Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. desember 2024 18:46 Vísir/Anton Brink Íslandsmeistarar Vals unnu mikilvægan níu stiga sigur er liðið tók á móti Tindastóli í lokaleik Bónus-deildar karla fyrir jólafrí í kvöld, 89-80. Úrslitin þýða að Valsmenn verða ekki í fallsæti yfir jólahátíðina. Gestirnir að norðan byrjuðu betur og skoruðu fyrstu sex stig leiksins. Liðið náði mest sjö stiga forskoti í 1. leikhluta í stöðunni 7-14 eftir að hafa sett niður fjóra þrista í sínum fyrstu sjö tilraunum. Valsliðið náði forystunni um stundarsakir áður en leikhlutanum lauk, en það breytti því ekki að Tindastóll leiddi með tveimur stigum að honum loknum, staðan 18-20. Sóknarleikur Tindastóls hrundi hins vegar algjörlega í upphafi 2. leikhluta og liðið skoraði aðeins átta stig á fyrstu sjö mínútum hans. Heimamenn gengu á lagið og byggðu upp gott forskot áður en Tindastólsmenn fundu taktinn að einhverju leyti á ný síðustu þrjár mínúturnar fyrir hlé. Valsmenn höfðu þó yfirhöndina og leiddu 49-36 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Vísir/Anton Brink Leikurinn jafnaðist nokkuð eftir hlé, en Valsmenn gerðu sitt til að halda gestunum í skefjum. Í hvert einasta skipti sem Stólarnir gerðu sig líklega til að koma með áhlaup virtust heimamenn vera með svör á reiðum höndum og slökktu þá elda sem upp komu jafn óðum. Valsliðið jók forskot sitt lítillega í 3. leikhluta og leiddi að honum loknum 73-56. Stólarnir mættu í mjög aggressíva vörn í fjórða leikhluta og uppskáru strax góð stig út frá því. Liðið náði að minnka muninn niður í tíu stig, en hins vegar virtist vera lítið eftir á tankinum hjá leikmönnum liðsins. Valsmenn náðu aftur 17 stiga forskoti áður en gestirnir söxuðu aftur á forskotið undir lokin, en þá var það orðið of seint og niðurstaðan varð níu stiga sigur Vals, 89-80. Atvik leiksins Seint í fyrri hálfleik fékk Ragnar Ágústsson, leikmaður Tindastóls, þungt högg á kjammann og lá óvígur inni í vítateig gestanna. Dómarar leiksins ákváðu að leyfa leiknum að halda áfram og Valsmenn kláruðu þrjú stig úr þeirri sókn við litla hrifningu Tindastólsmanna sem vildu að leikurinn yrði stöðvaður. Ragnar Ágústsson fékk vænan skurð á kinnina.Vísir/Anton Brink Stjörnur og skúrkar Þeir voru nokkrir sem drógu vagninn fyrir Valsmenn í kvöld. Kristinn Pálsson, Sherif Ali Kenney og Adam Ramstedt skoruðu allir 15 stig fyrir liðið, en stigahæstu var Taiwo Badmus með 24 stig. Ramstedt tók einnig 11 fráköst fyrir liðið. Í liði Tindastóls var Sigtryggur Arnar Björnsson atkvæðamestur með 23 stig, en í heildina var sóknarnýting Stólanna ekki til útflutnings. Liðið hitti aðeins úr 28 af 73 skotum sínum í leiknum og níu af 11 vítum. Þá töpuðu Stólarnir boltanum 11 sinnum sem þýðir að alls fóru 58 sóknir í súginn. Dómararnir Ef frá er talið atvikið þar sem Ragnar Ágústsson fékk höggið og leikurinn var látinn halda áfram átti dómaratríóið ágætiskvöld. Framan af leik var lítið um vafaatriði, en það sem kom upp var yfirleitt leyst nokkuð vel. Stemning og umgjörð Eins og áður er ekkert út á umgjörð Valsmanna að setja. Fríar pizzur og „fan-zone“ fyrir fólk á öllum aldri fyrir leik. Hins vegar var engin rífandi stemning í stúkunni, þrátt fyrir fína mætingu. Það hafa allavega oft verið meiri læti í áhorfendum þegar þessi tvö lið mætast. Bónus-deild karla Valur Tindastóll
Íslandsmeistarar Vals unnu mikilvægan níu stiga sigur er liðið tók á móti Tindastóli í lokaleik Bónus-deildar karla fyrir jólafrí í kvöld, 89-80. Úrslitin þýða að Valsmenn verða ekki í fallsæti yfir jólahátíðina. Gestirnir að norðan byrjuðu betur og skoruðu fyrstu sex stig leiksins. Liðið náði mest sjö stiga forskoti í 1. leikhluta í stöðunni 7-14 eftir að hafa sett niður fjóra þrista í sínum fyrstu sjö tilraunum. Valsliðið náði forystunni um stundarsakir áður en leikhlutanum lauk, en það breytti því ekki að Tindastóll leiddi með tveimur stigum að honum loknum, staðan 18-20. Sóknarleikur Tindastóls hrundi hins vegar algjörlega í upphafi 2. leikhluta og liðið skoraði aðeins átta stig á fyrstu sjö mínútum hans. Heimamenn gengu á lagið og byggðu upp gott forskot áður en Tindastólsmenn fundu taktinn að einhverju leyti á ný síðustu þrjár mínúturnar fyrir hlé. Valsmenn höfðu þó yfirhöndina og leiddu 49-36 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Vísir/Anton Brink Leikurinn jafnaðist nokkuð eftir hlé, en Valsmenn gerðu sitt til að halda gestunum í skefjum. Í hvert einasta skipti sem Stólarnir gerðu sig líklega til að koma með áhlaup virtust heimamenn vera með svör á reiðum höndum og slökktu þá elda sem upp komu jafn óðum. Valsliðið jók forskot sitt lítillega í 3. leikhluta og leiddi að honum loknum 73-56. Stólarnir mættu í mjög aggressíva vörn í fjórða leikhluta og uppskáru strax góð stig út frá því. Liðið náði að minnka muninn niður í tíu stig, en hins vegar virtist vera lítið eftir á tankinum hjá leikmönnum liðsins. Valsmenn náðu aftur 17 stiga forskoti áður en gestirnir söxuðu aftur á forskotið undir lokin, en þá var það orðið of seint og niðurstaðan varð níu stiga sigur Vals, 89-80. Atvik leiksins Seint í fyrri hálfleik fékk Ragnar Ágústsson, leikmaður Tindastóls, þungt högg á kjammann og lá óvígur inni í vítateig gestanna. Dómarar leiksins ákváðu að leyfa leiknum að halda áfram og Valsmenn kláruðu þrjú stig úr þeirri sókn við litla hrifningu Tindastólsmanna sem vildu að leikurinn yrði stöðvaður. Ragnar Ágústsson fékk vænan skurð á kinnina.Vísir/Anton Brink Stjörnur og skúrkar Þeir voru nokkrir sem drógu vagninn fyrir Valsmenn í kvöld. Kristinn Pálsson, Sherif Ali Kenney og Adam Ramstedt skoruðu allir 15 stig fyrir liðið, en stigahæstu var Taiwo Badmus með 24 stig. Ramstedt tók einnig 11 fráköst fyrir liðið. Í liði Tindastóls var Sigtryggur Arnar Björnsson atkvæðamestur með 23 stig, en í heildina var sóknarnýting Stólanna ekki til útflutnings. Liðið hitti aðeins úr 28 af 73 skotum sínum í leiknum og níu af 11 vítum. Þá töpuðu Stólarnir boltanum 11 sinnum sem þýðir að alls fóru 58 sóknir í súginn. Dómararnir Ef frá er talið atvikið þar sem Ragnar Ágústsson fékk höggið og leikurinn var látinn halda áfram átti dómaratríóið ágætiskvöld. Framan af leik var lítið um vafaatriði, en það sem kom upp var yfirleitt leyst nokkuð vel. Stemning og umgjörð Eins og áður er ekkert út á umgjörð Valsmanna að setja. Fríar pizzur og „fan-zone“ fyrir fólk á öllum aldri fyrir leik. Hins vegar var engin rífandi stemning í stúkunni, þrátt fyrir fína mætingu. Það hafa allavega oft verið meiri læti í áhorfendum þegar þessi tvö lið mætast.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti