„Þetta er bara byrjunin hjá mér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2024 09:02 Michael van Gerwen fagnar sigrinum á James Hurrell í gærkvöldi. Getty/ James Fearn Hollendingurinn Michael van Gerwen tryggði sér sæti í þriðju umferð heimsmeistaramótsins í pílu í Ally Pally í gærkvöldi með sannfærandi sigri á James Hurrell 3-0. Van Gerwen er þrefaldur heimsmeistari en hefur ekki unnið titilinn í fimm ár. Hann byrjar mótið í ár vel en í fyrra datt hann út í átta manna úrslitunum og árið á undan komst hann í úrslitaleikinn en tapaði fyrir Michael Smith. „Ég spilaði svona allt í lagi. Auðvitað var ég dálítið stressaður því þetta hefur verið erfitt ár fyrir mig,“ sagði Van Gerwen við Sky Sports eftir sigurinn. „Það tekur alltaf frá þér orku og þú þarft því meira af henni. Heilt yfir þá var þetta góð frammistaða. Ég var fullur sjálfstrausts. Ég vann leikinn og það er það sem skiptir mestu máli,“ sagði Van Gerwen. „Hurrell er ekki sá fljótasti að spila og ég varð að reyna að halda mínum hraða. Þetta var ekkert stórkostlegt en mér er sama því ég vann leikinn,“ sagði Van Gerwen sem var spurður út í tempóið í spilamennsku mótherjans. Hurrell spilar hægt sem getur verið pirrandi. „Stundum þarftu að finna leið til að slaka á. Stundum er það erfiða í þessu,“ sagði Van Gerwen en hvað með James Hurrell? „Hann er frábær leikmaður en þetta var ekki hans kvöld. Þetta var ekki mitt kvöld heldur. Þetta er bara byrjunin hjá mér því það er von á meiru,“ sagði Van Gerwen. Í öðrum leikjum kvöldsins vann Florian Hempel 3-1 sigur á Jeffrey de Zwaan, Dylan Slevin vann 3-1 sigur á William O'Connor og Mickey Mansell vann 3-1 sigur á Tomoya Goto. Heimsmeistaramótið í pílukasti heldur áfram í dag og verða tvær útsendingar á Vodafone Sport. Fyrri hluti sjöunda keppnisdagsins hefst klukkan 12.30 en sá seinni klukkan 18.55. Öll úrslitin föstudagsins á HM í pílukasti: - Hádegishluti - Fyrsta umferð Stephen Burton 0-3 Alexander Merkx Wessel Nijman 3-2 Cameron Carolissen Ian White - Sandro Eric Sosing (Sosing keppti ekki vegna veikinda) Önnur umferð Stephen Bunting 3-1 Kai Gotthardt - Kvöldhluti - Fyrsta umferð Mickey Mansell 3-1 Tomoya Goto Florian Hempel 3-1 Jeffrey de Zwaan William O'Connor 1-3 Dylan Slevin Önnur umferð Michael van Gerwen 3-0 James Hurrell Pílukast Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Sjá meira
Van Gerwen er þrefaldur heimsmeistari en hefur ekki unnið titilinn í fimm ár. Hann byrjar mótið í ár vel en í fyrra datt hann út í átta manna úrslitunum og árið á undan komst hann í úrslitaleikinn en tapaði fyrir Michael Smith. „Ég spilaði svona allt í lagi. Auðvitað var ég dálítið stressaður því þetta hefur verið erfitt ár fyrir mig,“ sagði Van Gerwen við Sky Sports eftir sigurinn. „Það tekur alltaf frá þér orku og þú þarft því meira af henni. Heilt yfir þá var þetta góð frammistaða. Ég var fullur sjálfstrausts. Ég vann leikinn og það er það sem skiptir mestu máli,“ sagði Van Gerwen. „Hurrell er ekki sá fljótasti að spila og ég varð að reyna að halda mínum hraða. Þetta var ekkert stórkostlegt en mér er sama því ég vann leikinn,“ sagði Van Gerwen sem var spurður út í tempóið í spilamennsku mótherjans. Hurrell spilar hægt sem getur verið pirrandi. „Stundum þarftu að finna leið til að slaka á. Stundum er það erfiða í þessu,“ sagði Van Gerwen en hvað með James Hurrell? „Hann er frábær leikmaður en þetta var ekki hans kvöld. Þetta var ekki mitt kvöld heldur. Þetta er bara byrjunin hjá mér því það er von á meiru,“ sagði Van Gerwen. Í öðrum leikjum kvöldsins vann Florian Hempel 3-1 sigur á Jeffrey de Zwaan, Dylan Slevin vann 3-1 sigur á William O'Connor og Mickey Mansell vann 3-1 sigur á Tomoya Goto. Heimsmeistaramótið í pílukasti heldur áfram í dag og verða tvær útsendingar á Vodafone Sport. Fyrri hluti sjöunda keppnisdagsins hefst klukkan 12.30 en sá seinni klukkan 18.55. Öll úrslitin föstudagsins á HM í pílukasti: - Hádegishluti - Fyrsta umferð Stephen Burton 0-3 Alexander Merkx Wessel Nijman 3-2 Cameron Carolissen Ian White - Sandro Eric Sosing (Sosing keppti ekki vegna veikinda) Önnur umferð Stephen Bunting 3-1 Kai Gotthardt - Kvöldhluti - Fyrsta umferð Mickey Mansell 3-1 Tomoya Goto Florian Hempel 3-1 Jeffrey de Zwaan William O'Connor 1-3 Dylan Slevin Önnur umferð Michael van Gerwen 3-0 James Hurrell
Öll úrslitin föstudagsins á HM í pílukasti: - Hádegishluti - Fyrsta umferð Stephen Burton 0-3 Alexander Merkx Wessel Nijman 3-2 Cameron Carolissen Ian White - Sandro Eric Sosing (Sosing keppti ekki vegna veikinda) Önnur umferð Stephen Bunting 3-1 Kai Gotthardt - Kvöldhluti - Fyrsta umferð Mickey Mansell 3-1 Tomoya Goto Florian Hempel 3-1 Jeffrey de Zwaan William O'Connor 1-3 Dylan Slevin Önnur umferð Michael van Gerwen 3-0 James Hurrell
Pílukast Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Sjá meira