Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. desember 2024 11:01 Hálsmenið er eftir Ásdísi Sveinsdóttur og segir Tolli það hafa mikið tilfinningalegt gildi. Vísir/Samsett Hálsmen sem stolið var af Tolla Morthens í Kaupmannahöfn fyrir nær tveimur áratugum dúkkaði skyndilega upp á antíksölu í Kópavogi. Þegar Tolli varð þess áskynja var menið þó þegar selt og nú leitar hann logandi ljósi að nýjum eiganda þess. Tolli birti færslu á samfélagsmiðlum í gær þar sem hann sagði frá þessu. Menið sem um ræðir var gert af Ásdís Sveinsdóttir og var því stolið, að sögn Tolla, þegar hann var með vinnustofu við Grábræðratorg árið 2006. Hann segist hafa haft nokkra vissu um hver bæri ábyrgð á stuldinum en að hann hafi ekkert getað aðhafst. Enginn geti borið þýfi um hálsinn Eftir öll þessi ár segir Tolli að menið hafi birst skyndilega á sölusíðu Antíksölunnar í Kópavogi. Hann hafði samband við eigendur sölunnar en þau voru grunlaus að um illfenginn grip væri að ræða. Menið hefði verið selt fyrir ekki svo löngu en þau vissu ekki hvert. „Því leita ég til ykkar þarna úti ef einhvert ykkar hefur þetta men í sínum fórum án þess að vita að þetta sé þýfi þá biðla ég til viðkomandi að koma þessu til mín og að sjálfsögðu skal ég borga það sem viðkomandi gaf fyrir gripinn því menið hefur fyrst og fremst tilfinningalegt gildi fyrir mig,“ skrifar Tolli. Hann heitir fullum trúnaði og segist ekki eiga von á því að nokkur geti borið menið eftir að hafa fengið það að vita að þýfi héngi um hálsinn. „Þetta men hefur fyrst og fremst tilfinningagildi. Mér þykir vænt um það og svo stendur þetta fyrir sjálfu sér sem listagripur,“ segir Tolli í samtali við fréttastofu. Engar fréttir borist enn Honum hafa ekki borist neinar fréttir enn af því hvar menið sé niðurkomið en vonast til þess að það komi í leitirnar sem fyrst. Hann lofar því að greiða núverandi eigenda mensins því sem greitt var fyrir menið. „Ég góðfúslega bið viðkomandi sem hefur menið að vera í jólastuði með guði og melda menið til mín,“ segir Tolli. „Og svo við eigum bara gleðileg jól,“ segir hann. Myndlist Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Tolli birti færslu á samfélagsmiðlum í gær þar sem hann sagði frá þessu. Menið sem um ræðir var gert af Ásdís Sveinsdóttir og var því stolið, að sögn Tolla, þegar hann var með vinnustofu við Grábræðratorg árið 2006. Hann segist hafa haft nokkra vissu um hver bæri ábyrgð á stuldinum en að hann hafi ekkert getað aðhafst. Enginn geti borið þýfi um hálsinn Eftir öll þessi ár segir Tolli að menið hafi birst skyndilega á sölusíðu Antíksölunnar í Kópavogi. Hann hafði samband við eigendur sölunnar en þau voru grunlaus að um illfenginn grip væri að ræða. Menið hefði verið selt fyrir ekki svo löngu en þau vissu ekki hvert. „Því leita ég til ykkar þarna úti ef einhvert ykkar hefur þetta men í sínum fórum án þess að vita að þetta sé þýfi þá biðla ég til viðkomandi að koma þessu til mín og að sjálfsögðu skal ég borga það sem viðkomandi gaf fyrir gripinn því menið hefur fyrst og fremst tilfinningalegt gildi fyrir mig,“ skrifar Tolli. Hann heitir fullum trúnaði og segist ekki eiga von á því að nokkur geti borið menið eftir að hafa fengið það að vita að þýfi héngi um hálsinn. „Þetta men hefur fyrst og fremst tilfinningagildi. Mér þykir vænt um það og svo stendur þetta fyrir sjálfu sér sem listagripur,“ segir Tolli í samtali við fréttastofu. Engar fréttir borist enn Honum hafa ekki borist neinar fréttir enn af því hvar menið sé niðurkomið en vonast til þess að það komi í leitirnar sem fyrst. Hann lofar því að greiða núverandi eigenda mensins því sem greitt var fyrir menið. „Ég góðfúslega bið viðkomandi sem hefur menið að vera í jólastuði með guði og melda menið til mín,“ segir Tolli. „Og svo við eigum bara gleðileg jól,“ segir hann.
Myndlist Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira