„Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Samúel Karl Ólason skrifar 22. desember 2024 13:22 Kristrún Frostadóttir og Bjarni Benediktsson í Stjórnarráðinu. Vísir/Viktor Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, afhenti Kristrúnu Frostadóttur, nýjum forsætisráðherra, lyklana að Stjórnarráðinu í dag. Við afhendingu lyklanna sagðist Bjarni vona að Kristrún næði góðum árangri í störfum sínum. „Hér hefur mér liðið vel,“ sagði Bjarni. Hann sagðist hafa fengið góðan stuðning frá starfsfólki og var viss um að hún myndi fá hann einnig. „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér,“ sagði Bjarni. „Ég vona að þú náir góðum árangri fyrir land og þjóð.“ Kristrún þakkaði fyrir sig og þakkaði Bjarna fyrir góð störf hans undanfarin ár og í fyrrverandi ríkisstjórnum. Eftir afhendinguna sagði Kristrún tilfinninguna góða. Hún væri meðvituð um að mikið þyrfti að gera. „Fyrstu verkefnin verða að taka hring, heilsa upp á starfsfólk og fá tilfinningu fyrir teyminu sem ég er að fara að vinna með,“ sagði Kristrún. Hún sagði skipuleggja þyrfti fyrsta ríkisstjórnarfundinn og fara yfir verkaskiptingu út frá stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. „Svo hrindum við mikilvægustu verkefnunum í gang í ráðuneytunum.“ Bjarni sagðist hafa verið nógu lengi í pólitík til að skilja gangverk stjórnmála. Hann hefði kallað til nýafstaðinna kosninga og það væri í hlutarins eðli að breytingar gætu átt sér stað. „Nú er komið að þessari stund. Nú hafa flokkar sem fara sameiginlega með meirihluta á þingi ákveðið að starfa saman og af því að leiðir að það verða hér valdaskipti í stjórnarráðinu. Jájá. Það eru talsverð tímamót fyrir mig. Ég hef verið í ólíkum ráðherraembættum frá 2013 en lít mjög stoltur um öxl,“ sagði Bjarni. Bjarni sagðist einnig ekkert hafa pælt í því hvort hann myndi halda nýársávarp eða ekki. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
„Hér hefur mér liðið vel,“ sagði Bjarni. Hann sagðist hafa fengið góðan stuðning frá starfsfólki og var viss um að hún myndi fá hann einnig. „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér,“ sagði Bjarni. „Ég vona að þú náir góðum árangri fyrir land og þjóð.“ Kristrún þakkaði fyrir sig og þakkaði Bjarna fyrir góð störf hans undanfarin ár og í fyrrverandi ríkisstjórnum. Eftir afhendinguna sagði Kristrún tilfinninguna góða. Hún væri meðvituð um að mikið þyrfti að gera. „Fyrstu verkefnin verða að taka hring, heilsa upp á starfsfólk og fá tilfinningu fyrir teyminu sem ég er að fara að vinna með,“ sagði Kristrún. Hún sagði skipuleggja þyrfti fyrsta ríkisstjórnarfundinn og fara yfir verkaskiptingu út frá stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. „Svo hrindum við mikilvægustu verkefnunum í gang í ráðuneytunum.“ Bjarni sagðist hafa verið nógu lengi í pólitík til að skilja gangverk stjórnmála. Hann hefði kallað til nýafstaðinna kosninga og það væri í hlutarins eðli að breytingar gætu átt sér stað. „Nú er komið að þessari stund. Nú hafa flokkar sem fara sameiginlega með meirihluta á þingi ákveðið að starfa saman og af því að leiðir að það verða hér valdaskipti í stjórnarráðinu. Jájá. Það eru talsverð tímamót fyrir mig. Ég hef verið í ólíkum ráðherraembættum frá 2013 en lít mjög stoltur um öxl,“ sagði Bjarni. Bjarni sagðist einnig ekkert hafa pælt í því hvort hann myndi halda nýársávarp eða ekki.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira