Jay Stansfield skoraði fyrra mark Birmingaham af vítapunktinum. Max Crocombe varð svo fyrir því óláni að setja boltann í eigið net í seinni hálfleik.
Willum var tekinn af velli á 89. mínútu. Hann hefur fest sig í sessi sem byrjunarliðsmaður á sínu fyrsta tímabili með liðinu. Mikið púður var lagt í að fá hann í sumar, sem og aðra leikmenn, og liðið er á góðri leið með að ná markmiði sínu og fara upp um deild.
Þetta var sjötti deildarsigur Birmingham í röð, liðið hefur nú ekki tapað í heilan mánuð í öllum keppnum, er komið í efsta sæti deildarinnar og fór áfram í bikarkeppni neðri deilda og í þriðju umferð FA bikarsins.
Alfons Sampsted er einnig leikmaður Birmingham en hefur ekki verið í leikmannahópi á leikdegi síðan 9. nóvember.
Í sömu deild, aðeins tveimur sætum neðar en Birmingham, er lið Wrexham sem Jón Dagði Böðvarsson leikur með. Hann var ekki heldur í leikmannahóp í dag og er líklega á förum.