Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Sindri Sverrisson skrifar 23. desember 2024 14:12 Bukayo Saka er ákaflega vonsvikinn eftir að hafa meiðst um helgina. Getty/David Price Bukayo Saka, einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, verður ekki með Arsenal á næstunni vegna meiðsla. Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum á laugardaginn, eftir 5-1 sigurinn gegn Crystal Palace. Mikel Arteta, stjóri Arsenal, greindi svo frá því í dag að Arteta yrði frá keppni í umtalsverðan tíma. „Þetta lítur ekki vel út. Hann verður frá keppni í margar vikur,“ sagði Arteta en gaf ekki nákvæmari tímaramma. Saka meiddist aftan í læri og miðað við svör Arteta má ætla að um sé að ræða alvarlega tognun eða rifu í vöðva. „Svona er þetta bara. Hann er meiddur og við getum ekki breytt því. Núna nýtum við tímann til að styðja við hann,“ sagði Arteta. Þetta er annað stóra áfallið sem Arsenal verður fyrir á leiktíðinni eftir að fyrirliðinn Martin Ödegaard meiddist í haust og var frá keppni í tvo mánuði. Fjarvera hans hafði mikil áhrif á Arsenal-liðið en það hefur nú unnið sjö af síðustu tíu leikjum sínum, og gert þrjú jafntefli. Arsenal situr í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 33 stig, sex stigum á eftir toppliði Liverpool sem reyndar á leik til góða. Kennir uppsöfnuðum leikjafjölda um Arteta kveðst vera að setja saman hugmyndir um hvernig tekist verði á við fjarveru Saka og benti á að liðið hefði reynslu af því að missa út lykilmenn. Hann sagði Saka sjálfan vera í öngum í sínum. Aðspurður hvort hann teldi að þétt leikjadagskrá hefði haft sitt að segja um meiðsli Saka svaraði Arteta: „Það er örugglega frekar uppsafnaður fjöldi því menn eins og Declan [Rice] og Bukayo hafa spilað yfir 130 leiki á þremur leiktíðum,“ sagði Arteta. Hann sagði Raheem Sterling einnig verða frá keppni á næstunni vegna hnémeiðsla. Arsenal mætir næst Ipswich á heimavelli á föstudaginn. Enski boltinn Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Sjá meira
Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum á laugardaginn, eftir 5-1 sigurinn gegn Crystal Palace. Mikel Arteta, stjóri Arsenal, greindi svo frá því í dag að Arteta yrði frá keppni í umtalsverðan tíma. „Þetta lítur ekki vel út. Hann verður frá keppni í margar vikur,“ sagði Arteta en gaf ekki nákvæmari tímaramma. Saka meiddist aftan í læri og miðað við svör Arteta má ætla að um sé að ræða alvarlega tognun eða rifu í vöðva. „Svona er þetta bara. Hann er meiddur og við getum ekki breytt því. Núna nýtum við tímann til að styðja við hann,“ sagði Arteta. Þetta er annað stóra áfallið sem Arsenal verður fyrir á leiktíðinni eftir að fyrirliðinn Martin Ödegaard meiddist í haust og var frá keppni í tvo mánuði. Fjarvera hans hafði mikil áhrif á Arsenal-liðið en það hefur nú unnið sjö af síðustu tíu leikjum sínum, og gert þrjú jafntefli. Arsenal situr í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 33 stig, sex stigum á eftir toppliði Liverpool sem reyndar á leik til góða. Kennir uppsöfnuðum leikjafjölda um Arteta kveðst vera að setja saman hugmyndir um hvernig tekist verði á við fjarveru Saka og benti á að liðið hefði reynslu af því að missa út lykilmenn. Hann sagði Saka sjálfan vera í öngum í sínum. Aðspurður hvort hann teldi að þétt leikjadagskrá hefði haft sitt að segja um meiðsli Saka svaraði Arteta: „Það er örugglega frekar uppsafnaður fjöldi því menn eins og Declan [Rice] og Bukayo hafa spilað yfir 130 leiki á þremur leiktíðum,“ sagði Arteta. Hann sagði Raheem Sterling einnig verða frá keppni á næstunni vegna hnémeiðsla. Arsenal mætir næst Ipswich á heimavelli á föstudaginn.
Enski boltinn Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Sjá meira