Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Sindri Sverrisson skrifar 19. desember 2024 14:43 Ómar Ingi Magnússon og Óðinn Þór Ríkharðsson glaðbeittir í landsleik. Óðinn er á leiðinni á HM en Ómar missir nær örugglega af öllu mótinu vegna meiðsla. vísir/Anton Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari í handbolta, segir það í raun fínt að Ómar Ingi Magnússon sé ekki „spurningamerki“ fyrir heimsmeistaramótið í næsta mánuði. Meiðsli hans séu þannig að Snorri þurfti strax að finna leiðir til að spila án Ómars. Ómar sleit þrjú liðbönd í hægri ökkla í leik með Magdeburg um síðustu mánaðamót og var þá sagður í versta falli þurfa að vera frá keppni í þrjá mánuði. Snorri valdi því annan Selfyssing, Teit Örn Einarsson, með Viggó Kristjánssyni í stöðu hægri skyttu. „Ómar verður ekki leikfær nema eitthvað kraftaverk gerist. Að því sögðu er fínt fyrir mann sem þjálfara að þetta sé ekki spurningamerki,“ sagði Snorri á blaðamannafundi í dag þegar hann tilkynnti HM-hópinn. „Það segir sig sjálft að þegar lykilmaður dettur út þá þarf maður að velta hlutum fyrir sér. Þetta er kannski ekki hausverkur en það fór smátími í að velta fyrir okkur hvaða leið við vildum fara þegar Ómar datt út. Á endanum varð Teitur fyrir valinu,“ sagði Snorri. Línumaðurinn Elliði Snær Viðarsson hefur einnig verið frá keppni vegna meiðsla en er í HM-hópnum og vonast Snorri til að hann nái að spila næstu leiki með Gummersbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, áður en landsliðið kemur saman til æfinga 2. janúar. „Elliði er búinn að vera spurningamerki og er nýbyrjaður að spila aftur. Ég hef verið í góðu sambandi við hann og Guðjón Val. Hann er í frábæru líkamlegu formi en auðvitað er betra að menn séu búnir að vera að spila leiki. Hann er samt það mikilvægur og í stóru hlutverki hjá okkur að það er mikilvægt að hafa hann í hópnum. Það kann vel að vera að það taki hann smátíma að komast í sitt besta form, en hann gæti náð 2-3 leikjum í Þýskalandi áður en hann kemur til móts við liðið,“ sagði Snorri. Ísland á svo vináttulandsleiki ytra við Svía 9. og 11. janúar áður en liðið byrjar HM á að mæta Grænhöfðaeyjum 16. janúar í Zagreb. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Fleiri fréttir Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Sjá meira
Ómar sleit þrjú liðbönd í hægri ökkla í leik með Magdeburg um síðustu mánaðamót og var þá sagður í versta falli þurfa að vera frá keppni í þrjá mánuði. Snorri valdi því annan Selfyssing, Teit Örn Einarsson, með Viggó Kristjánssyni í stöðu hægri skyttu. „Ómar verður ekki leikfær nema eitthvað kraftaverk gerist. Að því sögðu er fínt fyrir mann sem þjálfara að þetta sé ekki spurningamerki,“ sagði Snorri á blaðamannafundi í dag þegar hann tilkynnti HM-hópinn. „Það segir sig sjálft að þegar lykilmaður dettur út þá þarf maður að velta hlutum fyrir sér. Þetta er kannski ekki hausverkur en það fór smátími í að velta fyrir okkur hvaða leið við vildum fara þegar Ómar datt út. Á endanum varð Teitur fyrir valinu,“ sagði Snorri. Línumaðurinn Elliði Snær Viðarsson hefur einnig verið frá keppni vegna meiðsla en er í HM-hópnum og vonast Snorri til að hann nái að spila næstu leiki með Gummersbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, áður en landsliðið kemur saman til æfinga 2. janúar. „Elliði er búinn að vera spurningamerki og er nýbyrjaður að spila aftur. Ég hef verið í góðu sambandi við hann og Guðjón Val. Hann er í frábæru líkamlegu formi en auðvitað er betra að menn séu búnir að vera að spila leiki. Hann er samt það mikilvægur og í stóru hlutverki hjá okkur að það er mikilvægt að hafa hann í hópnum. Það kann vel að vera að það taki hann smátíma að komast í sitt besta form, en hann gæti náð 2-3 leikjum í Þýskalandi áður en hann kemur til móts við liðið,“ sagði Snorri. Ísland á svo vináttulandsleiki ytra við Svía 9. og 11. janúar áður en liðið byrjar HM á að mæta Grænhöfðaeyjum 16. janúar í Zagreb.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Fleiri fréttir Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Sjá meira