Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. desember 2024 12:01 Linda Sif Magnúsdóttir tók við sem forstöðukona Samhjálpar í október. stöð 2 Um tvö hundruð borða hádegisverð á Kaffistofu Samhjálpar. Forstöðukona segir þjónustuna mikilvæga enda sé hún hjá mörgum eina hátíðlega stund dagsins, jafnvel eina máltíð dagsins. Þegar fréttastofu bar að garði um klukkan níu í morgun stóðu sjálfboðaliðar og starfsfólk Samhjálpar í ströngu við að hræra í pottum og bera fram hátíðarmat. Alla daga geta þeir sem eru í bágri stöðu snætt hádegisverð á Kaffistofu Samhjálpar og er aðfangadagur engin undantekning, en þá er hádegisverðurinn með jólalegasta móti. Boðið er upp á hamborgarhrygg, lambakjöt, síld, rúgbrauð, kökur og að sjálfsögðu jólaís. Rauður jóladúkur eru settur á öll borð og kerti tendruð í skammdeginu. Húsið var opnað klukkan tíu og stendur hádegisverðurinn til klukkan tvö í dag. „Svo erum við með lengri opnun fyrir heimilislausa og þá sem eru í gistiskýlinu frá klukkan tvö til hálf fimm. Þá eru þeir bara að spila og hafa það notalegt,“ segir Linda Sif Magnúsdóttir, forstöðukona Samhjálpar. Hlýlegt og notalegt Kaffistofan er sem fyrr segir opin alla daga ársins en Linda segir að fleiri sæki hádegisverðinn á aðfangadag en aðra daga. „Það er alltaf mjög hlýlegt og notalegt að koma á kaffistofuna um jólin.“ Linda segir fjölda þeirra sem sækja þjónustuna svipaðan og síðustu ár. Þeir sem mæti séu afar þakklátir fyrir úrræðið. Fyrir marga þá sem sækja hádegisverðinn í dag er hann eina jólalega stund dagsins, jafnvel eina máltíð dagsins. Þannig þetta er þýðingarmikil stund fyrir ykkar skjólstæðinga? „Já algjörlega, þetta er mjög mikilvægur dagur fyrir okkur. Það er gott að koma og fá að leggja eitthvað af mörkum til samfélagsins.“ Hjálparstarf Reykjavík Jól Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Sjá meira
Þegar fréttastofu bar að garði um klukkan níu í morgun stóðu sjálfboðaliðar og starfsfólk Samhjálpar í ströngu við að hræra í pottum og bera fram hátíðarmat. Alla daga geta þeir sem eru í bágri stöðu snætt hádegisverð á Kaffistofu Samhjálpar og er aðfangadagur engin undantekning, en þá er hádegisverðurinn með jólalegasta móti. Boðið er upp á hamborgarhrygg, lambakjöt, síld, rúgbrauð, kökur og að sjálfsögðu jólaís. Rauður jóladúkur eru settur á öll borð og kerti tendruð í skammdeginu. Húsið var opnað klukkan tíu og stendur hádegisverðurinn til klukkan tvö í dag. „Svo erum við með lengri opnun fyrir heimilislausa og þá sem eru í gistiskýlinu frá klukkan tvö til hálf fimm. Þá eru þeir bara að spila og hafa það notalegt,“ segir Linda Sif Magnúsdóttir, forstöðukona Samhjálpar. Hlýlegt og notalegt Kaffistofan er sem fyrr segir opin alla daga ársins en Linda segir að fleiri sæki hádegisverðinn á aðfangadag en aðra daga. „Það er alltaf mjög hlýlegt og notalegt að koma á kaffistofuna um jólin.“ Linda segir fjölda þeirra sem sækja þjónustuna svipaðan og síðustu ár. Þeir sem mæti séu afar þakklátir fyrir úrræðið. Fyrir marga þá sem sækja hádegisverðinn í dag er hann eina jólalega stund dagsins, jafnvel eina máltíð dagsins. Þannig þetta er þýðingarmikil stund fyrir ykkar skjólstæðinga? „Já algjörlega, þetta er mjög mikilvægur dagur fyrir okkur. Það er gott að koma og fá að leggja eitthvað af mörkum til samfélagsins.“
Hjálparstarf Reykjavík Jól Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Sjá meira