagi lögreglu er það metið í hverju tilfelli fyrir sig hvort læknir skoði þá sem skotið er á með rafbyssu en lögreglan gefur ekki upp hvort það var gert í gær. Guðmundur segir lögreglumenn meðvitaða um að slys geti orðið þegar vopnin eru notuð. „Slysin sem verða fyrst og fremst þegar þetta vopn er notað er falláverkar þegar fólk fær rafstuð í sig þá stirðnar það upp og fellur og við þurfum að hafa það í huga hvar fólk er statt þegar að við notum þessi tæki.“ Lögreglan á hundrað og tuttugu rafbyssur sem lögreglumenn um allt land hafa aðgang að.Vísir/Einar Eftirlitið sé gott með notkun vopnanna og sérstakur starfshópur á vegum dómsmálaráðuneytisins fari yfir öll atvik þar sem byssurnar eru teknar upp eða notaðar. Þannig verði atvikið í gær skoðað af honum. Þá séu allir lögreglumenn sem bera rafvarnarvopnin með á sér með búkmyndavélar sem séu tengdar slíðrinu og upptökurnar úr þeim eru nýttar þegar atvikin eru skoðuð. „Um leið og vopnið er tekið úr slíðri þá kviknar sjálfkrafa á öllum myndavélum í ákveðnum radíus í kringum vopnið. Allir sem eru að bera þessar myndavéla sem tengjast vélunum. Þá fer upptaka í gang og allt sem sagt skráð og vistað. Þannig hvert og eitt einstaka mál er skoðað og ígrundað eftir notkun.“
Lögreglan Lögreglumál Rafbyssur Tengdar fréttir Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Lögregluþjónar á höfuðborgarsvæðinu beittu síðdegis í gær rafbyssu í fyrsta sinn hér á landi. Það var gert vegna vopnaðs einstaklings sem mun hafa sýnt af sér ógnandi hegðun við Miklubraut í gær og var lögreglan með mikinn viðbúnað á svæðinu. 18. desember 2024 11:33 Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Lögreglumenn hafa fimmtán sinnum dregið rafbyssur úr slíðri eða ræst þær eftir að þeir fengu þær fyrst í hendur í september. Enginn hefur enn verið skotinn með rafbyssu af lögreglumönnum. Hver rafbyssa kostar meira en milljón krónur. 4. nóvember 2024 08:33 Lögreglumenn vopnast rafbyssum í byrjun september Almenningur má eiga von á að sjá lögreglumenn vopnaða rafbyssum á næstunni en þær verða afhentar lögregluembættum á landinu í fyrstu viku september. Lögreglan segir um helming landsmanna hlynntan rafbyssuburði lögreglumanna. 20. ágúst 2024 09:22 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Lögregluþjónar á höfuðborgarsvæðinu beittu síðdegis í gær rafbyssu í fyrsta sinn hér á landi. Það var gert vegna vopnaðs einstaklings sem mun hafa sýnt af sér ógnandi hegðun við Miklubraut í gær og var lögreglan með mikinn viðbúnað á svæðinu. 18. desember 2024 11:33
Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Lögreglumenn hafa fimmtán sinnum dregið rafbyssur úr slíðri eða ræst þær eftir að þeir fengu þær fyrst í hendur í september. Enginn hefur enn verið skotinn með rafbyssu af lögreglumönnum. Hver rafbyssa kostar meira en milljón krónur. 4. nóvember 2024 08:33
Lögreglumenn vopnast rafbyssum í byrjun september Almenningur má eiga von á að sjá lögreglumenn vopnaða rafbyssum á næstunni en þær verða afhentar lögregluembættum á landinu í fyrstu viku september. Lögreglan segir um helming landsmanna hlynntan rafbyssuburði lögreglumanna. 20. ágúst 2024 09:22