Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. desember 2024 08:00 Wayne Rooney og Frank Lampard sneru sér báðir að þjálfun eftir að leikmannaferlinum lauk. Wayne Rooney og Frank Lampard unnu sér inn goðsagnastimpil sem leikmenn í ensku úrvalsdeildinni. Nú stýra þeir báðir liðum í næstefstu deild og munu mætast á morgun í fyrsta sinn sem þjálfarar, eftir að hafa eldað grátt silfur sem leikmenn um árabil. Lampard tók nýlega við liði Coventry en hann hafði verið án starfs síðan í lok tímabilsins 2022/23 þegar hann stýrði Chelsea tímabundið. Rooney tók síðasta vor við Plymouth Argyle, liðinu sem landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson leikur með. Liðin mætast á morgun, á öðrum degi jóla klukkan þrjú. Plymouth er í neðsta sæti Championship deildarinnar en Coventry er sjö sætum og sex stigum ofar. Þjálfararnir höfðu ekki annað en hrósorð að segja um hvorn annan fyrir leikinn. „Þetta verður í fyrsta sinn sem ég mæti Frank sem þjálfari, þannig að ég er spenntur,“ sagði Rooney. Rooney og Lampard mættust oft sem leikmenn Manchester United og Chelsea.Alex Livesey/Getty Images „Það var algjör ánægja að spila með honum fyrir England – og gegn honum í ensku úrvalsdeildinni. Hann er einn besti leikmaður sögunnar hér á landi, framlag hans skal aldrei vanmetið,“ sagði Lampard. Hvorugur þeirra hefur náð eins góðum árangri sem þjálfari eins og þeir gerðu sem leikmenn. Þeir voru hluti af „gullkynslóð“ Englands sem mikils var ætlast af, en komst aldrei langt á stórmóti. Rooney og Lampard stilla sér upp fyrir aukaspyrnu með enska landsliðinu. Leighton Baines er með þeim á myndinni.Steve Bardens - The FA/The FA via Getty Images Fleiri af þeirri kynslóð hafa stigið inn í þjálfun eftir að leikmannaferillinn endaði; Steven Gerrard, Michael Carrick og Gary Neville til dæmis. En enginn hefur náð sömu hæðum á hliðarlínunni eins og inni á vellinum. „Við erum öllu vanir eftir leikmannaferilinn og kippum okkur ekki upp við slæma umfjöllun fjölmiðla, eða þegar þeir hrósa okkur. Fyrir okkur sem spiluðum fyrir England og á hæsta stigi fótboltans er þetta daglegt brauð. Það skiptir engu máli fyrir mig allavega, og ég held að það sé eins hjá hinum,“ sagði Rooney. Enski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Sjá meira
Lampard tók nýlega við liði Coventry en hann hafði verið án starfs síðan í lok tímabilsins 2022/23 þegar hann stýrði Chelsea tímabundið. Rooney tók síðasta vor við Plymouth Argyle, liðinu sem landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson leikur með. Liðin mætast á morgun, á öðrum degi jóla klukkan þrjú. Plymouth er í neðsta sæti Championship deildarinnar en Coventry er sjö sætum og sex stigum ofar. Þjálfararnir höfðu ekki annað en hrósorð að segja um hvorn annan fyrir leikinn. „Þetta verður í fyrsta sinn sem ég mæti Frank sem þjálfari, þannig að ég er spenntur,“ sagði Rooney. Rooney og Lampard mættust oft sem leikmenn Manchester United og Chelsea.Alex Livesey/Getty Images „Það var algjör ánægja að spila með honum fyrir England – og gegn honum í ensku úrvalsdeildinni. Hann er einn besti leikmaður sögunnar hér á landi, framlag hans skal aldrei vanmetið,“ sagði Lampard. Hvorugur þeirra hefur náð eins góðum árangri sem þjálfari eins og þeir gerðu sem leikmenn. Þeir voru hluti af „gullkynslóð“ Englands sem mikils var ætlast af, en komst aldrei langt á stórmóti. Rooney og Lampard stilla sér upp fyrir aukaspyrnu með enska landsliðinu. Leighton Baines er með þeim á myndinni.Steve Bardens - The FA/The FA via Getty Images Fleiri af þeirri kynslóð hafa stigið inn í þjálfun eftir að leikmannaferillinn endaði; Steven Gerrard, Michael Carrick og Gary Neville til dæmis. En enginn hefur náð sömu hæðum á hliðarlínunni eins og inni á vellinum. „Við erum öllu vanir eftir leikmannaferilinn og kippum okkur ekki upp við slæma umfjöllun fjölmiðla, eða þegar þeir hrósa okkur. Fyrir okkur sem spiluðum fyrir England og á hæsta stigi fótboltans er þetta daglegt brauð. Það skiptir engu máli fyrir mig allavega, og ég held að það sé eins hjá hinum,“ sagði Rooney.
Enski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Sjá meira