Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Sindri Sverrisson skrifar 23. desember 2024 15:00 Ange Postecoglou er trúr sinni sannfæringu og ætlar ekki að breyta leikaðferð sinni. Getty/Marc Atkins Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, var bersýnilega pirraður þegar hann sat fyrir svörum á blaðamannafundi í gærkvöld, eftir 6-3 tapið gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Sky og fleiri miðlar segja Postecoglou hafa sýnt að hann sé orðinn dauðþreyttur á því að leikplan Tottenham undir hans stjórn sé dregið í efa. Í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, frá 1992, hafði Tottenham aðeins einu sinni áður fengið á sig sex mörk á heimavelli, þar til í gær. Þrátt fyrir mikil forföll, sérstaklega í vörn liðsins, mættu Tottenham-menn óhræddir gegn besta liði Englands og breyttu ekki út frá djörfu uppleggi sínu sem líkt og stundum áður á þessari leiktíð bjó til mýmörg tækifæri fyrir andstæðingana. „Ég er búinn að vera mjög þolinmóður við að svara sömu spurningunum aftur og aftur síðustu átján mánuði. Ef fólk vill að ég breyti minni nálgun þá er það samt ekki að fara að gerast. Það er ástæða fyrir því sem við gerum. Við teljum að þetta hjálpi okkur að ná árangri,“ sagði Postecoglou. Tottenham gaf einnig fjölda færa á sér gegn Manchester United í deildabikarnum í síðustu viku, en vann þó 4-3, og skammt er síðan liðið tapaði 4-3 gegn Chelsea á heimavelli. Tottenham er nú í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, en liðið hefur verið án miðvarða sinna Cristian Romero og Micky van de Ven vegna meiðsla. Bakvörðurinn Destiny Udogie var í hóp í gær en ekki tilbúinn í að byrja leikinn, og Ben Davies og markvörðurinn Guglielmo Vicario eru einnig á meiðslalistanum ásamt fleirum. „Ef að fólk skilur ekki aðstæðurnar sem við erum í, þær áskoranir sem við glímum við sem lið og hópur, sem eru algjörlega augljósar... Ég skil að fólk haldi að það sé hægt að ýta bara á takka og breyta, og að það myndi gera okkur að öðru liði. En svona er þetta. Ég held bara áfram að einbeita mér að því að byggja upp betra lið. Á meðan verðum við að sætta okkur við þær áskoranir sem þessu ferðalagi fylgja,“ sagði Tottenham-stjórinn. Enski boltinn Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Sjá meira
Sky og fleiri miðlar segja Postecoglou hafa sýnt að hann sé orðinn dauðþreyttur á því að leikplan Tottenham undir hans stjórn sé dregið í efa. Í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, frá 1992, hafði Tottenham aðeins einu sinni áður fengið á sig sex mörk á heimavelli, þar til í gær. Þrátt fyrir mikil forföll, sérstaklega í vörn liðsins, mættu Tottenham-menn óhræddir gegn besta liði Englands og breyttu ekki út frá djörfu uppleggi sínu sem líkt og stundum áður á þessari leiktíð bjó til mýmörg tækifæri fyrir andstæðingana. „Ég er búinn að vera mjög þolinmóður við að svara sömu spurningunum aftur og aftur síðustu átján mánuði. Ef fólk vill að ég breyti minni nálgun þá er það samt ekki að fara að gerast. Það er ástæða fyrir því sem við gerum. Við teljum að þetta hjálpi okkur að ná árangri,“ sagði Postecoglou. Tottenham gaf einnig fjölda færa á sér gegn Manchester United í deildabikarnum í síðustu viku, en vann þó 4-3, og skammt er síðan liðið tapaði 4-3 gegn Chelsea á heimavelli. Tottenham er nú í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, en liðið hefur verið án miðvarða sinna Cristian Romero og Micky van de Ven vegna meiðsla. Bakvörðurinn Destiny Udogie var í hóp í gær en ekki tilbúinn í að byrja leikinn, og Ben Davies og markvörðurinn Guglielmo Vicario eru einnig á meiðslalistanum ásamt fleirum. „Ef að fólk skilur ekki aðstæðurnar sem við erum í, þær áskoranir sem við glímum við sem lið og hópur, sem eru algjörlega augljósar... Ég skil að fólk haldi að það sé hægt að ýta bara á takka og breyta, og að það myndi gera okkur að öðru liði. En svona er þetta. Ég held bara áfram að einbeita mér að því að byggja upp betra lið. Á meðan verðum við að sætta okkur við þær áskoranir sem þessu ferðalagi fylgja,“ sagði Tottenham-stjórinn.
Enski boltinn Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Sjá meira