Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Jón Ísak Ragnarsson skrifar 26. desember 2024 08:54 Á myndinni sjást öryggisverðir nýrrar ríkisstjórnar standa vaktina fyrir framan mótmælendahóp alavíta. AP Starfandi ríkisstjórn uppreisnarmanna í Sýrlandi segir að stuðningsmenn forsetans fyrrverandi Bashar al-Assad, hafi drepið fjórtán hermenn innanríkisráðuneytisins í skyndiárás í vesturhluta landsins seint í gær. Sagt er að tíu aðrir hermenn hafi slasast í átökunum í nágrenni Tartous, þar sem alavítar ráða ríkjum. Alavítar eru valdamikill trúarhópur múslima sem Assad fyrrverandi forseti tilheyrir. Hópurinn er í minnihluta í landinu. Samkvæmt heimildum BBC var árásin gerð þegar ríkisstjórn uppreisnarmanna ætlaði að handtaka fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Assads, og sækja hann til saka fyrir framferði sitt í málefnum Saydnaya fangelsis. Frekari upplýsingar um árásina liggja fyrir. Ríkisstjórn Bashar al-Assads var steypt af stóli fyrir tveimur vikum síðan og uppreisnarmenn stjórna nú landinu. Sitjandi forsætisráðherra er Mohammed al-Bashir, en valdamesti maðurinn í landinu er uppreisnarmaðurinn Ahmed al-Sharaa. Hann var á árum áður nátengdur al-Qaeda. Sjá: Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Töluverð óvissa ríkir um framhaldið í Sýrlandi. Alavítar óttast um afdrif sín undir nýrri ríkisstjórn, sumir Sýrlendingar vilja sækja þá til saka fyrir stríðsglæpina sem framdir voru í ríkisstjórn Assads, sem var alavíti. Þá brutust út mikil mótmæli um jólin í höfuðborginni Damaskus, þegar kristnir Sýrlendingar mótmæltu því að jólatré hefði verið brennt í norðanverðu landinu. Þeir kröfðust þess að ný ríkisstjórn stæði vörð um réttindi kristinna og annarra minnihlutahópa í landinu. Sýrland Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Sagt er að tíu aðrir hermenn hafi slasast í átökunum í nágrenni Tartous, þar sem alavítar ráða ríkjum. Alavítar eru valdamikill trúarhópur múslima sem Assad fyrrverandi forseti tilheyrir. Hópurinn er í minnihluta í landinu. Samkvæmt heimildum BBC var árásin gerð þegar ríkisstjórn uppreisnarmanna ætlaði að handtaka fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Assads, og sækja hann til saka fyrir framferði sitt í málefnum Saydnaya fangelsis. Frekari upplýsingar um árásina liggja fyrir. Ríkisstjórn Bashar al-Assads var steypt af stóli fyrir tveimur vikum síðan og uppreisnarmenn stjórna nú landinu. Sitjandi forsætisráðherra er Mohammed al-Bashir, en valdamesti maðurinn í landinu er uppreisnarmaðurinn Ahmed al-Sharaa. Hann var á árum áður nátengdur al-Qaeda. Sjá: Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Töluverð óvissa ríkir um framhaldið í Sýrlandi. Alavítar óttast um afdrif sín undir nýrri ríkisstjórn, sumir Sýrlendingar vilja sækja þá til saka fyrir stríðsglæpina sem framdir voru í ríkisstjórn Assads, sem var alavíti. Þá brutust út mikil mótmæli um jólin í höfuðborginni Damaskus, þegar kristnir Sýrlendingar mótmæltu því að jólatré hefði verið brennt í norðanverðu landinu. Þeir kröfðust þess að ný ríkisstjórn stæði vörð um réttindi kristinna og annarra minnihlutahópa í landinu.
Sýrland Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira