Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2024 12:31 Það verður bæði leikja- og ferðaálag á Mohamed Salah og félögum hans í Liverpool yfir hátíðirnar. Getty/Simon Stacpoole Það er að venju mikið leikjaálag á ensku úrvalsdeildarliðunum yfir jólahátíðina. Það er aftur á móti misjafnt hvað félögin þurfa að ferðast mikið í leiki sína. Á meðan flestar fjölskyldur eyða tíma saman og í fjölskylduboðum þá eru leikmenn ensku liðanna á ferð og flugi yfir hátíðirnar. AllaboutFPL vefurinn hefur reiknað út ferðalög ensku liðanna í vikum sautján til nítján en það eru leikvikurnar þrjár yfir þessi jól og áramót. Þar kemur í ljós að Liverpool, Newcastle og Bournemouth þurfa að ferðast mest en Fulham, Everton og Arsenal sleppa hins vegar við löng ferðalög. Liverpool á útileik við Tottenham Hotspur, heimaleik á móti Leicester City og útileik við West Ham United. Liverpool ferðast því tvisvar suður til Lundúna. Alls munu leikmenn Liverpool þurfa að ferðast í 875,1 mílu eða 1408 kílómetra. Það munar reyndar aðeins 0,1 mílu á ferðalögum Liverpool og ferðalögum Newcastle sem er í öðru sætinu. Það er síðan mun lengra í Bournemouth sem ferðast í 704,4 mílur eða 1133 kílómetra. Fulham þarf aftur á móti aðeins að ferðast í 4,7 mílur eða 7,6 kílómetra og Arsenal aðeins í 55,8 mílur eða 89,8 kílómetra. Arsenal átti útileik við Crystal Palace í gær, heimaleik við Ipswich Town og loks útileik við Brentford. Allir leikirnir fara fram í London. Fulham er enn heppnara því liðið spilar tvo heimaleiki við Southampton og Bournemouth en þriðji leikurinn er síðan útileikur við Chelsea. Stamford Bridge er bara í 7,6 kílómetra fjarlægð og er í rauninni í Fulham hverfinu í London. Leikvangurinn stendur meira að segja við Fulham Road. @AllaboutFPL Enski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Sjá meira
Á meðan flestar fjölskyldur eyða tíma saman og í fjölskylduboðum þá eru leikmenn ensku liðanna á ferð og flugi yfir hátíðirnar. AllaboutFPL vefurinn hefur reiknað út ferðalög ensku liðanna í vikum sautján til nítján en það eru leikvikurnar þrjár yfir þessi jól og áramót. Þar kemur í ljós að Liverpool, Newcastle og Bournemouth þurfa að ferðast mest en Fulham, Everton og Arsenal sleppa hins vegar við löng ferðalög. Liverpool á útileik við Tottenham Hotspur, heimaleik á móti Leicester City og útileik við West Ham United. Liverpool ferðast því tvisvar suður til Lundúna. Alls munu leikmenn Liverpool þurfa að ferðast í 875,1 mílu eða 1408 kílómetra. Það munar reyndar aðeins 0,1 mílu á ferðalögum Liverpool og ferðalögum Newcastle sem er í öðru sætinu. Það er síðan mun lengra í Bournemouth sem ferðast í 704,4 mílur eða 1133 kílómetra. Fulham þarf aftur á móti aðeins að ferðast í 4,7 mílur eða 7,6 kílómetra og Arsenal aðeins í 55,8 mílur eða 89,8 kílómetra. Arsenal átti útileik við Crystal Palace í gær, heimaleik við Ipswich Town og loks útileik við Brentford. Allir leikirnir fara fram í London. Fulham er enn heppnara því liðið spilar tvo heimaleiki við Southampton og Bournemouth en þriðji leikurinn er síðan útileikur við Chelsea. Stamford Bridge er bara í 7,6 kílómetra fjarlægð og er í rauninni í Fulham hverfinu í London. Leikvangurinn stendur meira að segja við Fulham Road. @AllaboutFPL
Enski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Sjá meira