Luke Littler grét eftir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2024 09:54 Luke Littler brotnaði niður í viðtali eftir leikinn sem hann vann. Viaplay Luke Littler komst áfram í þriðju umferð heimsmeistaramótsins í pílukasti í gær en leikurinn reyndi mikið á þennan sautján ára strák. Pressan er gríðarleg á þessum unga manni og það sýndi sig í viðtalinu eftir sigur hans á Ryan Meikle. Littler sló í gegn á heimsmeistaramótinu í fyrra og komst þá alla leið í úrslitaleikinn. Nú búast flestir við því að hann fari alla leið og slái metið yfir yngsta heimsmeistara sögunnar. @Sportbladet Littler var að mæta manni í annarri umferðinni í gær sem er aðeins í 62. sæti á heimslistanum. Það þurfti mikið til að vinna hann. „Þetta var líklegast erfiðasti leikur sem ég hef spilað. Ég þurfti að hafa mikið fyrir þessu allt til enda,“ sagði Luke Littler á blaðamannafundi eftir leikinn. BBC fjallar um þetta. Hann þurfti að hætta viðtalinu upp á sviði þegar hann réð ekki við tárin. „Um leið og hún spurði mig þá komu tárin. Það var bara aðeins of mikið fyrir mig að tala upp á sviðinu,“ sagði Littler. „Þetta er versti leikur sem ég hef spilað og ég hef aldrei áður fundið fyrir nokkur líku því eins og þetta var í kvöld,“ sagði Littler. Hann viðurkenndi að hafa verið stressaður. „Jú líklega hefur stressið aldrei verið meira há mér. Það var í lagi fram að leik en um leið og George Noble [dómari] sagði byrjið þá heltist það yfir mig. Ég gat varla kastað pílunum,“ sagði Littler hreinskilinn. Hann byrjaði líka leikinn hægt en tókst að landa sigri að lokum. Hann endaði á því að tryggja sér sigurinn með því að ná met yfir hæsta meðaltal á mótinu. Meðaltal hans í leiknum endaði í 140,91 sem er ótrúlegt skor. Þetta kvöld hefur verið mikill lærdómur fyrir hann. Littler spilar næst í þriðju umferðinni eftir jól. Pílukast Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Sjá meira
Pressan er gríðarleg á þessum unga manni og það sýndi sig í viðtalinu eftir sigur hans á Ryan Meikle. Littler sló í gegn á heimsmeistaramótinu í fyrra og komst þá alla leið í úrslitaleikinn. Nú búast flestir við því að hann fari alla leið og slái metið yfir yngsta heimsmeistara sögunnar. @Sportbladet Littler var að mæta manni í annarri umferðinni í gær sem er aðeins í 62. sæti á heimslistanum. Það þurfti mikið til að vinna hann. „Þetta var líklegast erfiðasti leikur sem ég hef spilað. Ég þurfti að hafa mikið fyrir þessu allt til enda,“ sagði Luke Littler á blaðamannafundi eftir leikinn. BBC fjallar um þetta. Hann þurfti að hætta viðtalinu upp á sviði þegar hann réð ekki við tárin. „Um leið og hún spurði mig þá komu tárin. Það var bara aðeins of mikið fyrir mig að tala upp á sviðinu,“ sagði Littler. „Þetta er versti leikur sem ég hef spilað og ég hef aldrei áður fundið fyrir nokkur líku því eins og þetta var í kvöld,“ sagði Littler. Hann viðurkenndi að hafa verið stressaður. „Jú líklega hefur stressið aldrei verið meira há mér. Það var í lagi fram að leik en um leið og George Noble [dómari] sagði byrjið þá heltist það yfir mig. Ég gat varla kastað pílunum,“ sagði Littler hreinskilinn. Hann byrjaði líka leikinn hægt en tókst að landa sigri að lokum. Hann endaði á því að tryggja sér sigurinn með því að ná met yfir hæsta meðaltal á mótinu. Meðaltal hans í leiknum endaði í 140,91 sem er ótrúlegt skor. Þetta kvöld hefur verið mikill lærdómur fyrir hann. Littler spilar næst í þriðju umferðinni eftir jól.
Pílukast Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Sjá meira