„Þetta er bara byrjunin hjá mér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2024 09:02 Michael van Gerwen fagnar sigrinum á James Hurrell í gærkvöldi. Getty/ James Fearn Hollendingurinn Michael van Gerwen tryggði sér sæti í þriðju umferð heimsmeistaramótsins í pílu í Ally Pally í gærkvöldi með sannfærandi sigri á James Hurrell 3-0. Van Gerwen er þrefaldur heimsmeistari en hefur ekki unnið titilinn í fimm ár. Hann byrjar mótið í ár vel en í fyrra datt hann út í átta manna úrslitunum og árið á undan komst hann í úrslitaleikinn en tapaði fyrir Michael Smith. „Ég spilaði svona allt í lagi. Auðvitað var ég dálítið stressaður því þetta hefur verið erfitt ár fyrir mig,“ sagði Van Gerwen við Sky Sports eftir sigurinn. „Það tekur alltaf frá þér orku og þú þarft því meira af henni. Heilt yfir þá var þetta góð frammistaða. Ég var fullur sjálfstrausts. Ég vann leikinn og það er það sem skiptir mestu máli,“ sagði Van Gerwen. „Hurrell er ekki sá fljótasti að spila og ég varð að reyna að halda mínum hraða. Þetta var ekkert stórkostlegt en mér er sama því ég vann leikinn,“ sagði Van Gerwen sem var spurður út í tempóið í spilamennsku mótherjans. Hurrell spilar hægt sem getur verið pirrandi. „Stundum þarftu að finna leið til að slaka á. Stundum er það erfiða í þessu,“ sagði Van Gerwen en hvað með James Hurrell? „Hann er frábær leikmaður en þetta var ekki hans kvöld. Þetta var ekki mitt kvöld heldur. Þetta er bara byrjunin hjá mér því það er von á meiru,“ sagði Van Gerwen. Í öðrum leikjum kvöldsins vann Florian Hempel 3-1 sigur á Jeffrey de Zwaan, Dylan Slevin vann 3-1 sigur á William O'Connor og Mickey Mansell vann 3-1 sigur á Tomoya Goto. Heimsmeistaramótið í pílukasti heldur áfram í dag og verða tvær útsendingar á Vodafone Sport. Fyrri hluti sjöunda keppnisdagsins hefst klukkan 12.30 en sá seinni klukkan 18.55. Öll úrslitin föstudagsins á HM í pílukasti: - Hádegishluti - Fyrsta umferð Stephen Burton 0-3 Alexander Merkx Wessel Nijman 3-2 Cameron Carolissen Ian White - Sandro Eric Sosing (Sosing keppti ekki vegna veikinda) Önnur umferð Stephen Bunting 3-1 Kai Gotthardt - Kvöldhluti - Fyrsta umferð Mickey Mansell 3-1 Tomoya Goto Florian Hempel 3-1 Jeffrey de Zwaan William O'Connor 1-3 Dylan Slevin Önnur umferð Michael van Gerwen 3-0 James Hurrell Pílukast Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis Barcelona - Atlético Madrid | Stórslagur á Spáni „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Valur - Keflavík | Toppslagur á Hlíðarenda Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Sjá meira
Van Gerwen er þrefaldur heimsmeistari en hefur ekki unnið titilinn í fimm ár. Hann byrjar mótið í ár vel en í fyrra datt hann út í átta manna úrslitunum og árið á undan komst hann í úrslitaleikinn en tapaði fyrir Michael Smith. „Ég spilaði svona allt í lagi. Auðvitað var ég dálítið stressaður því þetta hefur verið erfitt ár fyrir mig,“ sagði Van Gerwen við Sky Sports eftir sigurinn. „Það tekur alltaf frá þér orku og þú þarft því meira af henni. Heilt yfir þá var þetta góð frammistaða. Ég var fullur sjálfstrausts. Ég vann leikinn og það er það sem skiptir mestu máli,“ sagði Van Gerwen. „Hurrell er ekki sá fljótasti að spila og ég varð að reyna að halda mínum hraða. Þetta var ekkert stórkostlegt en mér er sama því ég vann leikinn,“ sagði Van Gerwen sem var spurður út í tempóið í spilamennsku mótherjans. Hurrell spilar hægt sem getur verið pirrandi. „Stundum þarftu að finna leið til að slaka á. Stundum er það erfiða í þessu,“ sagði Van Gerwen en hvað með James Hurrell? „Hann er frábær leikmaður en þetta var ekki hans kvöld. Þetta var ekki mitt kvöld heldur. Þetta er bara byrjunin hjá mér því það er von á meiru,“ sagði Van Gerwen. Í öðrum leikjum kvöldsins vann Florian Hempel 3-1 sigur á Jeffrey de Zwaan, Dylan Slevin vann 3-1 sigur á William O'Connor og Mickey Mansell vann 3-1 sigur á Tomoya Goto. Heimsmeistaramótið í pílukasti heldur áfram í dag og verða tvær útsendingar á Vodafone Sport. Fyrri hluti sjöunda keppnisdagsins hefst klukkan 12.30 en sá seinni klukkan 18.55. Öll úrslitin föstudagsins á HM í pílukasti: - Hádegishluti - Fyrsta umferð Stephen Burton 0-3 Alexander Merkx Wessel Nijman 3-2 Cameron Carolissen Ian White - Sandro Eric Sosing (Sosing keppti ekki vegna veikinda) Önnur umferð Stephen Bunting 3-1 Kai Gotthardt - Kvöldhluti - Fyrsta umferð Mickey Mansell 3-1 Tomoya Goto Florian Hempel 3-1 Jeffrey de Zwaan William O'Connor 1-3 Dylan Slevin Önnur umferð Michael van Gerwen 3-0 James Hurrell
Öll úrslitin föstudagsins á HM í pílukasti: - Hádegishluti - Fyrsta umferð Stephen Burton 0-3 Alexander Merkx Wessel Nijman 3-2 Cameron Carolissen Ian White - Sandro Eric Sosing (Sosing keppti ekki vegna veikinda) Önnur umferð Stephen Bunting 3-1 Kai Gotthardt - Kvöldhluti - Fyrsta umferð Mickey Mansell 3-1 Tomoya Goto Florian Hempel 3-1 Jeffrey de Zwaan William O'Connor 1-3 Dylan Slevin Önnur umferð Michael van Gerwen 3-0 James Hurrell
Pílukast Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis Barcelona - Atlético Madrid | Stórslagur á Spáni „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Valur - Keflavík | Toppslagur á Hlíðarenda Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Sjá meira