„Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Samúel Karl Ólason skrifar 22. desember 2024 14:43 Inga Sæland og Bjarni Benediktsson. Vísir/Viktor Eftir að hafa afhent Kristrúnu Frostadóttur lyklana að Stjórnarráðinu fyrr í dag afhenti Bjarni Benediktsson einnig Ingu Sæland lyklana að félags- og húsnæðismálaráðuneytinu. Hann hefur stýrt því frá því Guðmundur Ingi Guðbrandsson hætti fyrr á árinu. Bjarni sagði einnig að hann vonaðist til þess að Ingu myndi líða vel í ráðuneytinu og þó hann hafði verið þar í stuttan tíma hefði hann fundið fyrir því að hlutirnir væru í traustum skorðum hjá vönduðum mannskap. Inga þakkaði kærlega fyrir sig og krafðist svo þess að fá knús. „Þú bjóst nú ekki alveg við því að lykillinn færi til hennar Ingu en þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn,“ sagði Inga. Bjarni svaraði um hæl og rifjaði upp að Inga hefði sagt honum fyrir nokkru að hún hefði kíkt í sína kristalskúlu og vissi hvernig þetta myndi allt saman þróast. Þau göntuðust sín á milli og Inga sagði að hún hlakkaði til að takast á við Bjarna þar sem þau hefðu nú skipt um sæti við borðið. Hann væri kominn í stjórnarandstöðu. Inga sagðist í kjölfarið vera í einhverju ævintýri. Þetta hefði allt gerst svo hratt. „Ég er ekki alveg búin að átta mig á öllu þessu trausti sem búið er að sýna okkur. Allri þessari hlýju, þessari hvatningu og velvild, því það er bara búið að vera öll þjóðin meira og minna að hvetja okkur til dáða. Þessar yndislegu konur sem hafa verið að vinna með mér að þessari stjórnarmyndun. Við erum bara að uppskera eins og við höfum sáð og ég er óendanlega þakklát fyrir það,“ sagði Inga. Hún sagði að hennar fyrsta verkefni væri að kynnast fólkinu í ráðuneytinu og kynna sér stöðuna. Verkefnin sem þau stæðu frammi fyrir væru umfangsmikil. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Félagsmál Tengdar fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, afhenti í dag Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, nýjum utanríkisráðherra, lyklana að ráðuneytinu. Vel fór á með þeim og gaf Þórdís Þorgerði einnig ljóð eftir Árna Grétar Finnsson, sem Þorgerður sagði eina þá allra bestu jólagjöf sem hún hafi fengið. 22. desember 2024 14:07 „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, afhenti Kristrúnu Frostadóttur, nýjum forsætisráðherra, lyklana að Stjórnarráðinu í dag. Við afhendingu lyklanna sagðist Bjarni vona að Kristrún næði góðum árangri í störfum sínum. 22. desember 2024 13:22 Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Það voru upp til hópa auðmjúkir og þakklátir ráðherrar sem formlega tóku sæti í ríkisstjórn á Bessastöðum á vetrarsólstöðum, þremur dögum fyrir jól. Þannig lýsa ráðherrarnir tilfinningunni sjálfir. Tíu af ellefu ráðherrum ríkisstjórnarinnar hafa aldrei setið í ríkisstjórn áður og í fyrsta sinn í lýðveldissögunni eru konur í meirihluta í ríkisstjórn. Kristrún Frostadóttir er jafnframt sú yngsta í sögunni til að gegna embætti forsætisráðherra. 22. desember 2024 00:24 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Bjarni sagði einnig að hann vonaðist til þess að Ingu myndi líða vel í ráðuneytinu og þó hann hafði verið þar í stuttan tíma hefði hann fundið fyrir því að hlutirnir væru í traustum skorðum hjá vönduðum mannskap. Inga þakkaði kærlega fyrir sig og krafðist svo þess að fá knús. „Þú bjóst nú ekki alveg við því að lykillinn færi til hennar Ingu en þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn,“ sagði Inga. Bjarni svaraði um hæl og rifjaði upp að Inga hefði sagt honum fyrir nokkru að hún hefði kíkt í sína kristalskúlu og vissi hvernig þetta myndi allt saman þróast. Þau göntuðust sín á milli og Inga sagði að hún hlakkaði til að takast á við Bjarna þar sem þau hefðu nú skipt um sæti við borðið. Hann væri kominn í stjórnarandstöðu. Inga sagðist í kjölfarið vera í einhverju ævintýri. Þetta hefði allt gerst svo hratt. „Ég er ekki alveg búin að átta mig á öllu þessu trausti sem búið er að sýna okkur. Allri þessari hlýju, þessari hvatningu og velvild, því það er bara búið að vera öll þjóðin meira og minna að hvetja okkur til dáða. Þessar yndislegu konur sem hafa verið að vinna með mér að þessari stjórnarmyndun. Við erum bara að uppskera eins og við höfum sáð og ég er óendanlega þakklát fyrir það,“ sagði Inga. Hún sagði að hennar fyrsta verkefni væri að kynnast fólkinu í ráðuneytinu og kynna sér stöðuna. Verkefnin sem þau stæðu frammi fyrir væru umfangsmikil.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Félagsmál Tengdar fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, afhenti í dag Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, nýjum utanríkisráðherra, lyklana að ráðuneytinu. Vel fór á með þeim og gaf Þórdís Þorgerði einnig ljóð eftir Árna Grétar Finnsson, sem Þorgerður sagði eina þá allra bestu jólagjöf sem hún hafi fengið. 22. desember 2024 14:07 „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, afhenti Kristrúnu Frostadóttur, nýjum forsætisráðherra, lyklana að Stjórnarráðinu í dag. Við afhendingu lyklanna sagðist Bjarni vona að Kristrún næði góðum árangri í störfum sínum. 22. desember 2024 13:22 Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Það voru upp til hópa auðmjúkir og þakklátir ráðherrar sem formlega tóku sæti í ríkisstjórn á Bessastöðum á vetrarsólstöðum, þremur dögum fyrir jól. Þannig lýsa ráðherrarnir tilfinningunni sjálfir. Tíu af ellefu ráðherrum ríkisstjórnarinnar hafa aldrei setið í ríkisstjórn áður og í fyrsta sinn í lýðveldissögunni eru konur í meirihluta í ríkisstjórn. Kristrún Frostadóttir er jafnframt sú yngsta í sögunni til að gegna embætti forsætisráðherra. 22. desember 2024 00:24 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
„Ein allra besta jólagjöfin“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, afhenti í dag Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, nýjum utanríkisráðherra, lyklana að ráðuneytinu. Vel fór á með þeim og gaf Þórdís Þorgerði einnig ljóð eftir Árna Grétar Finnsson, sem Þorgerður sagði eina þá allra bestu jólagjöf sem hún hafi fengið. 22. desember 2024 14:07
„Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, afhenti Kristrúnu Frostadóttur, nýjum forsætisráðherra, lyklana að Stjórnarráðinu í dag. Við afhendingu lyklanna sagðist Bjarni vona að Kristrún næði góðum árangri í störfum sínum. 22. desember 2024 13:22
Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Það voru upp til hópa auðmjúkir og þakklátir ráðherrar sem formlega tóku sæti í ríkisstjórn á Bessastöðum á vetrarsólstöðum, þremur dögum fyrir jól. Þannig lýsa ráðherrarnir tilfinningunni sjálfir. Tíu af ellefu ráðherrum ríkisstjórnarinnar hafa aldrei setið í ríkisstjórn áður og í fyrsta sinn í lýðveldissögunni eru konur í meirihluta í ríkisstjórn. Kristrún Frostadóttir er jafnframt sú yngsta í sögunni til að gegna embætti forsætisráðherra. 22. desember 2024 00:24