Kist náði níu pílna leiknum þegar hann kláraði fyrsta settið. Hann náði 180 í tvígang og í þriðju heimsókn sinni tók hann svo út 141.
🚨 KIST HITS A NINE-DARTER! 🚨
— PDC Darts (@OfficialPDC) December 18, 2024
Christian Kist hits a nine-darter! 👏
Incredible scenes at Ally Pally! 🤯
📺 https://t.co/pIQvhqYxEj#WCDarts | R1 pic.twitter.com/1NFk4M4xvs
Fyrir þetta fékk Kist sextíu þúsund pund, eða 10,6 milljónir íslenskra króna. Sama upphæð fór til góðgerðasamtaka og eins heppins áhorfanda í Alexandra höllinni í London þar sem HM fer að venju fram.
Níu pílna leikurinn hjá Kist var sá fyrsti á HM frá því Michael Smith náði því í úrslitaleik HM 2023. Alls hafa verið fimmtán níu pílna leikir í sögu heimsmeistaramótsins.
Þrátt fyrir að afreka það tapaði Kist leiknum, 3-2. Razma mætir Dirk van Duijvenbode í næstu umferð.